— GESTAPÓ —
Snabbi
Fastagestur.
Sálmur - 2/12/07
Nú er það svart

Það snjóar þau ókjörin hér í mínum heimabæ. Ætlar þetta engan enda að taka? Þetta varð mér tilefni til að raula örlítinn blús að hætti míns heimafólks og allt í einu var kominn texti!

Nú er það svart, því það snjóar og snjóar
og snöfla í sköflunum Gunnur og Jóar.
Og ég er á dekkjunum ónýtu og flötu
og ætti ekki að sjást hér á bæjarins götu.
En eflaust það sleppur,
því ég er á Lödu.

   (3 af 5)  
2/12/07 01:01

Billi bilaði

Skál fyrir því. ;-)

2/12/07 01:01

Útvarpsstjóri

BRAVÓ!!! [klappar í gríð og erg]

2/12/07 01:01

Huxi

Ladan blífur ! [Sér orðabelg Billa og hrökklast víða og hrasar við, en man þá að Billi er náttúrlega snarbilaður og jafnar sig þó nokkuð.] Skamm Billi

2/12/07 01:01

Anna Panna

[Fær nostalgíukast síð-kaldastríðsbarnsins sem var alið upp í lödum og skódum] Snilld!

P.s. Billi, ertu eitthvað lasinn?

2/12/07 01:01

Billi bilaði

<Glottir eins og fífl> Bara aðeins að hrista upp í þessu.

2/12/07 01:01

Grágrímur

Ég maneftir Lödunni hennar ömmu, öruggasti bíll í heimi, maður setti bara miðstöðina á og druslan nauðhemlaði.
Og fólk tók það persónulega móðgun ef amma tók fram úr þeim.

2/12/07 01:01

Regína

Ég man hvað fók varð hissa þegar ég fékk hraðasekt á Lödunni minni.

2/12/07 01:01

Útvarpsstjóri

Lödur er bestar.

2/12/07 01:01

Kargur

Lödur rúla.

2/12/07 01:02

Offari

Þú ert sjálfur svartur.

2/12/07 01:02

B. Ewing

Lödur eru töff. Fólk sem kann ekki að keyra í snjó er ekki töff.

2/12/07 01:02

Græneygðogmyndarleg

fínt og flott endilega gera meira svona og um lífið sjáft

2/12/07 01:02

Garbo

Lödur eru (eða ætti ég að segja voru?) flottar, sérstaklega rauðar.

2/12/07 01:02

Upprifinn

Já Garbo, þú varst svaka svag fyrir Lödu, eða einhverjum sem átti Lödu. [ljómar upp.]

2/12/07 02:00

krossgata

Ég er alin upp á Lödu-heimili.
[Ljómar upp]

2/12/07 02:00

Jóakim Aðalönd

Ég man þegar Glúmur keyrði mig um á Lödunni sinni...

[Glottir hringinn]

2/12/07 02:00

Jóakim Aðalönd

Skyldu einhverjir aðrir en Íslendingar hafa kallað bílana ,,Lödur"?

2/12/07 02:00

Kargur

Ég hef alltaf furðað mig á Lödu Sport-heitinu. Hvað er svona rosalega sportlegt við þær?

2/12/07 02:02

Útvarpsstjóri

Sport er sennilega stytting á "besti bíll í heimi".

2/12/07 03:00

Rattati

Það er ekkert að þessu. Flott.

2/12/07 03:01

Skreppur seiðkarl

"krossgata

Ég er alin upp á Lödu-heimili."

Lítil híbýli það.

2/12/07 04:02

Lopi

Ég átti einu sinni Lödu og átti meira að segja sjnókeðjur á hana.

2/12/07 05:01

Texi Everto

Hér er kannski komin skýringin á þessum samsöfnuði fólks á gagnvarpinu - erum við öll tengd góðum minningum af Lödum í æsku okkar?

Snabbi:
  • Fæðing hér: 25/1/07 00:05
  • Síðast á ferli: 12/10/21 14:57
  • Innlegg: 243