— GESTAPÓ —
Toppaðu nú
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 31/3/14 16:23

Honum barði' eg hart í vegg,
hægt samt blóðið spýtist.
Vantar bæði odd og egg
og annað það sem nýtist

Ráð væri að setja rauðamöl,
þá rottan særir klærnar er hún grefur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 31/3/14 17:12

Ef að finnst gat á útveggsfjöl
og ekkert sem að lúsug meindýr tefur.
Ráð væri að setja rauðamöl,
þá rottan særir klærnar er hún grefur.

Kvaddi hann þá með kurt og pí
og kom ekki þangað framar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 21/5/14 23:17

Ekki fékk hann athvörf hlý
urðu reiðir Samar
Kvaddi hann þá með kurt og pí
og kom þar ekki framar

Hvorki varstu vísindalega
né vel uppalinn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/5/14 10:24

Segja má með talsverðum trega
sem trauðla er falinn:
Hvorki varstu vísindalega
né vel uppalinn.

Meirihlutinn, má þá ætla,
makar krókinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 11/6/14 20:34

Niður auður virðist vætla,
vottar bókin.
Meirihlutinn, má þá ætla,
makar krókinn.

víst að allir eru farnir,
á ég þá að slökkva ljósin?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 12/6/14 04:32

Reyndir þú að rekja garnir?
Rann þér undan fæti dósin?
víst að allir eru farnir,
á ég þá að slökkva ljósin?

Þennan botninn þyrfti víst
að þekja hnetutoppi.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 13/6/14 16:21

Segirðu er þú úr rekkju ríst
og rassi snýrð að koppi;
Þennan botninn þyrfti víst
að þekja hnetutoppi.

Vilt í kryddið krækja þér
á kúmenökrum hans.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 14/6/14 01:08

Álegg bara ost og smér
ekki er nóg í dans.
Vilt í kryddið krækja þér
á kúmenökrum hans.

Ég því verð að játa það
að jötungrip er málið.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 17/6/14 08:34

Flókið er að festa á blað
flækjunni um álið.
Ég því verð að játa það
að jötungrip er málið.

Hundraðkalli held ég á
sem hægt er vel að nota.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 22/8/14 20:48

Ég ætla' að henda' upp hlut og gá,
hvort eg þig á' að rota.
Hundraðkalli held ég á,
sem hægt er vel að nota.

Það vill enginn þekkja mig,
þegar ég er auralaus.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/8/14 15:45

Ógnin fer á annað stig
eftir fylleríisraus.
Það vill enginn þekkja mig,
þegar ég er auralaus.

Að því hef ég aldrey spurt
því ey mér hugnast svarið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 21/9/14 21:34

Vegna hvers fór Blíða burt,
er bauðst þú henni farið.
Að því hef ég aldrey spurt
því ey mér hugnast svarið.

Oft var þá mér orða vant
andstyggð minni' að lýsa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/1/15 21:36

Enn skal taka upp í pant
eigur smárra grísa.
Oft var þá mér orða vant
andstyggð minni' að lýsa.

Vond mér sýnist versa nú
en vona enn hún skáni.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 7/1/15 16:42

Á Framsókn lýður tapar trú,
þó tappi af hans láni.
Vond mér sýnist versa nú
en vona enn hún skáni.

Fimm mínútna frægðin mín
fallin er í gleymsku og dá.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/1/15 18:25

Eitt sinn stóð ég upp með grín,
áheyrandi í krampa lá.
Fimm mínútna frægðin mín
fallin er í gleymsku og dá.

Öfgar munu aukast nú,
enn er sóknarfæri.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 10/2/15 13:36

Árásin á frækna frú,
Framsókn trúi ek særi.
Öfgar munu aukast nú
enn er sóknarfæri.

Fiskurinn er fluttur norður.
Fólkið eltir hann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/2/15 15:35

Upp skal rífa allar skorður,
ekkert þekkist bann.
Fiskurinn er fluttur norður.
Fólkið eltir hann.

Handleggsbrot í hálkunni
er heldur algengt þar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 11/2/15 22:20

Austfyrðingar álkunni
ekki hæla par.
Handleggsbrot í hálkunni
er heldur algengt þar.

Gerðu sem þeir gátu best
úr greindarvísitölu lágri.

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: