— GESTAPÓ —
SAMHENDUÞRÁÐUR
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 15, 16, 17  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/10/06 13:33

Er ekki kominn tími til að gera samhendunni svolítið hátt undir höfði? Þetta er skemmtilegur bragarháttur og þjáll. Öll vísuorð verða að ríma saman og allar línur eru 4 bragliðir, sá fjórði stífður. Stuðlasetning er hefðbundin.
Vilji menn, karlar og konur, kynna sér samhenduna betur bendi ég á að lesa Odds rímur sterka eftir Örn Arnarson þar sem hann leikur sér listilega með þennan bragarhátt. Rímurnar eru allar samhendar og flestar vísurnar, ef ekki allar, hinghendar og að auki sumar enn dýrar kveðnar.
Ég ætla að ríða á vaðið með eina hringhenda samhendu:

Mikil lengja af mönnum var,
margir hengu karlar þar:
Sómadrengir, dávaldar
og drulluþvengjaháleistar.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/10/06 14:31

Leistur mínar myglaðar,
mæða, pínu sviti þar,
í koju vínið hér og hvar
held ég týnist inn á bar.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/10/06 14:57

Barir eru þarfaþing
þeirra lofgjörð ég nú syng.
Alkóhólið allt í kring
eykur hjá mér þorstasting.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/10/06 18:22

Stakk inn lók í stóra kók.
Stinnann skók og hraðann jók.
Glápti í bók uns gekk í mók.
Girti brók og fékk mér smók.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 21/10/06 14:32

Í smóking jakka, sminkuð vel,
smurt er hárið, mikið gel.
Uglan sú er, að ég tel,
ættuð beint neðan úr hel.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/06 21:41

Helvítið er hlýtt og fínt,
hef ég krækiber þar týnt,
það er beyglað kramið klínt,
kvalið er og nokkuð pínt.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 21/10/06 22:09

Pínt er hjartað, horfið líf,
höndin blá og orðin stíf.
Skorið beint í brjóst með hníf,
bitur drap ég þetta víf.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/10/06 16:52

Vífilsfell er flott en grátt,
úr fjarska verður himinblátt,
liggur ekki lágt né hátt,
lýsir af um vetrarnátt.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 26/10/06 00:00

Vetrarnóttin geymir gull,
gullkistu sem virðist full.
Fullmikið af djöfuls drull,
drullumall og þesslags sull.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 30/10/06 23:38

Sulla má í sénever,
sérstaklega ef enginn sér.
Aldrei sést ég synda ber,
sundskýlan hún hlífir mér.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 2/11/06 13:33

Mér um hug og hjarta nú
heilsustórspillandi trú
læðist, nefnilega sú
að lífið sé allt útúr kú.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 7/11/06 23:28

Kúabóndi konu reið,
konu þá í píku sveið.
Fyrir þetta fauskur leið,
fékk ei meir að renn' á skeið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/06 10:17

Skeiðin núna skefur disk,
skrítinn át ég stöppufisk,
treð í pípu tóbaksvisk,
trítla burtu, hvert þá - gisk.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 9/11/06 10:25

Giska þú nú, gettu hver,
gægist inn í desember,
gerir feikna grín að þér,
grætir þig og burtu fer.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/11/06 12:53

Fer þar sveinninn santaklás
svínið frá þér stelur krás,
syngur fíflið, heimskur hás,
helvískur er laus í rás.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 11/11/06 16:03

Rásum út á árshátíð,
æfum ljóð og sönglög blíð,
Eftir fáu öðru bíð,
en að heilsa póa líð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 21/11/06 23:37

Líður tíminn heldur hratt.
Hraustur maður flatur datt
húsþakið var bísna bratt
bæbæ, þett'er satt.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/12/06 11:03

Satt um alla segja má
sérstaklega alla þá
sem Gestapóa sæði sá
sannleikann ég trúi á.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
     1, 2, 3 ... 15, 16, 17  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: