— GESTAPÓ —
Dverghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 29/10/06 15:09

Hér skulu ortar dverghendur.

Tilvitnun:

Í dverghendu eru fjórar ljóðlínur. Rímskipan er víxlrím, þannig að fyrsta og þriðja ljóðlína ríma saman annars vegar og önnur og fjórða ljóðlína hins vegar. Fyrsta og þriðja ljóðlína samanstanda af fjórum bragliðum og mynda kvenrím og önnur og fjórða braglína ríma saman og eru stýfðar og mynda því karlrím. Stuðlasetning er hefðbundin. Stuðull verður að vera í þriðja braglið fyrstu og þriðju ljóðlínu og höfuðstafur verður að vera í fyrsta braglið annarar og fjórðu ljóðlínu.

Tekið af Heimskringlu

Við þetta langar mig að bæta að önnur og fjórða braglína samanstanda af einungis tveim bragliðum, þeim síðari stýfðum eins og segir hér að ofan.

Hver vísa skal byrja á síðasta orði vísunnar á undan.

Byrjum nú:

Samviskan mig sífellt plagar,
svört og köld.
Bærilegir bjartir dagar;
biksvört kvöld.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 29/10/06 15:24

Tilvitnun:

Samviskan mig sífellt plagar,
svört og köld.
Bærilegir bjartir dagar;
biksvört kvöld.

Fallega ort og skemmtilegt bragform. Skal nú reynt:

Kvöldin löng í koti mínu
kúri ég.
Hungruð og með höfuðpínu
hryggileg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/06 20:47

Ótrúlegt hvað þessi háttur er þunglyndur... mí læk...

Legusárið lýti veldur
ligg þó enn.
kulnaður er kátur eldur
í kaf ég fenn.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 30/10/06 00:05

Mhm, niðurdrepandi. Það var og að ég skyldi byrja.

Fennir; mjöll á fjalladröngum,
fögur, mjúk.
Kalin, svefni hvílist löngum,
hverf í fjúk.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/10/06 00:17

Fjúka af mér allar syndir;
ég hef trú.
Verst að undir vitstol kyndir
villan sú.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 3/11/06 15:35

Sú er hvorki fríð né frækin
frænka mín.
Afa henti oní lækinn
uppá grín.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/11/06 16:18

Grínið hefur góða kosti
gott þá finn.
Hátt ég eitt sinn hló og brosti
hringinn minn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/11/06 19:04

Minna eiga snáðar snauðans,
snarblankheit,
í fátækt stundum fegrast, dauðans
fyrirheit.

Eigi skal taka þetta hátíðlega...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 7/11/06 16:11

Fyrirheitum fögrum dreifa
fljóðin rjóð.
Kátar ætíð kvelja' og meiða
karlaþjóð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/11/06 00:03

Fagurt er á fjöllunum
fönnin kvít,
Og truntan með tröllunum
tröllkonan Hít.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 21/12/06 06:12

Lappi er ekki að tengja hérna, ég skal bjarga því

Karlaþjóðin kyndir undir
kraft og þor
úr því kemur stríðar stundir
styrkur vor.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 30/12/06 00:51

Vorið kemur væntanlega
í vetrarlok.
Upp þá kannski tekur trega,
trú og ok.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Folinn 3/1/07 17:41

Okið gnæfir yfir löndum
eitt og sér
einkum þar sem sviðnum söndum
saman ber.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 5/1/07 21:07

"Ber er hver að baki", sagði
bróðir þinn.
Er rúbínskreyttum rýting lagði
rass þíns kinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 5/1/07 21:19

Kindug sála á sviðið labbar:
Sokkurinn.
Eftirherman ekki gabbar
okkur hin.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 5/1/07 22:44

Hinsegin með rausið ranga
reyndi skop
Texi úldin afturganga
Everts Top

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 5/1/07 23:39

Toppinn alltaf tekur Vímus
trompi með.
Heitara en heitur prímus
hans er geð.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/1/07 19:04

Geðið sveiflast sitt á hvað
frá sorg til gleði.
Drögumst við um drullusvað
að dánarbeði.

Lagfært eftir að ég tók eftir stýfingarvillum í öllum línum:

Geðið sveiflast, hefur hlaðið
hugarstríð.
Dróst ég gegnum drullusvaðið.
Dauðans bíð.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: