— GESTAPÓ —
Snabbi
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/07
Ritdómur um félagsritið “Þorskeldi eða hvað?”

Það er að vísu þekkt allegórískt stílbragð að setja eitthvað sem virkar eins og skrattinn úr sauðaleggnum í þekkt, venjulegt umhverfi eða venjulegan texta og inntakið fær meiri dýpt eða nýjar víddir opnast. Þekkt dæmi í bókmenntum eru Animal farm George Orwell og Hamskipti Franz Kafka og í myndlistinni eru það verk Salvador Dali.

Þessi texti Skrabba er að vísu ekki sambærilegur og aðeins ódýr en þó skemmtilegur brandari. Merkilegt nokk þá er textinn að svínvirka og þá ekki aðeins sem brandari, heldur eitthvað allt, allt annað og það er einmitt það sem gerist absúrd verk svo sérstök. Viðbrögðin við textanum eru í raun aðal brandarinn og hvernig þau afhjúpa einstaklinga og félagsmynstur.

Ég verð að viðurkenna að viðbrögð manna hér benda til dæmalausrar þröngsýni heimóttarskaps og einhverrar vöntunar á húmor eða allavega lítils umburðarlyndis gagnvart þeim sem falla ekki alveg í kramið í litla kauptúninu. Höfundi félagsritsins tekst einmitt að sýna þetta og tekst það listavel.

Viðbrögðin eru ofsafengin þó ég geti ekki séð að þetta félagsrit sé meiðandi fyrir nokkurn mann. Það óvænta er líka að höfundur frumtextans hefur greinilega engan húmor fyrir því að texti hans er settur í skoplegt ljós, fer út í horn og beinlýnis vælir á vorkunn! Þó sýnist mér hann hafi sjálfur gaman af því að setja aðra í það sama ljós í skrifum sínum hér.

Annað er það að hér er fullt af gáfuðu fólki og góðum húmor sem þegir þunnu hljóði. Er hér virkilega orðið það sterkt klíkusamfélag að menn þori ekki að opna munninn af ótta við það að falla í ónáð?

Ég kvaddi þennan vef fyrir nokkrum mánuðum, því hér voru komnir nýir karakterar sem voru heimaríkir mjög og sjálfumglaðir, með ritskoðunartilhneigingar. Þar fór fremstur í flokki Huxi nokkur, sjálbirgingslegur mjög og virtist eiga mikið undir sér. Hann myndi pluma sig vel í einhverjum fasistaflokknum!

Ég verð að viðurkenna að mér sýnist ástandið hér ekki hafa batnað. Ef sæmilega skynsamt fólk hér er orðið svo bælt að það þori ekki að viðra skoðanir sínar er illa komið.

Kærar þakkir fyrir afhjúpandi félagsrit.

   (2 af 5)  
4/12/07 10:01

krumpa

Æi - voðalega er ég fegin að þú sagðir þetta en ekki ég. Ég verð að viðurkenna að mér fannst þorskaritið soldið skondið (þorði sko ekki að viðurkenna það í belg við upphaflega ritið) og leit ekki á það sem árás á rit Dulu - alls ekki. Fór fremur að spá í það að sumir líta á börn eins og þorska...

4/12/07 10:01

krumpa

...en auðvitað er ljótt að stela texta annarra - skammskamm.

4/12/07 10:01

krossgata

Og hvað? Verður fólk að hafa sömu skoðun og þú til að ástand geti talist þolanlegt að þínu mati? Er það ekki bara jafnslæmt en á hinum endanum?

En þú opnaðir að minnsta kosti leið fyrir þá sem eru sömu skoðunar og þú varðandi umrætt félagsrit. Þar með bætt ástandið ögn ekki satt? Í stað þess að hlaupa burtu í fýlu og samasama þig þar með ástandinu eins og það virðist birtast þér.
[Glottir]

4/12/07 10:01

Álfelgur

Mér fannst þetta skondið en þorði ekki að segja það frekar en Krumpa... Þessvegna setti ég bara no komment skilaboð neðst í belginn. En þetta er alveg rétt hjá þér. Af hverju þorði ég ekki að segja að mér fyndist þetta fyndið? Ég hreinlega veit það ekki. En ég ætla að reyna að bæta mig og segja oftar það sem mér finnst, ég vel oft frekar þá leið að tjá mig ekki.
En mér fannst samt félagsritið hennar Dulu gott eins og hún hlýtur að vita sjálf því ég tjáði mig mikið inná því... þetta var í mínum augum engin móðgun við hana heldur bara smá grín í veröldina...æjh ég veit ekki, kannski er ég bara með lélegan húmor.

4/12/07 10:02

Upprifinn

ég verð nú bara að viðurkenna að ég fatta ekki niðurlagið í þessu riti um heimaríki sjálfumgleði og ritskoðunartilhneigingar og síst finnst mér að þær hafi aukist síðustu mánuði.

4/12/07 10:02

Skabbi skrumari

Þetta var bráðfyndið hjá Alteregóinu Skrabba... sem á fleiri þekkt Alteregó (furðulegt að þeir hafa verið fjarverandi í svipað langan tíma og þú)...

Það eykur ekki gildi skoðana að koma sífellt fram með sömu skoðun sem nýtt alteregó til að koma þeim skoðunum á framfæri... hér er engin ritskoðun... menn deila og sumar skoðanir eru vinsælli en aðrar, eins og í lífinu sjálfu...

4/12/07 10:02

Vladimir Fuckov

Þögn vor um rit Skrabba átti sjer þá einföldu skýringu að oss fannst það ekkert fyndið en jafnframt vorum vjer ekkert yfirgengilega hneykslaðir á því. M.ö.o. vjer höfðum ekki það sterkar skoðanir á því að vjer vildum eða nenntum að tjá oss um það.

Fjelagsrit Dulu fannst oss síðan mjög gott þó vjer höfum ekki tjáð oss þar, a.m.k. ekki enn.

4/12/07 10:02

Dula

Ég verð nú alveg að viðurkenna að ég hló upphátt af þessari afbökun, en mér finnst alltaf voðalega klént að taka copy/paste af annara manna skrifum án þess að hafa neitt við það að bæta nema einu orði í stað annars, stundum hefur tekist mjög skemmtilega til einsog hjá afturhaldskommatitti og fleirum þegar þeir tóku sig til og sömdu um 10 litla karaktera hver á eftir öðrum í mörgum ritum, já mér finnst það bráðskemmtilegt þegar húmorinn og léttleikinn er hafður í fyrirrúmi, en það verður alveg að segjast einsog er að Skrabbi var nú ekkert búinn að tjá sig neitt af viti hvort sem er þannig að hvernig veit fólk hvaða karakter hann hefur að geyma. Ég hló og þó aðallega fannst mér bara gaman að sjá viðbrögð vina minna og kunningja í athugasemdunum, mér þótti nú mjög vænt um að sjá hvað margir stóðu upp fyrir mína hönd, en ég er líka viss um að þó þeir hafi kannski sagt ýmislegt niðrandi um Alteregoið Skrabba sem slíkt að þá hefur það verið eingöngu útaf því hversu ódýr brandarinn var.

4/12/07 10:02

Andþór

Mér persónulega finnst drepfyndið þegar Huxi tekur sig til og rífur kjaft. Hann mætti gera meira að því. Hann er nú character alveg eins og þú og mér finnst þið báðir stórskemmtilegir.

Skrabba hefur ekki enn tekist að fá mig til að hlæja en hann virðist geta skemmt einhverjum og það er bara frábært.

Ef ég hinsvegar skrifa félagsrit sem á ekki að vera fíflagangur og einhver tekur það rit og breytir á þennan hátt þá myndi ég túlka það á þann veg að viðkomandi telji skrif mín heimskuleg og ég jafnvel heimskur.
Skrif Dulu eru góð og allrasíst heimskuleg og því skil ég ekki afhverju þetta var gert (en það gæti verið af því að mér fannst þetta ekki fyndið).

4/12/07 10:02

Isak Dinesen

Sammála Snabba og krumpu. Þessi klíkuskapur er svo næntís eitthvað.

4/12/07 10:02

Skabbi skrumari

[Bíður Isak velkominn í utanklíku klíkuna]

4/12/07 11:00

Huxi

Mér þykir þú undarlegur fýr. Þú gerir mér upp meiri áhrif heldur en ég hef og telur að hingaðkoma mín geri þér vistina hér ógærilega. Það er mér ekkert keppikefli á neinn hátt að hrekja fólk í burtu eða vera með leiðindi, leiðindanna vegna. En hins vegar þá hef ég þá bjargföstu trú að ég hefi rétt til að segja skoðun mína og þú hefur einnig þá þann rétt að vera ósammála mér. Og að þessu sögðu, þá er það skoðun mín að ef þú ert sá kjúklingur að geta ekki rökrætt við mig, eða aðra þá sem eru með aðra skoðun á mönnum og málefnum en þú, eða þú getir ekki verið hérna á Gestapó vegna þess að það eru sumir ósammála þér, þá er það spurningin hvor okkar á betur heima í fasistaflokki. Ég þori þó að taka umræðuna um hlutina við hvern sem er en fer ekki í fýlu af því að það eru einhverjir ósammála mér. Varðandi Félagsrit Skrabba þá fannst mér það ekki fyndið á neinn hátt, aðeins lákúruleg og heimskuleg aðferð til að reyna að upphefja sig á annara kostnað. Það er ekki í fyrsta sinn sem Skrabbi þessi er með heimskuleg leiðindi og því fannst mér það allt í lagi að segja skoðun mína á honum og hans verkum hér. Ef hann hefur eitthvað við það að athuga þá er honum guðvelkomið að svara fyrir sig, ekki er ég sá fasisti sem þú segir mig vera, að hann megi ekki hafa aðra skoðun á hlutunum en ég. Ef það er eitthvað fleira sem þú hefur við mig eða veru mína hér að athuga þá segðu það bara. Ekki vera feiminn, komdu bara út úr skelinni og láttu heyrast í þér. Ég fer ekkert í fýlu, en ég mun að sjálfsögðu svara fyrir mig ef mér finnst ómaklega að mér vegið.

4/12/07 11:00

Jóakim Aðalönd

Ég leyfi mér að gera athugasemdir við að þú fjallar alls ekki nógu ýtarlega um þá sem ekki tóku þátt í klíkuskapnum. Ég vil nefna til dæmis Ívar, Hóras, mig og Isak. Ég veit ekki reyndar um Ívar, en ég held að hann hafi a.m.k. haft samúð með ritara. Við hinir föttuðum brandarann...

4/12/07 11:02

Skreppur seiðkarl

Mér finnst dálítið sniðugt að sjá samt hvern þann sem stóð með Dulu í kommentum skítaritsins vera að tjá sig aftur hér með allt aðra skoðun. Svoleiðis tvískinnungur er akkúrat það sem ég þoli minnst við fólk. Að það skuli tala vel um einn við annan en svo illa af því að þirðji gerir það. Djöfulsins vitleysingar. Þá þykir mér nú meira til Huxa koma þar sem hann stendur við sitt. Ég segi það líka að þetta asnalega rusl sem kom frá þessum Skrabba hefði vel mátt taka með [ctrl+c] > [delete].

En þar sem þú segir að þú hafir farið héðan vegna þess að þú ert ræfill sem ekki getur svarað fyrir þig en komið aftur og finnist sem ástandið sé verra, afhverju heldurðu þá ekki áfram að halda þig í burtu?

4/12/07 12:01

krumpa

Elsku frændi: Ég verð að leiðrétta þig hvað Ívar varðar . Miðað við þessi ummæli - sem birtust í belg við þorskaritið virðist samúðin ekki hafa verið mikil :
Haltu þig í sandkassanum, éttu þar sandinn þinn þar og vonandi lendirðu í baneitruðum kattaskít! Þú ert sori heimsins, þú ert algert nóboddí, þú ert prentvilla í fæðingarvottorði, þú ert brundurinn sem hefði ekki einu sinni átt það skilið að lenda í lakinu, þú ert persona non grata!

4/12/07 12:02

Isak Dinesen

Hann Ívar var nú held ég bara að grínast.

4/12/07 13:00

Huxi

Hvenær grínast Ívar eiginlega? Ekki hef ég orðið var við það.

4/12/07 13:00

Jóakim Aðalönd

[Fær sér tóbak í gogginn]

Jæja krakkar. Hvað segið þið annars?

4/12/07 13:00

Upprifinn

er ekki harðbannað að grínast hér?

Snabbi:
  • Fæðing hér: 25/1/07 00:05
  • Síðast á ferli: 12/10/21 14:57
  • Innlegg: 243