— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/03
Í tvo daga var ég tossi.

Ég ætlaði að nota þennan pistling til að harma að ég félli undir þá skilgreiningu ritstjórnar að vera tossi. Svo las ég skrif Golíats um að gagnrýni hans hefði verið tekin til greina, þannig að nú teljast þeir einungis tossar, sem skrifað hafa færri en þrjú félagsrit.
Nú er ég því í einhvers konar millibilsástandi, þ.e. milli þess að vera tossi og skriffinnur. Það er raunar sama staða og flestir aðrir heiðursgestir á Gestapó mega búa við. Ég get ekki betur séð en að einungis þeir Skabbi og Vamban hafi náð því að teljast skriffinnar með því að hafa skrifað 50 félagsrit hvor um sig.
Því stoðar eigi annað en að bretta upp ermar og dæla inn félagsritum svo maður komist í flokk skriffinna.

   (25 af 32)  
31/10/03 04:02

Limbri

Ég er afar á móti því að menn dæli nokkru á Baggalút. Og þó svo að ég leggi orð í belg, þá á ekki að láta dæluna ganga. GÆÐI FRAM YFIR MAGN.

31/10/03 04:02

Herbjörn Hafralóns

Ég er sammála, GÆÐI FRAM YFIR MAGN. Það skýrir líka af hverju ég á svona fá félagsrit.

31/10/03 04:02

Skabbi skrumari

Já, ég veit það hljómar illa komið frá mér, en jú gæði umfram magn (maður ætti kannski að fara að stroka út eitthvað, því jú ekki eru öll félagsritin manns gæðaskrif)...en jú orð í tíma töluð, hjá Limbra...en kannski ætti maður ekki að vera að því að fylla orðabelginn með þessu rausi, biðst afsökunar á því...

31/10/03 04:02

Vladimir Fuckov

En best er auðvitað ef saman fer magn og gæði en spurning er hvort það sé ekki frekar sjaldgæft...

31/10/03 04:02

Sverfill Bergmann

Jú, í flestum tilfellum. Allavega er mjög lág prósenta af mínum innleggjum og félagsritum sem innihalda snefil af gæðum...

31/10/03 05:00

Bakki

Já, gæði fram yfir magn. Það geta allir verið að flæða inn pistlum um ekki neitt.

3/12/06 03:01

Offari

Ég hugsa frekar um bónusinn því hjá mér er magnið meira en gæðin.

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.