Ort er hérna alskins þvaður
illa mjög.
Líkast því sem lama maður
leiki'á sög.
Sögu vil ég segja þér,
Sigga mín:
meiriháttar mella er
móðir þín.
Þín er ekki þykkjuleg
þeigi ljót,
móðir þín svo móðurleg
mylur grjót.
Gróti og urð í gamlan skurð
á gröfu ók;
sturtaði' í en enginn því
samt eftir tók.
(Þetta er skáhend dvergenda)
Tók ég eftir tuði þínu
talsvert oft.
Er það hérna allt í fínu
iðraloft.
Tók ég eftir tuði í þér
talsvert oft.
Er það hérna allt í mér
iðraloft.
Iðraloftsins iðrast nú
ýmis gaur
þegar hans er flúin frú
að forðast saur.
Saurmengun í soðnu vatni
sjaldan er.
Þess vegna ég þríf af natni
þetta ker.
Kerið boðnar býður mörgum
brjálað stuð,
þó að sumum öðrum örgum
ógni puð.
Puðað hef ég ævi alla.
Orkan þraut.
Klósett þreif og karmars dalla.
Kross ég hlaut.
Hlaut að vera að hurðin skelltist
hart á rass,
og úr fötu oná helltist
óþekkt skass.
Skassið grét er skelltist hurðin,
skelfing var
það úr lagi, líkt og urðin
læki þar.
Afsakið leirhnoðið
Þar sem enginn þekkir manninn
þykir bezt
að hann nýjan reisi ranninn,
raun þá sezt.
Seztu nú, hinn signi fiskur
soðinn er.
Hérna er flot og fullur diskur.
Fáðu þér.
Þér er óhætt þig að hemja
þegar ég
ætla þig með knúsi að kremja
og kanna leg.
Leghafann sem heitir Hanna
hann ég sá.
Taldi ég hann sætan svanna,
Sei sei já.
Já er orð sem allir þekkja
og ávallt skal
hlusta eftir ef að rekkja
í kemst tal.