— GESTAPÓ —
Ullargoði
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 6/12/08
Framavonir hagyrðings

Er það furða að ég sé í anda dapur.
Sálu mína nístir napur
nöturlegur ræfilsskapur.

Á mér liggur eins og mara alla daga,
reyna betur ljóð að laga,
læra meir í fræðum Braga.

Ærið margt í umhverfinu ergir geðið.
Sést það oft við stuðlastreðið.
Stundum hef ég illa kveðið.

Bið ég þig nú Bragi minn um brautargengi,
svo ég geti stuðlstrengi
strokið bæði vel og lengi.

Liggja víða lífs um stræti ljón og tálmar.
-Eigi munu yrkjast sálmar
eins og gerði Bólu-Hjálmar.

Vil ég fremur veraldlegar vísur bjóða,
svo verkin mín um veröld góða
verði kunn á meðal þjóða.

Á Bragavegi býsna margir bölva og detta.
-Af Ullargoða er fátt að frétta
fyrir utan kannski þetta.

Til frama geng ég fótalúinn, frekar hægur.
-Ævitíminn enn er nægur,
ég ætla mér að verða frægur.

   (1 af 2)  
6/12/08 02:01

Billi bilaði

Skemmtilegt. Takk fyrir þetta.

6/12/08 02:01

Regína

Nú ertu orðinn frægur á Baggalút. Þetta kemur allt.

6/12/08 02:02

hlewagastiR

Ákaflega fínt! Ef Bragi klikkar þá gerir Ullur þig bara frægan í staðinn.

6/12/08 02:02

Skabbi skrumari

Svo má alltaf bara detta í það... en skál fyrir góðu kvæði...

6/12/08 02:02

Bölverkur

Þetta er helvíti gott og hafðu það.

6/12/08 03:00

Flott kveðið - grand plan.

6/12/08 03:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mjög, mjög gott. Toppklassi, alveg hreint.

6/12/08 03:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

PS - Er það með vilja gert að merkja ritið sem ´Dagbók´, en ekki ´Sálmur´ ?

6/12/08 03:01

Ullargoði

Takk fyrir mig góðir hagyrðingar.
-Eingöngu er vankunnáttu minni í félagsritstörfum um að kenna að ritið var merkt "Dagbók" Ég man þetta næst.

6/12/08 04:01

Billi bilaði

Því má líka breyta.

6/12/08 17:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er reyndar eitt bezta félaxrit til þessa. Hafðu þakkir fíflið þitt....

Ullargoði:
  • Fæðing hér: 11/9/06 21:27
  • Síðast á ferli: 10/4/12 14:28
  • Innlegg: 459