— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 9/12/16
Bók hinna göfugu fésa

Í dag kíkti ég hér inn eftir langan tíma. Í gamni fletti ég heimavarnaliðinu öllu. Þetta var eins og að fletta í gegnum Facebook frá 1879.

Það var gaman að vera hér á gestapó á meðan hún var vinsæl. Síðan kom facebokk og skemmdi allt. Hún reif niður torfkofana og braggana og reisti nýtísku blokkir, einbýlishús og turna. Hér eru samt nokkrir enn á sveimi...en svei mér þá mér finnst þeir virka frekar sem draugar en raunverulegar persónur. Kannski að ég láti breyta mér í draug líka. Er gaman að vera draugur hér? Kannski ágæt æfing fyrir framhaldslífið...

   (1 af 18)  
9/12/16 22:02

Grágrímur

Það er ekkert svo slæmt að vera draugur hérna, góður félagsskapur þó fámennt sé.

9/12/16 23:01

ZiM

Hér er fámennt en góðmennt.

10/12/16 01:01

Billi bilaði

Ég er mjög fámennur.

2/12/17 03:01

Huxi

Búúúú...

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.