— GESTAPÓ —
Úrsus Akureyrensis
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 1/11/02
Grjónagrautur

Þjóðlegur og jólalegur drykkur, og nánast óþekktur. Hér skal verða breyting á!

Nú er Vetur konungur mættur á svæðið og með honum koma jólin. Þetta er einmitt sá árstími þar sem grjónagrautur á Ara í Ögri á afskaplega vel við. Grjónagrauturinn er rammáfengur, hlýr og góður og tilvalinn til hressingar á næturbröltinu. Svo fylgir honum líka afskaplega fallegt ljósasjó, rétt áður en honum er rennt niður.

Verið ekki feimin, börnin mín góð! Stoppið við á Ara í Ögri við Ingólfsstræti, gangið rösklega upp að næstu afgreiðslustúlku og biðjið um grjónagraut, hátt og snjallt! Að launum fáið þér einn þann þjóðlegasta drykk sem fáanlegur er á öldurhúsum borgarinnar.

Góða helgi
Úrsus

   (4 af 6)  
Úrsus Akureyrensis:
  • Fæðing hér: 14/8/03 12:34
  • Síðast á ferli: 30/12/10 17:32
  • Innlegg: 0
Eðli:
"Ég er friðlausi fuglinn,
sem fæddist með villtri þrá,
sem elskar heiðingjans himin
og hamrafjöllin blá."
Fræðasvið:
Engilsaxneska, tungutækni
Æviágrip:
Úrsus Akureyrensis tók sér upp sitt latneska fræðiheiti þegar hann fluttist suður á land til að stunda nám við Háskóla Íslands. Þar hefur hann nú þegar lokið B.A. prófi í engilsaxnesku, og stefnir nú á meistarapróf í tungutækni.