Lesbók19.05.04 — Númi Fannsker

Fór með Enter, Myglari og Pemis að sjá kvikmyndina Van Helsing í gærkvöldi.
Hvað getur maður sagt? Að myndin hafi verið meira fyrir augað en vitsmunina? Já, vissulega er hægt að segja það. Svo má líka að segja að handritið hafi verið rusl og leikurinn hörmung - sannarlega. En að myndin hafi verið leiðinleg? Onei!

Öll skemmtilegustu skrímsli og óvættir bókmenntanna eru samankomin í einni og sömu kvikmyndinni, með öllum þeim klisjum sem slíku samansafni fylgja. Myndin var þannig skemmtileg blanda af James Bond, Indiana Jones, Alien og klassískum hryllingsmyndum fornum. Sérstaklega var skemmtilegt að fylgjast með varúlfunum sem fóru í úlfsham undir fullu tungli - sem einhverra hluta vegna var á nokkurra daga fresti - og breyttust aftur í menn í hvert skipti sem ský dró fyrir tungl, og svo aftur í úlf og koll af kolli. Einnig voru brúðir Drakúla þvílíkar þokkagyðjur að manni stæði nokk á sama þótt þær sötruðu úr manni hvern blóðdropa ef það þýddi að maður gætti eytt örfáum sekúndum í barmtroðnu fangi þeirra.
Gaman hefði hinsvegar verið að sjá fleiri skrímsli í myndinni. T.d. Jaws og Freddy Kruger.

Leikur var hin mesta hörmung sem fyrr segir og samtölin einföld og til þess eins að fylla upp í götin milli æsilegra áhættuatriða. Það breytir því ekki að myndin er prýðileg afþreying sem sprengir alla hugsanlega skala og fer svo hressilega yfir öll strik að úr verður hin sæmilegasta skemmtun.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182