— GESTAPÓ —
Línbergur Leiðólfsson
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/09
Árshátíð 2010

Ókei, hæ.<br /> Og takk fyrir síðast, þið tuttuguogfjögur, eða tuttuguogfimm, sem mættuð á árshátíðina og/eða á Þarfaþingið í tengslum við hana. Þið vitið hver þið eruð. Þið hin þrjú- eða fjögurhundruð eða fimmhundruðogeitthvað (eðahvaðveitég), sem mættuð hvorki á árshátíðina né á Þarfaþingið. Þið vitið líka upp á ykkur sökina og getið bara verið landeyður og lúsablesar, rukkarar, rónar eða þaðan af verra, eða étið það sem úti frýs, eða eitthvað...

Sérstakar þakkir fá:
Villimey Kalebsdóttir og Dula fyrir almenna skipulagningu.
Þarfagreinir fyrir Þarfaþingið. Og fyrir spurningakeppni.
Núrgis fyrir veitingar á Þarfaþinginu.
B. Ewing fyrir rútukeyrsluna. Og fyrir að vera ódrukkinn að umbera okkur hin í mismiklu ölvunarástandi.

En allavegana.

Ég er nýkominn heim af árshátíð Gestapó. Þeirri þriðju í röð sem ég mæti á. Og er ég þó ekki nema þriggja ára.

En það var gaman.

Hún var haldin á sama stað og venjulega, eftir því sem ég man eftir.
Það var gaman.

Ég komst að ýmsum fjölskyldutengslum Gestapóa, sem ég vissi ekki um áður.
Það var fróðlegt.

Ég fékk verðlaun fyrir að vera hjálpfúsasti Gestapóinn.
Sem var gaman.
(Fyrir að búa til nafnspjöldin (www.barmmerki.tk) og nú verðið þið framvegis að kaupa merki af raunheimaleikaranum mínum, ef ykkur vantar svoleiðis).

Verðlaunin voru einhverskonar sósuþeytari, eða höfuðnuddari, eða eitthvað. Og viðurkenningarskjal, undirritað af Texa og Glúmi.
Það var gaman.

Nema hvað, að ég gleymdi verðlaununum mínum á einhverjum skemmtistað í höfuðborg Íslands, sem heitir Reykjavík.
Það var leiðinlegt.

En ég fékk líka verðlaun fyrir að verða í fyrsta sæti í einhverskonar spurningakeppni (Og vil þakka liðsfélögum mínum, þeim Sundlaugi, Regínu og Madam Escoffier fyrir liðsheildina).

Þau verðlaun voru flaska af s.k. Ópal. Það var gott. Flaskan tæmdist, vegna þess að við gáfum öllum, sem vildu, með okkur.
Það var gaman.

Maður á alltaf að gefa með sér.

Eftir að árshátíðinni var lokið fór ég á djammið í þessari svokölluðu miðborg Reykjavíkur með einhverjum Gestapóum. (Uppa, Garbó, Herbirni, Villimeyju Kalebsdóttur, Madam Escoffier og einhverjum fleirum. Þið hin fyrirgefið ef þið eruð einhver fleiri. Ekki það að ég muni ekki hver þið eruð, heldur hafa óvinir ríkisins byrlað mér einhverskonar eitur, sem gerir það að verkum að ég man ekki hver þið hin eruð)...
...En það var samt gaman...

...Þó að ég hafi að mestu leyti orðið viðskila við hópnn að lokum, annaðhvort af sjálfsdáðum eða ekki. Það veit ég ekki. Enda er það óvinum ríkisins að kenna ef að ég man það ekki.

En í fyrsta sinn á minni þriggja ára Gestapóævi man ég eftir allri rútuferðinni, frá þessum svokallaða Mosfellsbæ, til þessa svokallaða miðbæjar Reykjavíkur. A.m.k. synist mér ekki vera nein eyða í handritinu.
Ég veit ekki hvort mér á að finnast það gaman eða leiðinlegt.
Bara veit það ekki.

En þetta kvöld var a.m.k. ekki leiðinlegt. Reyndar bara algjör snilld, á flesta vegu. Það reyndar spillti verulega fyrir að óvinir ríkisins skuli hafa látið mig gleyma verðlaununum mínum á einhverjum stað, sem ég kann ekki að nefna.
Og þess vegna fær þetta kvöld fjórar og hálfa stjörnu af fimm, en hækkar upp í fimm, vegna þess að það er ekki hægt að gefa hálfar stjörnur í gagnrýninni hérna.

Ókeibæ.

   (3 af 9)  
1/11/09 21:00

Arne Treholt

Kærar þakkir fyrir skrúfjárnið góða sem losaði síðustu skrúfuna.

1/11/09 21:00

Lopi

Voru ekki allir í hlýjum og góðum lopapeysum á árshátíðinni. Ég held að ég hafi nefnilega verið þarna. Man það þó ekki.

1/11/09 21:00

Ísdrottningin

Takk fyrir mig, ég skemmti mér vel.

1/11/09 21:01

hlewagastiR

Var Salli í fíling?

1/11/09 21:01

Billi bilaði

Fyrsta sem ég mæti ekki á frá fæðingu, þó hef mætt á 4 þó ég sé bara fjörrára.

1/11/09 21:01

Herbjörn Hafralóns

Ég þakka fyrir mig.

1/11/09 21:01

Regína

Ég þakka fyrir mig, og viðukenni ósár að vera þessi einhverjir fleiri. Leiðinlegt að þú skildir týna höfuðdjásninu
Ég fékk viðurkenningu fyrir að vera skáldfúsasta Gestapían (sem er lítið mál, Salka, krossa, Tina og einhverjar fleiri eru allt of latar) og fékk í verðlaun viðurkenningarskjal undirritað af Glúmi og Texa, ásamt afar fallegum grænum fjaðraskreyttum penna með andarnef, á statífi. Skjalið og statívið komst heim, en ég sársakna pennans, hann er rosaflottur og mig langar að eiga svoleiðis.

1/11/09 21:01

Sannleikurinn

Mikið hefur hellst mikið af ógæfu yfir Baggalútíu undanfarin ár síðan 2003. Alveg sama hvað vjer reynum að gera síðuna góða og skapa jákvætt andrúmsloft í kringum sjálfa hljómsveitina og halda helst síðu og hljómsveit aðskildum hvort frá öðru.
Alltaf sama ógæfan aftur og aftur.

1/11/09 21:01

Hvæsi

Þetta hefur verið nokkuð magnað kvöld.
Leiðinlegt að ég hafi ekki getað slitið mig frá til að kíkja.

1/11/09 21:01

Galdrameistarinn

Farðu sjálfur í rassgat og rófu því ég er löglega afsakaður erlendis sökum blankheita.
[Strunsar út af skerinu og sprengir það í loft upp]

1/11/09 21:01

Þarfagreinir

Ég þakka kærlega fyrir heimsóknina og góða umgengni, og núrgis sérstaklega fyrir að hafa tekið að sér að bjóða veitingar á þinginu nánast algjörlega óumbeðin. Einnig þakka ég fyrir kvöldið í heild sinni og prýðisgóða skemmtun. Þið eruð öll krútt, nema Vlad.

1/11/09 22:01

Garbo

Takk fyrir mig.

1/11/09 22:02

Vladimir Fuckov

Vjer þökkum fyrir oss, þetta var gaman. Yfir 20 manns mættu sem er bara nokkuð gott. Þá gleður það oss mjög að vjer skulum eigi vera krútt en reyndar hjeldum vjer að á sjerhverju augnabliki gæti aldrei verið til meira en eitt krútt á Gestapó [Klórar sjer í höfðinu].

1/11/09 23:02

woody

Fyrirgef skólanum mínum seint fyrir kvikindisháttinn að planta tveimur lokaprófum á þennan sama dag, þeir hafa ábyggilega gert þetta viljandi skrattakollarnir...

1/11/09 23:02

Vladimir Fuckov

Óvinir ríkisins hafa augljóslega náð yfirráðum yfir skólanum yðar.

2/11/09 01:00

Ívar Sívertsen

Hefði viljað vera viðstaddur en sökum raunheimarauna varð ekkert af því. Mæti kannski næst.

2/11/09 04:00

Línbergur Leiðólfsson

Ég hlakka til að lesa þetta félagsrit í eðlilegu ástandi. En óvinir ríkisins hafa enn einu sinni byrlað mér eitur, sem gerir það að verkum að ég get ekki tjáð mig eðlilega sökum ölvunar, eða eitthvað......................................

2/11/09 05:02

núrgis

Til hamingju með veitingarnar, takk fyrir verðlaunin og afsakið að hafa verið með kvef.

Línbergur Leiðólfsson:
  • Fæðing hér: 7/11/07 18:21
  • Síðast á ferli: 26/2/14 23:57
  • Innlegg: 5190
Fræðasvið:
Gagnfræði, ölfræði
Æviágrip:
Fæddur í Litlu Ávík einhverntíma á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Hneigðist snemma til menningar og lista en hefur alla tíð verið óalandi og óferjandi.Býr núna í firði einum skammt suður af höfuðborg Íslands.