— GESTAPÓ —
Ullargoði
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 4/12/08
Vísnakeppni

Rakst á þessa auglýsingu á netinu. Alveg tilvalið fyrir Gestapóa að taka þessari áskorun, og yrkja og botna, og senda í keppnina. Hér eru nefnilega fjári fínir hagyrðingar á sveimi.

Vísnakeppni í Sæluviku

Enn sem fyrr stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í Sæluviku. Fyrsta vísnakeppnin var haldin árið 1976 að frumkvæði Magnúsar Bjarnasonar kennara. Safnahúsið hefur síðustu ár staðið fyrir þessari keppni og verða úrslit kynnt í Safnahúsinu 26. apríl kl. 16:00. Á þessari síðu er m.a. hægt að sjá úrslit úr eldri vísnakeppnum.

Að venju verða veitt vegleg verðlaun fyrir besta botn og bestu vísu um ákveðið tilefni. Þau sem hyggjast taka þátt í keppninni um bestu vísuna eru beðin um að svara spurningunni: Hver er framtíð lands og þjóðar? Þá eru gefnir þrír fyrripartar og eru veitt verðlaun fyrir besta botninn:

Ég hef engri útrás sinnt
arðinn fengið rýran.

Bankakerfið hrundi í haust
heiðri glatar þjóðin.

Nú er vetur burtu úr bæ
bráðum getur sungið lóa.

Vísur og botnar skulu merktir dulnefni, en nafn höfundar fylgi með í lokuðu bréfi. Úrlausnir þurfa að hafa borist Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg, 550 Sauðárkróki í síðasta lagi föstudaginn 24. apríl. Einnig er hægt að senda úrlausnir í netfangið skjalasafn@skagafjordur.is og verður þá svo um hnúta búið að dómnefnd sjái ekki hverjir eru höfundar vísnanna. Enn sem fyrr veitir Sparisjóður Skagafjarðar verðlaun fyrir besta botn og bestu vísu.

   (2 af 2)  
4/12/08 19:02

Billi bilaði

Búinn að senda inn. (Gott að þú ert með rétt netfang, en ekki það sem var auglýst með séríslensku stöfunum.)

4/12/08 19:02

Skabbi skrumari

Djöfullinn... nú minnka vinningsmöguleikar okkar...

4/12/08 20:01

Ullargoði

Já, satt segirðu Skabbi. En við verðum að reyna.

4/12/08 20:01

Billi bilaði

Jamm, erfitt verður það. <Ber sér á brjóst>

4/12/08 20:02

Skabbi skrumari

Blankheit erfið hunds í haust
í hreyðri matast fljóðin.

4/12/08 20:02

Ullargoði

Skabbi getur skammarlaust
skáldað bestu ljóðin.

4/12/08 21:02

Skabbi skrumari

O nei... því meira sem ég yrki því meira sé ég hversu glataður ég er...

4/12/08 23:00

Billi bilaði

Þú ert greinilega með bandvitlaus gleraugu á nefinu.

5/12/08 02:00

Billi bilaði

Jæja útslit verða kynnt seinni partinn. Vinn ég ekki örugglega alla flokka? Vinsælasta stúlkan og svo leiðis?

Ullargoði:
  • Fæðing hér: 11/9/06 21:27
  • Síðast á ferli: 10/4/12 14:28
  • Innlegg: 459