— GESTAPÓ —
Allt lesið
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 12/3/08 19:51

Ef ég er staddur hér á Gestapó og ákveð að líta aðeins á forsíðu Baggalúts þá smelli ég á táknmyndina efst á síðunni sem sendir mig um hæl á forsíðuna. Þegar ég hef lokið við að lesa allt þar þá smelli ég á Gestapó linkinn á forsíðunni til að komast aftur hingað. Þá vill svo til undantekningarlaust að allir þræðir merkjast sem lesnir og ég missi af stórmerkilegum umræðum.
Kannast fleiri við þetta vandamál?

(Ég er að nota Linux og Firefox)

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 12/3/08 20:03

Ég kannast við þetta. Og þetta var verra fyrir um mánuði síðan, þá var alltaf allt lesið þegar ég kom inn.

Ég er á Vista og hef kynnst vandamálinu bæði á Firefox og IE.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 12/3/08 20:39

Þetta kannast ég við líka og það sem meira er og fer enn meira í taugarnar á mér að vera staddur á ,,Hvað er nýtt" og geta ekki merkt allt sem lesið þegar ég er búinn með það sem mér finnst áhugavert.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 12/3/08 23:17

Opnaðu Baggalútsforsíðuna í nýjum glugga, þá helst þetta ólesna inni... um sinn.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 12/3/08 23:20

Væluskjóður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/3/08 23:43

Grágrímur mælti:

Opnaðu Baggalútsforsíðuna í nýjum glugga, þá helst þetta ólesna inni... um sinn.

Öldungis rangt!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 13/3/08 00:03

Ívar Sívertsen mælti:

Grágrímur mælti:

Opnaðu Baggalútsforsíðuna í nýjum glugga, þá helst þetta ólesna inni... um sinn.

Öldungis rangt!

Jamm, virkar amk ekki í Eldref eða Logatófu eins og sumir hafa nefnt vafrann.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/3/08 00:38

Wonko the Sane mælti:

(Ég er að nota Linux og Firefox)

Ég hef einnig verið að lenda í bölvuðu veseni hér af og til. (Sjálfur er ég að nota Microlax og Demerol.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 13/3/08 01:19

Annars líður mér ákaflega vel eftir að ég fór að taka Fukitol, þá angrar mig ekkert.

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 13/3/08 02:29

Hvurslags er þetta, bara rafmagnsteip á þetta og allt svínvirkar‹Glottir eins og fífl›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/3/08 03:50

Ívar Sívertsen mælti:

Grágrímur mælti:

Opnaðu Baggalútsforsíðuna í nýjum glugga, þá helst þetta ólesna inni... um sinn.

Öldungis rangt!

Það virkar a.m.k. vel hjá mér, og hefur alltaf gert. (Aðallega hef ég þó þessa glugga í sitt hvorum flipanum.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Amelia 13/3/08 10:08

Isak Dinesen mælti:

Wonko the Sane mælti:

(Ég er að nota Linux og Firefox)

Ég hef einnig verið að lenda í bölvuðu veseni hér af og til. (Sjálfur er ég að nota Microlax og Demerol.)

‹Vorkennir Isak ógurlega og býður honum Amoxycillin líka›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 13/3/08 14:20

Ég kannast vel við þetta. Sjálfur er ég ýmist á Mac og Eldref eða PC og Eldref. Það hefur bjargað mér oft að gera "Back" þangað til ég er kominn með þræðina að nýju. Hinsvegar má ekki halda of langt áfram.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/3/08 14:29

Getur ekki eitthvað af þessu veseni stafað af því að í sumum tilvikum sje verið að skoða www.baggalutur.is/<eitthvað> en í öðrum tilvikum baggalutur.is/<eitthvað>, þ.e. í sumum tilvikum byrji URLið á www og í sumum tilvikum ekki ? Vjer höfum sjeð svona gerast hjá oss í einhverjum slíkum tilvikum og pössum því að bæta www framan á URL þar sem það vantar ef 'BaggalútsURLið' sem vjer erum að fara að 'yfirgefa' inniheldur www.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 14/3/08 20:22

Forseti vor gæti haft eitthvað til síns máls. Því linkurinn á bakvið myndina efst á Gestapó inniheldur ekki "www" á samt eftir að prófa þetta

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 15/3/08 00:18

Vel má vera að það sé einnig vandamál að myndin sú inniheldur ekki www en ég get vottað það að vandamálið varðandi 'allt lesið' er stærra en það. Ég hef undanfarið (síðan síðustu windows vista uppfærslu) átt við það vandamál að stríða að ef ég sendi innlegg á gestapó þá verður allt umsvifalaust lesið.

Ég nota AdAware, Norton Security Scan og SpyBot til að verja mig gegn köku-árásum svo varla er það það.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 21/3/08 09:53

Nú er ég að lenda í þessu sama, ég kveiki á tölvunni og steðja beina leið inn á Gestapó og það er ekkert nýtt! og ég þarf að fara einhverja bannsettar krókaleiðir til að geta fylgst með, eins og til dæmis að setja sjálf inn bjánalegt innlegg eins og þetta.

Grunnupplýsingar: Windows Vista, Firefox og avast.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 21/3/08 10:27

Er ekki málið að gera eins og ég, að loggast fyrst inn á frosíðuna, oftast eitthvað nýtt þar, og smella svo á Gestpólinkinn?

     1, 2  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: