— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/06
Hagyrðingamót

Næsta hagyrðingamót í Baggalútíu verður haldið sunnudagskvöldið 14. október. Mótið hefst stundvíslega klukkan 22:00 og því líkur klukkan 24:00.

Yrkisefni verða sem hér segir og í þessari röð:

1. Kynning samkvæmt venju.
2. Yoko Ono, Reykjavík og friðarsúlan.
3. Ástir samlyndra Gestapóa.
4. Sveit eða borg, hvar er best að búa?
5. Hreyfing - kyrrseta, kostir og gallar hvors um sig.

Sjötta yrkisefnið verður kynnt eftir að mótið hefst.

Gestapóar eru hvattir til að hefja undirbúning nú þegar og fjölmenna á mótið.

   (8 af 32)  
31/10/06 10:02

Regína

Mæti.

31/10/06 10:02

Vladimir Fuckov

Óvíst er um þátttöku vora og ef vjer mætum verðum vjer að líkindum illa undirbúnir og mætum e.t.v. seint.

31/10/06 11:00

Anna Panna

Ég verð að gera orð forsetans að mínum, það er óvenju mikið að gera hjá mér næstu daga. Synd og skömm því þetta eru frábær yrkisefni.

31/10/06 11:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mjög gott.

31/10/06 11:01

Skabbi skrumari

Ég gæti hugsanlega náð fyrstu mínútunum... en ég er yfirleitt sofnaður á þessum tíma...

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.