— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Klaus Kinski
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Pistlingur - 1/11/03
Um kosti vetursins

Veturinn er ekki svo slæmur

Veturinn er kominn dömur mínar og herrar og það er voða lítið sem þið getið gert í þvi(ef þá nokkuð). Í staðinn fyrir að kvarta og kveina um veturinn eins og margir eiga til að gera ætla ég mér að skrifa um kosti hans því það er jú alltaf gott að horfa á björtu hliðarnar. Fyrir það fyrsta er snjórinn fallegur, eða hann getur verið það að minnsta kosti. Það er eitthvað hugljúft við allan þennan hvíta lit. Svo verður allt svo rólegt, snjónum tekst einhvern veginn að dempa óhljóðin. Það er mjög notaleg tilfinning að standa úti að kvöldi til um vetur. Allt svo hljótt og notalegt. Kuldinn er ekki góður hlutur en ég kýs að líta á hann sem góða afsökun til að hanga inni í tölvunni. Einnig er betra úrval í bíó á veturna, jólin eru á veturna og ég á afmæli að vetri til. Þannig að þrátt fyrir kulda, slabb, ófærð og fleira þá er veturinn bara fínn. Svo hef ég líka miklu meiri frítíma á veturna en sumrin þar sem ég geri ekkert nema vinna á sumrin og það er alltaf gott að hafa mikinn frítíma. Eins og bandarískt tískufrík myndi segja: "Winter is the new summer!"

   (1 af 1)  
1/11/03 17:01

swami

Já, það má þó deila um það að jólin séu að vetri til, en guð hjálpi þér...eða afsaki

1/11/03 17:01

Nafni

AAAAAtttttttjjjjúúúú...

1/11/03 17:01

Skabbi skrumari

Klaus, nú er ég ánægður með þig... Salút

1/11/03 17:01

Klaus Kinski

Ég þakka.

1/11/03 17:01

Nornin

Suss... þú ættir að kynnast Tígru að eins betur... þið væruð góð saman í snjónum...
(hatar snjó, það kemur alltaf ísing á kústinn)

1/11/03 17:01

Skoffín

Gott að þú getur verið svona jákvæður Klaus minn kæri.

1/11/03 17:01

Skabbi skrumari

Svo ég endurnýti nú kvæðabálk úr gömlu félagsriti...

Vetur minn já vertu nú
velkominn
Ekki kvarta ef að þú
ert alkominn

1/11/03 17:01

Kynjólfur úr Keri

Kostir vetursins eru ekkert á við kosti vetrarins.

1/11/03 17:01

Kynjólfur úr Keri

Kostir vetursins eru ekkert á við kosti vetrarins.

1/11/03 17:02

Rasspabbi

swami mælti:

"Já, það má þó deila um það að jólin séu að vetri til, en guð hjálpi þér...eða afsaki"

Hvurslags úrvals örviti ertu? Jól voru upprunanlega hátíð til að fagna hækkandi sól.
Kemur klístruðu krakkaóféti, sem síðar bar nafnið Jesús og var Kristur, ekkert við.
Það er bara sölu brella.

1/11/03 17:02

Rasspabbi

Drottinn blessi mjöllina.

1/11/03 17:02

víólskrímsl

Í ísbúðinni er auglýsingaskilti sem á stendur "Sumar er hugarástand". Allir í stuttbrækurnar!

1/11/03 18:00

Rasspabbi

Helvítis snilld er það!

1/11/03 18:00

Frelsishetjan

Já mér leiðist hvíta draslið.
Það eina góða við þetta er að þetta er atvinnuskapandi...

Klaus Kinski:
  • Fæðing hér: 18/7/04 18:50
  • Síðast á ferli: 12/5/06 14:24
  • Innlegg: 0
Eðli:
Alltaf þéttur á kantinum.
Fræðasvið:
Færeyskir gosdrykkir og lettnesk latexnærföt.
Æviágrip:
Klaus var kvikmyndastjarna á 8. áratugnum en hrökklaðist smá saman úr bransanum og fluttist til Íslands um miðjan 9 . áratuginn þar sem hann endurholdgaðist svo. Síðan þá hefur hann verið í leit að einhverjum tilgang en enn ekki fundið hann.