— GESTAPÓ —
Arne Treholt
Fastagestur.
Sálmur - 1/11/09
Litka

Hluti draga ađ ljóđabálki um litina. Undir býr ţó annađ og meira; saga lands og ţjóđar og framtíđasýn.

Rifinn striginn
flaksast
á brotnum ramma
á fúnum trönum
í mosavöxnu hrauninu.

Löng
hefur hún veriđ
biđin
eftir meistaranum.

Brotiđ litaspjaldiđ,
túbur og penslar,
grafiđ
í gráan mosann.

Löng hefur hún veriđ
biđin
eftir meistaranum.

Varfćrnislega
kraka ég
frá spjaldinu
og lyfti ţví
mót deyjandi birtunni.

Löng hefur hún veriđ
biđin
eftir meistaranum.

Brúnn
litur hćgđanna
maríugullsins
moldarkofanna
neftóbaksfrćđanna
afdalamennskunnar.

Löng hefur hún veriđ
biđin
eftir meistaranum.

Rauđur
litur blóđsins
rósarinnar
ástarinnar
uppreisnarinnar
kommúnismans.

Löng hefur hún veriđ
biđin
eftir meistaranum.

Blár
litur vatnsins
fjólunnar
himinsins
sáttfýsinnar
frelsisins.

Löng hefur hún veriđ
biđin
eftir meistaranum ...

   (4 af 5)  
1/11/09 03:00

Regína

Flott!

1/11/09 03:01

Arne Treholt

Takk Regína mín. Ţú ert smekkkona veit ég og ţitt stutta innlegg er mér hvatning.

1/11/09 03:01

Heimskautafroskur

Afbragđ – skál!

1/11/09 03:01

Huxi

Helvíti gott. Dálítiđ pólitískt ţó í restina.

1/11/09 05:02

núrgis

Ţá er bara ađ ná sér í nál og tvinna og spinna nýjan striga. Bleyta svo upp í litunum og halda ótrautt áfram.

Arne Treholt:
  • Fćđing hér: 16/4/07 16:25
  • Síđast á ferli: 27/11/10 13:07
  • Innlegg: 185