— GESTAPÓ —
Kaftein Bauldal
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Pistlingur - 1/11/06
Borgarblús

Það var kominn tími til, Gestapói í 3 ár og ekkert félagsrit fyrr enn núna.

Einhverjir hugsa mér eflaust þegjandi þörfina fyrir að bæta við þau rit sem þegar eru kominn um hinn undarlega ríg sem virðist koma upp á milli landshluta. Ég persónulega tel hann vera að mestu í nösunum á þeim sem um hann tala. Enn það sem ég vil tala um og spyrja ykkur álits á tengist þessu ef til vill ekki neitt.

Ég hef ekkert á móti Reykvíkingum, nema þeim stöku vitleysingum sem álíta það heilaga skyldu sína að útlista fyrir mér neikvæðar skoðanir sínar á heimabæ mínum þegar þeir álpast norður. Enn það eru náttúrulega aðeins svörtu sauðirnir sem sem koma óorði á hina.
Eitt þykir mér þó skrýtið við Reykjavík, þó svo sennilegast sé að sökin í málinu liggji hjá mér.

Ef ég er þar lengur enn 1 og ½ dag fer að sækja að mér ,,ógleði mikil". Fyrr í haust ákvað ég að nýta frí sem mér bauðst til að bregða mér suður til Reykjavíkur. Ég var í 4 daga. Ég er mjög ölkær að eðlisfari enn að kveldi annars dags var ég orðinn ófær um þá iðju. Þá hætti ferðafélaga mínum að lítast á blikuna.
Þrátt fyrir þetta var reisan andlega þroskandi (heimsókn í Hallgrímskirkju, hugleiðingar og pælingar, tími til einveru)
Enn samt, yfir þessu öllu lá einhver gífurleg vanlíðan sem bara jókst. Ég var feginn þeirri stund þegar borgin hvarf úr baksýnisspeglinum. Ég var 2 vikur að jafna mig og hef ákveðið að fara ekki aftur nema betur undirbúinn, hvernig þó veit ég ekki.
Hvað gæti mögulega valdið því að mér er ekki vært á stað sem er mér á engan hátt fjandsamlegur og ég fer til af fúsum og frjálsum vilja?

   (2 af 2)  
1/11/06 04:01

Regína

Það er þægilegra að búa nær, þá duga dagsferðir og jafnvel kvöldferðir til að njóta einverunnar í mannhafinu.

1/11/06 04:02

Hexia de Trix

Farðu bara aðeins sunnar næst þegar þú bregður þér suður. Hafnarfjörður er miklu skemmtilegri! [Glottir við tönn]
Við eigum reyndar enga Hallgrímskirkju, en þú hlýtur að finna eitthvað við þitt hæfi. Ég mæli sérstaklega með Hellisgerði, jafnvel að vetri til.

1/11/06 06:01

krossgata

Ofnæmi kannski?

Kaftein Bauldal:
  • Fæðing hér: 10/1/04 00:37
  • Síðast á ferli: 19/10/11 08:19
  • Innlegg: 20
Eðli:
Hefur verið til sjós lengur en elstu kvígur muna.
Fræðasvið:
Framsækin vindleysingsaflgjafatækni, Ph.d gráða í málefnum Kóbalts og ökuréttindi á Fergusson dráttarvélar.
Æviágrip:
Kaftein Bauldal er fæddur í Ytri-Vindavík um miðja 20. öldina, fór ungur til náms í Konunglega Ballestarskólanum í Njarðvík en fór seinna að vinna við skipstjórn á hinni 7000 lesta trillu, Laugunni og hefur unnið þar síðan.