— GESTAPÓ —
sphinxx
Fastagestur.
Dagbók - 3/11/05
Eilítil Jólasaga.

Ég skemmti mér við að slá þetta inn vonandi líður engum ílla við lesturinn.

Þessi jól voru líkt og flest önnur jól í Breithurzst fjöldskyldunni.

Gúnki frændi fékk gervi-nef í jólagjöf en hann hefur þá óbilandi trú, að það sé bæði gott og allra meina bót að synda með píranafiskum eins og tvisvar á ári, þess vegna gaf ég honum sílicon-eyra í fyrra. Að vísu hefði það átt betur við mann af afrískum uppruna, en ekki öskrandi glærann albínóann frænda minn, hann var samt sáttur.

Enda nagar hann ekki neitt nema þá fiskarnir.

Talandi um Gúnka frænda þá fórum við til Finnlands og týndum honum í einu vodkadrykkju og gufubaðs sessjóninu, svona hvítir menn eiga ekkert með að velta sér uppúr snjó.

En það er önnur saga...

Afi Skarpi hélt sig líka við hefðirnar og missti gervitennurnar á meðan hann brúnaði kartöflunar. 10 árið í röð! Hann kippir sér ekkert upp við þetta lengur kallinn, heldur hrærir þeim bara vel saman við. Ég er hreinlega farin að hallast að því að þær brúnuðu bragðist ekki rétt nema ílla burstaðir gómarnir lendi þarna ofaní. Og einnig erum við hætt með möndlugrautinn því við verðlaunum þann sem fær tönnina/tennurnar sem losna úr fölskunum. "Verðlaunin" eru að ná settinu úr kallinum og líma það saman aftur, en það getur verið helvíti harðara, því kallinn er ekki á því að láta þær út úr sér. (Honum finnst svo djöfull gott að smjatta og sjúga á karamellunni sem festist í þeim).

Það er ekki alveg hættulaust að halda heilög jól með ættingjum mínum því við erum víst það sem kalla má hvítt "PAKK" nýtnin og sparsemin verður sem betur fer það sem á eftir að gera útaf við þetta fólk mitt.

Í ár fengu þau þá fjarstæðukenndu og brengluðu hugmynd að sleppa borga rafmagnsreikninginn, sem er svo sem ekkert svo galin hugmynd í sjálfu sér, því þá þarf ekki að fara með einhvern óvitann uppá bráðamóttöku eftir að hann nagar í sundur einhverja rafmagnssnúruna. Nema það að einhvernveginn varð að hafa ljós, hita og já RAFMAGN á kofanum.

Nokkrir laukar ættarinnar mættu til skrafs og ráðagerðar, því í ár átti að vera alvöru skinka á borðum og hellst eitthvað drekkandi vín. En ekki dósaskinka og gambri eins og vanalega.

Kalli koppur og Diddi (dvergur) Móðurbróðir voru alveg með þetta á hreinu það skyldi sparað í rafmagn og það skyldi gert með að fara í næstu spennustöð í hverfinu sem er reyndar staðsett við húsgaflinn hjá okkur.

Þaðan átti á einhvern ótrúlegan hátt að tengja, flækja og beina rafmagni úr stöðinni í húsið.

Þegar það var áhveðið þá þurfti að finna mann til verksins, en ég íhugaði að bjóða mig fram í þetta sjálfsmorðsverkefni enda orðinn langþreyttur á lífinu og ættingjum mínum en hugsaði svo með mér að lífið hlyti að skána ef þeim fækkaði um einn.

Það varð svo úr að Diddi dvergur var settur í verkið ekki vegna neinnar ógurlegrar verkþekkingar heldur var hann sá eini sem hafði nokkurntímann komið á skrifstofu orkuveitunar án þess að vera rekinn út og bannfærður þaðan, og þar með hafði hann vinninginn. (Heppinn?)

Það þarf kannski ekkert að taka það fram að ílla hafi farið fyrir Didda móðurbróðir.

Því eftir að vera búnir að sanka að sér allskonar köplum og vírum úr ruslahaugnum hjá hringrás þá var gengið beint til verks.

Þó ég hafi ekki verið á staðnum þá náðist athæfið á myndband, já! þeir tóku verknaðinn upp á myndband með forláta VHS vídjóvél.

En það sem mátti sjá á þeim myndskeiðum var þegar þegar þeir brutu upp innganginn í spennustöðina og Diddi móðurbróðir fer inn allur vafinn köplum og vírum á höndum og fótum.

Töluverðar glæringar sáust í um 10 mínútur, og svo kom Diddi út og bað um stórar og rammgerðar vírklippur 7 mínútum seinna kom stór blossi og Diddi móðurbróðir flýgur út úr kassanum sem umlykur spennistöðina og hafnar um 5m frá honum á bakinu alveg stjarfur með hendur og fætur út í loft.

Þetta var nokkuð skondinn sjón sjá karlræfilinn svona, minnti mig á geitur sem ég sá í sjónvarpsþætti en þær stirðna upp og detta á hliðina ef þeim er brugðið.

Diddi fór uppá spítala reyndar ekki með sjúkrabíl þar sem ættingjar hans vildu ekki eiga á hættu að missa ný-aftur fengið rafmagn á húsið þ.e.a.s ef viðeigandi yfirvöld kæmust á snoðir um þessi heimsku og hemdarverk ættingja minna .

En svo fór sem fór og Diddi var steiktur í gegn. Guð geymi Smásálu hans og býst ég fastlega við að hann sé á betri stað en ég í dag.

Eða hvað?

Ég bjóst við því!

Mamma sagði mér það að þessi jól verði væntanlega þau eftirminnilegustu því þau hafi verið Hátíð Ljóss mannáts og friðar. Kallinn var svo vel steiktur að þeim þótti skömm að nýta það ekki , því hafi þau mútað útfararþjónustunni og var kistan tóm sem fór í brennsluna.

Nú sit ég hér inná kleppi, bryð 3000 mg af librium og rivotril á dag og kúka í fötu, því ekki vil ég sturta Didda frænda niður og út í sjó.

   (2 af 5)  
3/11/05 02:00

sphinxx

Skreytið þetta með kommum og punktum að vild ég er alveg lost.

3/11/05 02:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er bara býsna skemmtileg saga og það eru færri villur en þú heldur.

Skál!

3/11/05 02:00

Tina St.Sebastian

Jahá. En...hugljúft.

3/11/05 02:01

Offari

Úrvals jól.

3/11/05 02:01

Jarmi

Frábær saga!

Gleðilega hátíð (broskall).

3/11/05 02:01

Aulinn

Ég nennti ekki að lesa þetta.

3/11/05 02:02

sphinxx

Mikið er ég feginn að þú lagðir það ekki á þig.

3/11/05 02:02

Ziyi Zhang

ah NGE, úrvals smekkur.

sphinxx:
  • Fæðing hér: 14/1/05 11:31
  • Síðast á ferli: 10/2/10 00:07
  • Innlegg: 435