— GESTAPÓ —
Lagfæringar á íslenskri réttritun
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 29/3/08 12:53

Sannarlega frábær umræða. Það sem ég hef í pottinn að leggja er lítið meira en einföld spurning.

Hvernig er þetta eiginlega með x?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 29/3/08 13:44

Jú, Vestfirðingar yrðu að rita lángur, ef framburðarstafsetning yrði tekin upp hér.

Þó svo að Finnum (með vissum undantekningum, eins og Kiddi hefur rakið) hafi tekist að laga sitt ritmál að framburði meir en tíðkast í flestum málum (sbr. t.d. í íslenzku, dönsku og ensku) þá tel ég ekki að slíkt fyrirkomulag myndi henta okkur Frónbúum vel. Hér höfum við búið við samræmingu stafsetningarinnar (að einhverju marki) frá 12. öld, þegar fyrsti málfræðingurinn ritaði um skipan stafanna. Mállýzkumunur hér einnig hverfandi lítill (má þar nefna örlítil frávik í framburði og nokkur orð, t.d. högni/fress). Íslenzkan er ein tunga, og ef á að skipta henni upp eftir smávægilegum núönsum framburðarins yrði það óheillaspor.

Um x [egs] vil ég það eitt segja að sárt þykir mér að Íslendingar hafi tekið upp enskan framburð þess [eks] í stað þess fagra rétta framburðar, sem líkist mér hljóðinu sem g stendur fyrir í orðinu saga. Framburðarritun á orðinu buxur ætti að vera [bugsur] en ekki [buksur], mix yrði [migs] en ekki [miks].

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 29/3/08 14:02

Það er ekki mikill munur á mállýskum í Íslenskunni og hann er því miður að hverfa. Sérstaklega er mér sárt um sunnlennska framburðarmuninn á hv og kv. Hann er að hvefa og þykir mér það miður. En ekki líst mér á finnsku aðferðina við réttritun, enda spurning hvað á að gera þegar framburður breytist í tímanns rás. Á þá að breyta réttritunarreglunum t.d. á 50 ára fresti? Birtast þá nýjar og uppfærðar réttritunarreglur í stjórnartíðindum, Íslenska 1.01, Íslenska 1.02, o.s.fr.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 29/3/08 14:20

Nei, hv-framburðurinn má ekki deyja! Mér tókst að venja mig á hann með harðri hendi, enda Sunnlenzkur að ætt. En þessi framburður var almennur fyrir um 150 árum, hvarf fyrst á Norðurlandi og síðast á Suðurlandi.

Verst er þegar menn stuðla hv á móti k, það er hvað skýrasta merkið um hnignun samtímans.

Réttritunarreglunum hefur nú verið breytt oftar en á 50 ára fresti síðustu ár, held ég . Elztu stafsetningalögin eru frá 3. áratugnum, síðan komu önnur 1939 og aftur 1974 sem var breytt 1977. Þau höfum við búið við síðan (sem er synd, því þau eru meingölluð).

En á 19. öld hófu menn þreifingar með fastskipan stafsetningarinnar, má þar nefna Rask og bókmenntafélagið, Sveinbjörn Egilsson rektor, Fjölnismenn, Halldór Kr. Friðriksson og svo síðar á öldinni kom fram það sem kallað var blaðamannastafsetning.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 29/3/08 14:22

Ég gleymi vitaskuld flámælinu, sem Birni Guðfinnssyni tókst illu heilli að útryðja að mestu. En nú er að koma fram sk. Breiðholtsflámæli, þar sem u verður ö og e að i, minnir mig. Þori þó ekki að fullyrða nokkuð um það.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/3/08 15:44

Ég ætlaði nú ekkert að skrifa þannig á þennan þráð, enda maður ófróður um þessi efni, en:

Günther Zimmermann mælti:

Jú, Vestfirðingar yrðu að rita lángur, ef framburðarstafsetning yrði tekin upp hér......
Um x [egs] vil ég það eitt segja að sárt þykir mér að Íslendingar hafi tekið upp enskan framburð þess [eks] í stað þess fagra rétta framburðar, sem líkist mér hljóðinu sem g stendur fyrir í orðinu saga. Framburðarritun á orðinu buxur ætti að vera [bugsur] en ekki [buksur], mix yrði [migs] en ekki [miks].

Væru það ekki allir aðrir sem ættu að rita lángur, en Vestfirðingar héldu langur? ‹Klórar sér í höfuðstafnum›
Svo eru Vestfirskir hlutir eins og hvar áhersla er sett í setningar:

„Ég sá ofan í hann.“
„Ég fór upp á hann.“

o.s.frv. sem erfitt er að láta koma fram í ritmáli. (Faðir minn talaði með þessum áherslum.)

Hugleiðing þín hér að ofan um eggsið finnst mér alveg frábær, og mun taka hana til greina í næstu kosningum.

Að lokum - ég veit svo til ekkert um flámælsku annað en að í „Aulabandalaginu“ eftir John Kennedy Toole (sem skrifaði einnig Neonbiflíuna), þá er móðir aðalpersónunnar (að mig minnir) látin tala alveg sérlega skemmtilega flámælsku (það ég best veit).

‹Ljómar meira upp yfir þessum þræði›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 29/3/08 18:50

Ég vil endilega fá tækifæri til að mæra Günther hér. Augljóslega maður sem veit meira en hinn meðal björn. Frábært að lesa þessa gullmola alla.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 29/3/08 18:54

Svo rétt Billi. ég fer ofaní baðið og uppá fjallið. Einnig er sykrið uppí skápnum og skúrin er niðrá eyri.

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 29/3/08 18:57

Günther Zimmermann mælti:

Um x [egs] vil ég það eitt segja að sárt þykir mér að Íslendingar hafi tekið upp enskan framburð þess [eks] í stað þess fagra rétta framburðar, sem líkist mér hljóðinu sem g stendur fyrir í orðinu saga. Framburðarritun á orðinu buxur ætti að vera [bugsur] en ekki [buksur], mix yrði [migs] en ekki [miks].

Segið þið svo að nafnið mitt sé ekki rétt ritað.... eða huxað.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/3/08 22:28

Ég sakna flámælginnar. Afi minn heitinn var eilítið flámæltur, þó hann hefði alist upp á Vesturlandi. Hann var nefnilega ættaður að austan. „Réttu mér sméreð og keteð“ hefði hann getað sagt - en þó ekki, því þessi e-hljóð hans voru meira eins og i á villigötum.

‹Starir á vegg og fer að hugsa meira um afa heitinn›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 29/3/08 23:22

væri ekki bara réttast og einfaldast að allir aðrir rituðu rétt á eftir mér.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 29/3/08 23:31

Er flámælska ekki skilgreind þannig að maður skiptir út sérhljóðum fyrir annan? Og ef svo er, er þá regla í kringum það?

Öða má maðör sköpta hverjö sem ör förir hvað söm ör?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/3/08 23:33

Nei, nú ertu kominn í sænskuna. ‹Glottir eins og fífl›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 29/3/08 23:45

Jarmi mælti:

Er flámælska ekki skilgreind þannig að maður skiptir út sérhljóðum fyrir annan? Og ef svo er, er þá regla í kringum það?

Öða má maðör sköpta hverjö sem ör förir hvað söm ör?

I verður e, u verður ö.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 30/3/08 00:25

Nágranni minn, aldraður bóndadurgur, er með eindæmum flámæltur. Fyrir hálfum þriðja áratug kom sonur hans í heimsókn með verðandi konu sína. Sonurinn vildi fá að vita hvurnig veiðarnar gengju hjá föður sínum, en kallinn veiðir bæði lax og silung í net. Faðirinn sagðist vera búinn að fá x marga laxa og x marga „selunga“, eins og hann orðar það. Þá sagði verðandi tengdadóttir hans að selungar væru nú kallaðir kópar í sinni sveit.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 30/3/08 09:00

Gaman að þessu. Ég þekkti einu sinni ágætan mann, semm hélt mikið uppá hv-framburði, nema stundum einum oft. Einu sinni spurði hann mig, hvort ég væri orðinn "hviðinn".

En má ég kannski að fara soltið á flug...

Við skylym íiminda ohkur, að Iislendingar vairu alveeg ouskriivandi þjouð. Svo myndi eidn Finni stiiga i land, með blaað oh penna í farteskiny. Hann hlysti svolttið, þehkti kannski einkkvyrra hlyyta vegna þoddn oh eeð oh svo fairi hann að skriiva þaað sem hann heirir í krinkum siih, en viitaskyld yntir auhriivum frau mouðyrmauliny siiny. Og kanski liti krootið hans ymþabiil svona uut. Ehki þyrffti hann að sitja lengi við sinar skriftir, auðuren hann gaiti saght, að mikið eer þehta vantað verk, þehta er ehkert firir öimingja nie drydlysohka. Jeh tel yhpau þaað.

Takk fyrir.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 30/3/08 09:07

Gaman að þessu. Er semsagt h borið fram sem g eins og í og á finnsku?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 30/3/08 10:29

Nei. Í rauninni finnskt og íslenskt h eru ósköp svipuð. En g í orðum eins og "og" eða"ég" hljómar meira eins og h, þó kemur meira úr kokinu. Eða er þetta vitleysa í mér? Fyrir þetta hljóð þurfti eiginlega að vera sérstakur stafur, einsog vist er í málvisindum. Eða skrifa það með x eins og er vist í spænskunni gert. Í finnskunni sjálfri er ekkert g, það er bara í tökuorðum, og borið fram þá eins og g í sænsku. En hjá mörgum verður þetta ansi líkt finnsku k-inu, sem afturámoti hljómar næstumþví eins og íslenskt "g" í orðinu "gola" ss. ekki eins hart og íslenskt k.

Timburfleytarinn mikli.
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: