— GESTAPÓ —
Eitthvað sem einhverjum dettur í hug
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 5/12/07 00:04

krossa´ er frekar fyndin,
falleg er og snjöll.
Því er sótsvört syndin,
er sækja hana tröll.

‹Sleppir tröllunum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/12/07 09:01

Umræðan varð áhugaverð
allt á stuðlatæru.
Kom þar mjólkin kóbaltgerð
með kökur lágu'á gæru.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 6/12/07 09:15

Skrumfjörð má eiga það skáld mikið er,
skarpur í hugsun og anda.
Víðsýnn og glaðlyndur, vandvirkur hér,
virkir hann kvæðana branda.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 17/12/07 17:26

Væri nú gaman af vísu´ eða kvæði,
vandlega skrifuðu á þessu svæði.
Gaman ef sniðug "or" glettin hún væri, (afsakið að ég sletti)
geðveik hún yrði ef væri hún bæði.

Frábært það yrði ef betur til tækist en til stæði!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 2/1/08 10:38

Nýtt ár er komið og kátur ég er.
Kannski mun vegna´ eitthvað betur.
Hætta að reykja ég hátíðlegt sver,
helvítis kjaftæði í mér.
Við sjáum víst bara hvað setur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/9/08 16:07

Í gagnfræðaskóla kenndi íslenskukennari mér eftirfarandi vísu:

Stjórnin hleður skatt á skatt
skattanetið þéttist.
Alltaf þyngist Matti Matt
meðan þjóðin léttist.

Það fyldi sögunni að hún hefði orðið til í heitu pottunum í Laugardalslauginni, og upphaflega hafi pottverjar verið að böglast með lokalínuna:
„meðan almenningur léttist“, en það hafi síðan einhver annað lagað það klúður.

Miðað við allar nýjustu fréttir af fjármálaráðherra Íslands, og syni Matta Matt mætti kannski nýta upprunalegu hugmyndina með því að breyta öðru:

Stjórnin hleður skatt á skatt
skattanetið þéttist.
Alltaf þyngist Árni Matt
en almenningur léttist.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fælniflóki 1/11/08 03:42

Nú er ég að prófa, ég bara varð að prófa.

Þjakaður reynir að þóknast öðrum,
þrúgaður botnar ekki neitt.
Sakaður bíður eftir böðlum,
brotinn og þykir þetta leitt.

Nefndarmaður í sendinefnd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fælniflóki 1/11/08 03:44

Og meira.

Sársauki sálar minnar mig deyfir.
Þó svalandi uppgjöf veit mér von.
Er efinn á brott og óvissu eyðir.
Endalaus streymir lygn sem don.

Þetta var talsvert erfiðara, sérstaklega síðasta línan.

Nefndarmaður í sendinefnd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fælniflóki 1/11/08 03:47

En þessi toppaði kvöldið.

Með vinsemd og virðingu til þín ég skrifa,
veit ekki hvort það skili sér þó.
Í þátíð þú varst mér eingöngu rifa,
þvílík og algjör djöfullsins hó.

Biturð?

Nefndarmaður í sendinefnd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 1/11/08 04:42

Fælniflóki mælti:

Þjakaður reynir að þóknast öðrum,
þrúgaður botnar ekki neitt.
Sakaður bíður eftir böðlum,
brotinn og þykir þetta leitt.

Þetta sleppur, nema að í þriðju línu eru báðir stuðlar í lágkveðum, sem gengur ekki. Í kvæðum skipast á hákveður og lágkveður. Hver kveða um sig er tvö atkvði (eða eftir atvikum þrjú atkvæði). Hver lína byrjar í hákveðu. Þriðju línunni mætti því lýsa svona: Sakaður (H) bíður (L) eftir (H) böðlum (L). Til að línan gangi upp bragfræðilega má endurraða orðunum, til dæmis svona: Sakaður (H) eftir (L) bíður (H) böðlum (L). Þá er annar stuðullinn í lágkveðu, en hinn í hákveðu, sem virkar bragfræðilega séð.

Fælniflóki mælti:

Sársauki sálar minnar mig deyfir.
Þó svalandi uppgjöf veit mér von.
Er efinn á brott og óvissu eyðir.
Endalaus streymir lygn sem don

Í fyrstu línu eru stuðlar í réttum kveðum, en of langt er á milli síðari stuðulsins og höfuðstafsins í annarri línunni. Ekki má vera nema ein kveða á milli śiðari stuðuls og höfuðstafs. Betra væri þá að hafa fyrstu línuna til dæmis svona: Minnar mig sársauki sálar deyfir.

Í annarri línu má segja að ofstuðlun verði til vegna 'veit mér' og 'von'.

Þriðja línan er ofstuðluð, þar sem þrjár kveður hefjast á sérhljóða.

Fjórða línan er í góðu lagi.

Fælniflóki mælti:

Með vinsemd og virðingu til þín ég skrifa,
veit ekki hvort það skili sér þó.
Í þátíð þú varst mér eingöngu rifa,
þvílík og algjör djöfullsins hó.

Aftur er of langt á milli síðari stuðuls í fyrstu línu og höfuðstafs í annarri línu. Betra væri að hafa fyrstu línuna t.d. svona: Með til þín vinsemd og virðingu skrifa,

Önnur línan er í góðu lagi.

Í þriðju línu er allt of langt milli síðari stuðuls og höfuðstafs í fjórðu línu. Betra væri að hafa þriðju línuna til dæmis svona: Í eingöngu varst þú mér þátíð rifa,

Fjórða línan er í góðu lagi, nema rétt stafsetning er víst djöfulsins.

Ég ábyrgist ekki að þessar leiðréttingar séu allar réttar, enda er ég sæmilega ölvaður - ég bind allar vonir við að fleiri muni rýna í þessi kvæði áður en yfir lýkur.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 1/11/08 11:19

Mjamm, endarímið í vísu 1 og 2 er ekki alveg upp á 10.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 1/11/08 12:07

Enda eru tad bara leidinlegu besservissakrakkakvikindin sem fa alltaf bara 10... i ollu‹Starir þegjandi út í loftið›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fælniflóki 1/11/08 20:28

Ég hafði ekki hugsað um há og lágkveður, gaman að fá athugasemd um það. Maður hefur spilað þann takt eftir eyranu.
Ofstöðlun er líklega vegna vankunnáttu í bragfræði hvað samhljóða varðar ásamt því að það hljómaði betur.
Hvað lengd milli stuðla og höfuðstafa varðar þá mun ég taka það til skoðunar, er ekki alveg að ná því.
En það að stafsetja hans hátign herra djöful vitlaust, það er náttúrulega ófyrirgefanlegt, vonandi verður það
ekki til að valda útskúfun minni úr helvíti þegar að því kemur.

Nefndarmaður í sendinefnd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 1/11/08 21:04

Fælniflóki mælti:

Ég hafði ekki hugsað um há og lágkveður, gaman að fá athugasemd um það. Maður hefur spilað þann takt eftir eyranu.
Ofstöðlun er líklega vegna vankunnáttu í bragfræði hvað samhljóða varðar ásamt því að það hljómaði betur.
Hvað lengd milli stuðla og höfuðstafa varðar þá mun ég taka það til skoðunar, er ekki alveg að ná því.
En það að stafsetja hans hátign herra djöful vitlaust, það er náttúrulega ófyrirgefanlegt, vonandi verður það
ekki til að valda útskúfun minni úr helvíti þegar að því kemur.

Ég hafði varla hugsað um
há og lágar kveður.
En lærði það hjá Skabba skrum
skála betur séður.

Hákveður eru boldaðar.
Hákveða er alltaf fyrsta kveðan. Síðan skiptast þær á.
Í hverri línu er byrjað upp á nýtt.

Höfuðstafur held ég að
hér sé fremst í línu.
Hann á alltaf einhvern stað
í unaðs kvæði mínu.

Höfuðstafur stendur alltaf fremst í annarri hverri línu. Einstaka sinnum er forskeyti þó á undan honum eins og "í" er hjá mér í seinustu línunni.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 1/11/08 21:24

Í mér brennur mikið bál.
Blekuð sit og sem við skál.
Stendur hjá mér eins og stál
Styður mig og mína sál
Andþór æði mitt og tál.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/2/09 12:51

Rit- er -stíflan orðin stór
Sting ég haus í sandinn.
Ekki fyrr en eftir bjór
í mig kemur andinn.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 7/5/11 16:35

Bandaríkjamaðurinn Robert Allen Zimmerman verður sjötugur þann 24 maí næstkomandi. Hann er betur þekktur sem ljóðskáldið, lagasmiðurinn, söngvarinn og hljóðfæraleikarinn, Bob Dylan. Ég veit um fáa texta eftir Bob Dylan, sem hafa verið þýddir á íslenzku: "Tímarnir líða og breytast".
(The times they are a- changin') ,sem hljómsveitin "Lítið eitt" flutti. Textann þýddi Hörður Zóphanísson. Sama texta þýddi skáldið Þorsteinn Valdimarsson og kallaði: "Nú byltist allt og breytist".
Jónas Árnason þýddi "Blowin´ in the wind" og kallaði: "Spurðu mig ei". Þrátt fyrir fáa íslenzkaða texta eftir Bob, hafa textar hans og tónsmíðar haft mikil áhrif á íslenzka semjendur laga og texta. Ég tók mig til og reyndi að þýða texta Bobs "Ain't me Babe". Ekki ætla ég að segja að vel hafi til tekizt, en vona að þessi tilraun mín örvi rímara og skáld Baggalútínu og jafnvel aðra að þýða Bob Dylan betur en
ég hef gert. Gaman væri að vita hvort þessi texti hefur áður verið þýddur á íslenzku. Þekkja lesendur þessarra orða
aðra texta,eftir Bob Dylan en ég taldi upp, og hafa verið þýddir á íslenzku?

It ain't me Babe.

Go 'away from my window
Leave at your own chosen speed
I'm not the one you want, bebe
I'm not one you need

You say you're lookin' for someone
Who's never weak but always strong
To protect you an' defend you
Whether you are right or wrong

Someone to open each and every door
But it ain't me, bebe
No, no, no, it ain't me, babe
It ain't me you're lookin' for, bebe

Ei er það eg, mey

Vík af vegi mínum
Veldu þér greiðari stig
Ég er varla hann sem þér hentar
hættu' að langa' í mig

Þú leitar lagsmanns sem er
laus við víl en hefur þor
sem veitir skjól og verndar þig
ver þín feil og gæfu spor

Lagsmann sem opnar allar dyr
Ei er það eg, mey
Nei, nei, nei, eigi er það eg, mey
Ekki er það eg sem þú leitar, mey

( frh.)

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 11/5/11 23:46

Go, lightly from the ledge, bebe
go lightly on the ground
I'm not the one you want, bebe
I will only let you down.

You say you're lookin' for someone
Who will promise never to part
Someone to close his eyes for you
Someone to close his heart.

Someone who will die for you an' more
But it ain't me, babe
No, no, no, it ain't me, bebe
It ain't me you're lookin' for, bebe.

Gakk léttfætt leiðar þinnar
Láttu þér fátt um mig
Ég yrði þér mæðu maki
Ég mundi svíkja þig

Þú segist leita ljúflings þess
sem lofar ævitryggð
Lítur framhjá löstum þínum
lætur ást verða' að dyggð

sem fórnar lífi fyrir þig og sál
Ei er það eg, mey.
Nei, nei, nei, eigi er það eg mey
Ekki er það eg sem þú leitar, mey.

(frh)

        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: