— GESTAPÓ —
Grágrítið
Fastagestur.
Pistlingur - 2/12/06
Partí með Þarfagreini

Rétt þykir að bæta við eftirfarandi atriðum í stefnuskrá flokksins.

1. Öll opinber gjöld af búnaði til framleiðslu á vetni, ökutæki knúin vetni og vaskur við dælu lagður niður. Innflutningur á bensíni lagður af á 10 árum.

Í dag versla íslendingar bíla og bensín að utan með tilheyrandi viðskiptahalla, má losa verulega um þann millustein ef við framleiðum allt okkar eldsneyti. Skapast einnig af því nokkur störf.

2. Umsvifalaust lokun allavega annars sendiráðanna í USA, hvort sem það er lokað í NY eða Washington skiptir engu.

Kanasleikur fyrurm stjórnenda þessa lands sést best á því að nauðsynlegt þótti að hafa tvö sendiráð í þessu ný-fasistaríki. Nokkur hundruð miljónum má spara með því að loka öðru þeirra.

3. Stjórnmálamönnum bönnuð öll afskipti af seðlabankanum, fyrrum stjórnmálamenn veðra aldrei ráðinir þar inn!

Það sér blindur maður að stjórmálaflokkar hafa EKKERT inní þessa stofnun að gera, þangað eiga aðeins fagmenn að fara.

4. Verðtrygging afnumin!

Ég ætla EKKI að borga 50 millur fyrir íbúð! Það má alveg skoða hvort ekki sé hægt að tengja krónuna beint við evru eins og Kínverjar festa sinn gjaldmiðil við dollarinn...

5. Veiðar á mink og ref í friðlöndum, minkaræktendur sektaðir fyrir hvern þann mink sem sleppur.

Minkurinn er eitthver mesti skaðvaldur í íslensku umhverfi, drepur alla fugla sem á vegi hans verða og er ábyrgur fyrir slöku gengi rjúpunnar.

6. Landinu breytt í eitt kjördæmi

Það er óboðlegt að atkvæði sveitafólks vegi þyngra en þeirra í Reykjavík. Í eðlilegu líðræðisríki skulu öll atkvæði jöfn.

Oh það er svo margt annað. Ég ætla heim að skrifa bók um hugmyndir mínar...
---

Ég hef eina athugasemd varðandi hugmyndir þínar um afnám styrkja til bæna. Nú eru margir bændur fastir í greininni vegna skulda. Væri ekki réttara að greiða út á einu ári þrefaldann ársstyrk svo menn gætu annað hvort hætt og selt búin eða stækkað við sig og hagrætt í rekstrinum? Eftir það væri lokað fyrir alla styrki , af þessu hlíst mikil hagræðing og sparnaður.

   (1 af 4)  
2/12/06 07:01

Þarfagreinir

Ég styð allar þessar viðbætur, nema að við 3) þykir mér fullgróft að beinlínis banna stjórnmálamönnum að fara í Seðlabankann; slíkt yrði held ég í fyrsta lagi aldrei leyft út frá mannréttinda- og jafnaðarsjónarmiðum. En eitthvað þarf sannarlega að gera til að gera ráðningar í þessa stofnun miklu mun faglegri en nú er raunin, og já bara ráðningar í allar ríkisstofnanir almennt.

Liður 6) er eitt af því sem ég ætlaði að hafa í minni stefnuskrá, en gleymdi. Við rök þín get ég bætt að samkvæmt núverandi kerfi er mjög erfitt fyrir litla flokka að koma mönnum á þing; reglurnar hafa verið endurkoðaðar alloft og alltaf meira og meira í átt að því að gera litlu flokkunum erfiðara fyrir. Kosningakerfið þarf að enduskoða í heild sinni með eitt kjördæmi sem grundvallaratriði.

Mér finnst það einnig góð hugmynd hjálpa bændum að komast úr skuldum, og almennt að fara varlega og hægt í að afnema styrkina. En afnumdir skulu þeir verða, og ekkert múður.

Skál í boðinu!

2/12/06 07:01

Grágrítið

Ég get fallist á þessa athugasemd þína.

2/12/06 07:01

B. Ewing

Ég hef eina athugasemd varðandi hugmyndir þínar um afnám styrkja til bæna

Var þetta ekki hluti af aðskilaði ríkis og kirkju??

2/12/06 07:01

Tigra

Hey! Það er algjörlega óþarfi að veiða refina!
Þeir eru alveg jafn mikill partur af náttúrunni eins og fuglarnir og þeir drepa bara það sem þeir þurfa til að éta!
Minkar eru skæð dýr, það viðurkenni ég en þeir eru samt held ég ekki helsta ógnin við rjúpnastofninn, heldur asnalegir kallar sem rjúka upp á heiðar og plamma niður 200 rjúpur og éta svo tvær.
SVEI!

2/12/06 07:01

Grágrítið

Ég er alveg sammála þér Tigra. Það eru alltar eitthverjir fávitar sem eyðileggja allt fyrir öðrum, það hjálpar ekki þegar fyrir eru miklir fordómar gagnvart skotveiði.

2/12/06 07:01

Offari

Xið við Þarfaflokkinn.

2/12/06 07:01

Jarmi

Ég endurtek skoðun mína varðandi að leggja niður flokka!

Mín hugmynd er best og hananú.

2/12/06 07:01

U K Kekkonen

Mink á að útrýma á Íslandi. Refur/Tófa aftur á móti má vera í friði.

2/12/06 08:00

Grágrítið

Ég er sammála U.K. Kekkonen að því leiti að mink á að útríma enda bölvuð plága. Refurinn hefur það sem minkurinn hefur ekki, karakter og sjarma, ég vill að hann verði veiddur en það þarf ekki að útrýma honum.

2/12/06 08:01

Tigra

Refurinn gerir engum neitt.
Ég vil að hann verði látinn alveg vera.
Það eru ekki það margar tófur hérna lengur og það er nánast óþekkt að þær séu að ganga í bæina lengur og ræna hænsnfuglum frá bændum.
Leyfum þeim að éta örfáar rjúpuhræður, við eigum ekki rjúpuna ein.

2/12/06 09:01

Golíat

Þú hefur greinilega ekki séð tófubitin lömb Tígra mín. Ég hef séð lömb sem sloppið hafa frá tófunni með nánast hálft andlitið nagað af og þau ófær um að kroppa eða éta. Skemmtilegur dauðdagi það. Það er algjörlega nauðsynlegt að veiða dýrbítana, nema ef hugmyndir Þarfa ná fram að ganga þá verður engin sauðfjárbúskapur á Íslandi. Það er eins og allir sjá ákaflega umhverfisvænt. Við bara flytjum inn ódýrt (og óætt) lambakjöt frá Nýja-Sjálandi og pælum ekkert í hvað það kostar okkur í gróðurhúsaáhrifum og öðrum aukaverkunum. Enda er sauðkindin víst óvinur íslenskrar náttúru númer eitt á eftir Framsóknarflokknum ef marka má margan bullukollinn.

2/12/06 10:00

Jóakim Aðalönd

Já, sammála Golíati. Tófan er dauð fyrir mér.

Grágrítið:
  • Fæðing hér: 20/3/06 12:11
  • Síðast á ferli: 24/7/09 09:13
  • Innlegg: 447