— GESTAPÓ —
Dverghendukeđja
» Gestapó   » Kveđist á
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
blóđugt 29/10/06 15:09

Hér skulu ortar dverghendur.

Tilvitnun:

Í dverghendu eru fjórar ljóđlínur. Rímskipan er víxlrím, ţannig ađ fyrsta og ţriđja ljóđlína ríma saman annars vegar og önnur og fjórđa ljóđlína hins vegar. Fyrsta og ţriđja ljóđlína samanstanda af fjórum bragliđum og mynda kvenrím og önnur og fjórđa braglína ríma saman og eru stýfđar og mynda ţví karlrím. Stuđlasetning er hefđbundin. Stuđull verđur ađ vera í ţriđja bragliđ fyrstu og ţriđju ljóđlínu og höfuđstafur verđur ađ vera í fyrsta bragliđ annarar og fjórđu ljóđlínu.

Tekiđ af Heimskringlu

Viđ ţetta langar mig ađ bćta ađ önnur og fjórđa braglína samanstanda af einungis tveim bragliđum, ţeim síđari stýfđum eins og segir hér ađ ofan.

Hver vísa skal byrja á síđasta orđi vísunnar á undan.

Byrjum nú:

Samviskan mig sífellt plagar,
svört og köld.
Bćrilegir bjartir dagar;
biksvört kvöld.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóđugt, ór brjósti skorit balldriđa saxi slíđrbeitu syni ţjóđans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Dalalćđa 29/10/06 15:24

Tilvitnun:

Samviskan mig sífellt plagar,
svört og köld.
Bćrilegir bjartir dagar;
biksvört kvöld.

Fallega ort og skemmtilegt bragform. Skal nú reynt:

Kvöldin löng í koti mínu
kúri ég.
Hungruđ og međ höfuđpínu
hryggileg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/06 20:47

Ótrúlegt hvađ ţessi háttur er ţunglyndur... mí lćk...

Legusáriđ lýti veldur
ligg ţó enn.
kulnađur er kátur eldur
í kaf ég fenn.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
blóđugt 30/10/06 00:05

Mhm, niđurdrepandi. Ţađ var og ađ ég skyldi byrja.

Fennir; mjöll á fjalladröngum,
fögur, mjúk.
Kalin, svefni hvílist löngum,
hverf í fjúk.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóđugt, ór brjósti skorit balldriđa saxi slíđrbeitu syni ţjóđans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Ţarfagreinir 30/10/06 00:17

Fjúka af mér allar syndir;
ég hef trú.
Verst ađ undir vitstol kyndir
villan sú.

Greifinn af Ţarfaţingi • Fullur símamálaráđherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipađur últraséntilmađur og öđlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Stelpiđ 3/11/06 15:35

Sú er hvorki fríđ né frćkin
frćnka mín.
Afa henti oní lćkinn
uppá grín.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Billi bilađi 3/11/06 16:18

Gríniđ hefur góđa kosti
gott ţá finn.
Hátt ég eitt sinn hló og brosti
hringinn minn.

Sérlegt hirđkrútt og gćludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíđ ég ţess ađ vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Skabbi skrumari 3/11/06 19:04

Minna eiga snáđar snauđans,
snarblankheit,
í fátćkt stundum fegrast, dauđans
fyrirheit.

Eigi skal taka ţetta hátíđlega...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
mubli 7/11/06 16:11

Fyrirheitum fögrum dreifa
fljóđin rjóđ.
Kátar ćtíđ kvelja' og meiđa
karlaţjóđ.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
lappi 12/11/06 00:03

Fagurt er á fjöllunum
fönnin kvít,
Og truntan međ tröllunum
tröllkonan Hít.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
hvurslags 21/12/06 06:12

Lappi er ekki ađ tengja hérna, ég skal bjarga ţví

Karlaţjóđin kyndir undir
kraft og ţor
úr ţví kemur stríđar stundir
styrkur vor.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
The Shrike 30/12/06 00:51

Voriđ kemur vćntanlega
í vetrarlok.
Upp ţá kannski tekur trega,
trú og ok.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Rauđi Folinn 3/1/07 17:41

Okiđ gnćfir yfir löndum
eitt og sér
einkum ţar sem sviđnum söndum
saman ber.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
drullusokkur 5/1/07 21:07

"Ber er hver ađ baki", sagđi
bróđir ţinn.
Er rúbínskreyttum rýting lagđi
rass ţíns kinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Texi Everto 5/1/07 21:19

Kindug sála á sviđiđ labbar:
Sokkurinn.
Eftirherman ekki gabbar
okkur hin.

• Ţetta innlegg á sér ekki endilega stođ í Gestapóleikanum • Söngmađur sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaraliđ • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiđill Geitarinnar • Matćtan frá Mývatni
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
drullusokkur 5/1/07 22:44

Hinsegin međ rausiđ ranga
reyndi skop
Texi úldin afturganga
Everts Top

 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Vímus 5/1/07 23:39

Toppinn alltaf tekur Vímus
trompi međ.
Heitara en heitur prímus
hans er geđ.

Ég er ekki díler. Ég er lćknir, lyfjafrćđingur, lyfsali og fjölfíkill! • Ţar ađ auki er ég skipađur Efnavopnaráđherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilabođ Senda póst
Billi bilađi 14/1/07 19:04

Geđiđ sveiflast sitt á hvađ
frá sorg til gleđi.
Drögumst viđ um drullusvađ
ađ dánarbeđi.

Lagfćrt eftir ađ ég tók eftir stýfingarvillum í öllum línum:

Geđiđ sveiflast, hefur hlađiđ
hugarstríđ.
Dróst ég gegnum drullusvađiđ.
Dauđans bíđ.

Sérlegt hirđkrútt og gćludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíđ ég ţess ađ vagninn komi
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Kveđist á   » Hvađ er nýtt?
Innskráning:
Viđurnefni:
Ađgangsorđ: