— GESTAPÓ —
Ira Murks
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 5/12/06
Kolviður

Um Kolvið.

Hafið þið heyrt um Kolvið (sjá kolvidur.is).

Kolviður er augljóslega plott illra skógræktarfrömuða til að græða pening á syndum þjáðu fólki, samviskufriðþæging og aflátsbréf.

Ekki eyða peningum þínum í að kolefnisjafna samgöngunotkun þína, Kolviður er alls ekki fyrir fólk sem er annt um umhverfið sitt. Umhverfið okkar er nefnilega Ísland, land mólendis og mýra, túndru og mela. Skógur á ekki heima hérna.

Þeir þykjast ætla að rækta á gróðurlausu landi og æða í blindni inn á einhvern sand, hvað svo ef ekki er lengur sandur? Munu þeir eyðileggja landið okkar, eyðileggja mólendi, mýrar og aðra kjörstaði íslenskra fugla?

Líklega. Í staðin koma fuglar eins og eru um allan heim. Vissulega verður fjölbreytt fuglalíf, en það verður eins og alls staðar annars staðar og mófuglarnir sem treysta á íslenskt náttúrufar deyja út.

Geirfuglinn hvað, við erum að tala um lóuna, spóann og fleiri fugla sem eiga allt sitt hér á Íslandi.

Ef þú hefur á samviskunni að losa of mikið af kolefni, gerðu þá eitthvað annað við peningana en að kaupa þér ímyndaða sálarró í gegnum þetta ruglverkefni. Skógræktin fær nógu mikinn pening til að eyðileggja landið okkar.

Niður með Kolvið.

Samvisku jólatréð svæfir
syndarar gerast nú kræfir
kjöldraga plóg
í kolviðarskóg
mettur hann mófugla kæfir.

   (8 af 21)  
5/12/06 21:01

Offari

Við verðum að rækta meir skóg til a geta plantað niður fleiri álverum. Mólendi og mýrar eru kjörin til skógræktar. Áfram Kolviður.

5/12/06 21:01

Texi Everto

Það fær enginn að planta einhverjum trjádruslum á sléttunni minni [Tekur upp sexhleypurnar ógnandi á svipinn]

5/12/06 21:01

Offari

Geturðu gert holurnar með sexhleypunni ég skal troða plöntum í gatið.

5/12/06 21:01

Grágrítið

Legg til að landið verði þakið skóglendi og öllum rollum verður svo slept lausum á afraksturinn.

5/12/06 21:01

krossgata

Ég fór eitt sinn til Finnlands. Kunni ágætlega við mig... þannig lagað. Þar var glás af trjám, en ekkert landslag, það rúnnaðist af og hvarf í skógana. Mikið ofboðslega leið mér vel að komast til Íslands og sjá form, fjöll og landslag. Ég vil ekki sjá skóga milli fjalls og fjöru. Þeir eru bestir eins og þeir eru hér, nokkrar hríslur innan lítillar girðingar.

5/12/06 21:01

Grágrímur

... og ef maður villist er bara hægt að standa upp.

5/12/06 21:01

Regína

Alveg er ég þér sammála Ira. (Og til vara Grágrítinu.)
Ég gekk í finnskum skógi um daginn, það var mjög óþægileg tilfinning að sjá ekki yfir trjátoppana, sem voru margar mannhæðir fyrir ofan mig.

5/12/06 21:01

Kargur

Hér í sveit eru himinhá tré. Mér leiðast þau. Það heyrir til undantekninga að maður sjái lengra en kílómetra frá sér, oft mikið styttra. Það venst ekki. Mætti ég þá heldur biðja um hríslurnar sem Íslendingar kalla skóg. Eða engan skóg, það er nefnilega svo erfitt að smala fé í skógi.

5/12/06 21:02

Regína

Ertu með mikið fé þarna fyrir vestan Kargur?

5/12/06 23:00

Jóakim Aðalönd

Afi minn, Olías Aðalönd, hélt því fram að þeir sem settust hér að í fyrndinni væru menn sem vildu hafa útsýni. Gott ef það er ekki rétt hjá þeim gamla.

Ira Murks:
  • Fæðing hér: 4/7/04 14:16
  • Síðast á ferli: 7/12/18 13:05
  • Innlegg: 30
Eðli:
Segjum um stutt
Fræðasvið:
sviðin eru fræðileg
Æviágrip:
Grípum í ævi