— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/12/04
How do you like Iceland?

Fyrr í kvöld horfði ég á prýðisgóða heimildarmynd eftir Kristínu Ólafsdótturí Ríkissjónvarpinu. [b]How do you like Iceland?[/b] hét myndin en þar var rætt við fjölmarga útlendinga, sem allir hafa komið hingað oft og mörgum sinnum og hafa því kynnst bæði landi og þjóð nokkuð vel.<br /> Myndin fannst mér mjög vel gerð og þótt hún væri rúmlega klukkustundar löng, hélt hún athygli minni allan tímann. Samt byggðist hún að mestu leyti á ummælum útlendinganna um okkur, en er það ekki einmitt það, sem við Íslendingar erum svo spenntir að heyra?<br /> Ég held líka að flest af því, sem þeir sögðu um okkur sé mjög nálægt sannleikanum. Gaman væri að vita hvort fleiri sáu og hvað þeim fannst.

   (23 af 32)  
1/12/04 16:02

Wonko the Sane

Alveg sammála Hebjörn. Stórskemmtilegur þáttur. Ætlaði að fara að skrifa um það þegar ég tók eftir að þú varst búinn að því.

1/12/04 17:00

Ívar Sívertsen

Alveg sammála! Það var reyndar gaman að sjá að Terry Jones eignaði sér húmorinn í íslendingasögunum...

1/12/04 17:00

Stelpið

Ég kom bara inn í miðja myndina og fannst hún ágæt. Vona bara að hún verði endursýnd bráðum svo ég nái fyrri helmingnum.

1/12/04 17:00

Þarfagreinir

Glöggt er gests augað. Mér fannst þetta nú samt aðallega skondið og skemmtilegt, frekar en að það hafi haft eitthvert uppfræðslugildi.

1/12/04 17:00

Ísis

Mér fannst Damon Albarn bestur. Hann benti á að við værum að selja sál okkar fyrir stundargræðgi, hvað virkjanirnar varðar.

1/12/04 17:01

Heiðglyrnir

I LOVE ICELAND AND BAGGALÚT, sá ekki umræddann þátt vildi bara koma þessu á framfæri.

1/12/04 17:01

Barbie

Snilldarframtak. Ekki vissi ég fyrir að það væri sérstök lykt af okkur (lesist súlfúrfýla). Og góð lýsing á tungumálinu: ,,Þú sérð fallega klætt og aðlaðandi fólk og svo byrjar það að tala. Jesús minn. Þetta hljómar eins og þau séu að ráðast hvert á annað". Lygilega fyndið. Einnig spænska snótin sem hélt að íslenskan væri bara eitthvað grín og bað fólkið vinsamlegast um að leyfa sér að heyra alvöru samtal á íslensku - óborganlegt.
Glöggt er gestsaugað.

1/12/04 17:02

Vladimir Fuckov

Vér misstum því miður af fyrstu 15-20 mínútunum en þetta var mjög skemmtilegt. Sumt var undarlega skemmtilegt og kom á óvart og sumt var undarlegt en samt kunnuglegt og kom eigi á óvart. Merkilegt t.d. að hér líti allir meira og minna eins út, það kom oss á óvart en væntanlega er gests augað glöggt.

Lýsingin á tungumálinu er Barbie nefnir var kostuleg, minnir oss á það sem vér höfum stundum séð fullyrt að íslenska hljómi sem vélbyssuskothríð í eyrum útlendinga.

1/12/04 18:01

Klobbi

Ich liebe Island und die islandische Hesta

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.