— GESTAPÓ —
Dverghendukeđja
» Gestapó   » Kveđist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Günther Zimmermann 28/1/08 11:26

Ţrjú og átta ţykja manni,
ţannig séđ,
Heldur fá, og heyrđu manni:
hiđ fjórđa léđ!

(Smá skens...)

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumađur Fjársjóđskammers forsetaembćttisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Regína 6/2/08 13:22

Ég ćtla ađ leyfa mér ađ hoppa yfir Günther ţví máltilfinning mín segir mér ađ hinn meinti höfuđstafur í fjórđu línu sé forliđur, og ţví ekki gildur.

Ţrjú í bendu ţykir mörgum
ţokkalegt.
Átta ţćtti ýmsum vörgum
allt of frekt.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfrćđingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Mjási 20/2/08 20:49

Frekt er á ţér frygđar glottiđ,
frillan ung.
Lútardónans lyftist skottiđ,
létt frá pung.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Günther Zimmermann 20/2/08 21:17

Regína mćlti:

Ég ćtla ađ leyfa mér ađ hoppa yfir Günther ţví máltilfinning mín segir mér ađ hinn meinti höfuđstafur í fjórđu línu sé forliđur, og ţví ekki gildur.

Ég ćtla ađ leyfa mér ađ vera ósammála drottningunni hér. Sjá t.d. Hiđ íslenzka bókmenntafjelag, getur Hiđ hér ekki boriđ stuđul eđa veriđ höfuđstafur? Laus greinir í íslenzku er hinn sjaldgćfasti og er ćtíđ notađur til hátíđarbrigđa, til sérstakrar áherzlu.

Nema einhver bragfrćđireglanna sem ég ekki kann banni ađ eins atkvćđa orđ séu höfuđstafir, ţá verđ ég ađ éta parukkiđ.

Ég ţarf náttúrulega ekki ađ taka ţađ fram, ađ skensinn fólst í ţví ađ hafa fjögur atkvćđi í fjórđa vísuorđi, enda var ţađ efni ţess vísuorđs.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumađur Fjársjóđskammers forsetaembćttisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Günther Zimmermann 20/2/08 21:21

Punginn unga'í piltadrósin
potađi.
Hvarma- viđ ţađ rauđa -rósin
rođnađi.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumađur Fjársjóđskammers forsetaembćttisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Regína 21/2/08 10:14

Günther Zimmermann mćlti:

Regína mćlti:

Ég ćtla ađ leyfa mér ađ hoppa yfir Günther ţví máltilfinning mín segir mér ađ hinn meinti höfuđstafur í fjórđu línu sé forliđur, og ţví ekki gildur.

Ég ćtla ađ leyfa mér ađ vera ósammála drottningunni hér. Sjá t.d. Hiđ íslenzka bókmenntafjelag, getur Hiđ hér ekki boriđ stuđul eđa veriđ höfuđstafur? Laus greinir í íslenzku er hinn sjaldgćfasti og er ćtíđ notađur til hátíđarbrigđa, til sérstakrar áherzlu.

Nema einhver bragfrćđireglanna sem ég ekki kann banni ađ eins atkvćđa orđ séu höfuđstafir, ţá verđ ég ađ éta parukkiđ.

Ég ţarf náttúrulega ekki ađ taka ţađ fram, ađ skensinn fólst í ţví ađ hafa fjögur atkvćđi í fjórđa vísuorđi, enda var ţađ efni ţess vísuorđs.

Höfuđstafur verđur alltaf ađ vera í áhersluatkvćđi. Ţađ er ekki áhersla á orđinu „hiđ“ í fjórđu línu hjá ţér, ţess vegna minntist ég á máltilfinningu. Ef stuđlarnir í ţriđju línu hefđu veriđ „f“ hefđi skensiđ gengiđ upp.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfrćđingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 21/2/08 22:25

Sammála Regínu...

Rođna ennţá rauđir karfar
rísa upp.
Kjafti í svo skutla skarfar
skarlatshupp.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Loki 4/3/08 14:38

Hupplegur ég oftast er
viđ annađ fólk.
Gef ţví jafnvel graut og smér
og geitamólk..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Billi bilađi 5/3/08 03:15

Geitamjólkin góđan feta
gefur oss.
Virđast ađeins Grikkir geta
gert ţađ hnoss.

Sérlegt hirđkrútt og gćludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíđ ég ţess ađ vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Útvarpsstjóri 5/3/08 23:38

Hnossiđ mitt er meyjan fríđ
og myndarleg.
Yndisleg og undurblíđ
en ansi treg.

Fjósamađur Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiđlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Loki 6/3/08 11:16

Tregđuglega tekst mér samt
ađ tćl'ana.
Ţétt- , ég finn ađ frá, -og jafnt,
ég fćl'ana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Billi bilađi 6/3/08 11:29

Fćl‘ana ég víst ei vil
og verđ ţví sár.
Hćla undir horf‘og il
ţar hellast tár.

Sérlegt hirđkrútt og gćludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíđ ég ţess ađ vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Regína 20/3/08 20:20

Táriđ svala, hreina, heiđa
huggar ţá
öxl sem nćrri eiga breiđa,
eđa ţrá.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfrćđingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Loki 30/3/08 21:45

Ţráast viđ ađ ţýđast mig
sú ţrýstna snót.
Enda má hún eiga sig,
hún er svo ljót.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Regína 4/9/08 23:04

Ljótt er fés á fúlum karli.
Finnst mér oft
hann ef bćtti hollu snarli
hyrfi loft.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfrćđingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
blóđugt 12/9/08 08:48

Lofta um svo lyftir faldi
- lyktar vel!
Aftanstćđur krćsinn kaldi
- kannski él...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóđugt, ór brjósti skorit balldriđa saxi slíđrbeitu syni ţjóđans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 12/9/08 08:55

Éljagangur herđir haus
í heimssögum.
Aftur Kári er víst laus
úr álögum.

Á víst betur viđ seinna í haust

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Loki 13/9/08 22:58

Álög forđum á mig lagđi
öldruđ norn:
"Fćrni seint ţú fćrđ" -hún sagđi-
"franskt á horn".

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Kveđist á   » Hvađ er nýtt?
Innskráning:
Viđurnefni:
Ađgangsorđ: