— GESTAPÓ —
LEIKHÚS BILLA BILAÐA
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 31, 32, 33, 34  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:43

‹Skjaldsveinar þjóta þá til og opna tjöldin tvö.›
‹Það fellur dauðaþögn á allan söfnuðinn er út stíga full skrýddir kappar - annar með gulan kúrekahatt, en hinn með ör í haus.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:45

‹Kapparnir taka upp skildi sýna, draga sverð úr slíðrum, og krjúpa í átt að heiðursstúkunni.›
‹Þeir slá síðan sverðunum í skildina og standa skjótt á fætur og snúa sér hvor að öðrum.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:46

‹Í góða stund stara kapparnir í augu hvors annars - þó er augljóst að sá smjerguli á í nokkrum erfiðleikum með það, þar sem augu hins ísbláa virðast vera út um allt og aldrey kyrr.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:47

‹Kapparnir ganga síðan að hestum sínum og stíga á bak með aðstoð skjaldsveinanna.›
‹Þeim eru síðan réttar lensur - langar mjög, og með glóandi odda.›
‹Þeir lyfta lensunum hátt á loft og finna í þeim jafnvægið.›
‹Þeir hagræða sér svo á hestunum með skildi og lensur og stýra hestunum, hvor að sýnum enda grindverksins.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:49

‹Sveitatónlistin fer aftur í gang, enn háværari en áður, og í stúkunni færist ein pappalöggan framar og virðist lyfta hendi, sem heldur á klút.›
‹Hestarnir frýsa hátt, og krafsa í völlinn, og er sem eldur brenni úr augum þeirra.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:50

‹Í stúkunni sleppir ritstjórnarpappalögguhendin klútnum (og Bakaradrengurinn sést skjótast úr stúkunni).›
‹Riddararnir knýja fákana með glampandi sporum og hestarnir þjóta af stað, hvor á móti hinum.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:52

‹Á áhorfendur slær dauðaþögn og þeir horfa allir í lotningu á riddarana þjóta eftir vellinum og munda lensurnar þannig að þær benda beint á skildi andstæðingsins.›
‹Rétt áður en fákarnir mætast skella lensurnar á skjöldunum og knaparnir þeytast af hestunum, og skella með þungum dynk á jörðina.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:53

‹Knaparnir þeyta frá sér skjöldunum og lensubrotunum og spretta á fætur.›
‹Girðingin er á milli þeirra, þannig að í stað þess að draga upp sverð, þá dregur sá smjerguli upp sjöhleypu, en sá ísblái upp boga.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:54

‹Þegar sá ísblái reynir að draga örina úr höfðinu, skýtur sá smjerguli af sjöhleypunni þannig að örfarendinn hægra megin hrekkur af.›
‹Sá ísblái ætlar þá að grípa um hinn endann, og draga út, en næsta skot þess smjergula skýtur þá oddinn af örinni, og svo nákvæm eru skotin að ekki má sjá misfellu á milli höfuðleðurs þess ísbláa, og örvarskaftsins þar sem það liggur í kúpunni.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:55

‹Við það að návígisvopn þess ísbláa er þannig gert, í raun, óvirkt, rekur hann upp stríðsöskur, mundar bogann tveim höndum, stekkur yfir girðinguna og ætlar sér greinilega að kyrkja hinn smjergula kappa með bogastrengnum.›
‹Sá smjerguli lætur sér hins vegar hvergi bregða og skýtur tveimur skotum til viðbótar þannig að bæði hrekkur í sundur bogastrengurinn, sem og boginn sjálfur, og er þá gersamlega ónýtur.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:57

‹Við þetta fellur þeim ísbláa riddara allur ketill í eld, og hann fellur að fótum þess smjergula, dregur fram sverð sitt og leggur það við fætur sigurvegarans.›
‹Sá smjerguli ljómar upp og skýtur þremur síðustu skotunum upp í loftið.›
‹Frá stúkunni heyrist ein samfelld aðdáunarstuna, og síðan brjótast út gífurleg fagnaðarlæti.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 11:58

‹Hinn smjerguli riddari kastar af sér hinum óþægilegu herklæðum, stígur síðan upp á fák sinn og ríður sönglandi út í blóðrautt sólarlagið.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/09 12:00

‹Tjaldið fellur.›
‹Ljós í sal kvikna.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 13/6/09 14:48

‹Klappar ákaft›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 14/6/09 18:16

‹Finnst söguþráðurinn með ólíkindum.›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 18/3/10 00:46

TILRAUNALEIKHÚSIÐ KYNNIR:

Ofbökuð vandræði.

Spuni í óræðum þáttum.

Þú rankar við þér og opnar augun.
Sérð ekki neitt!
Þú klípur þig í handarbakið og kemst að því að þú ert lifandi.
Þér er kalt, og þú virðist liggja á röku, grófu moldargólfi.

Hvað gerir þú?

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gizur Sigurz 18/3/10 00:59

‹slekkur ljósin›
Ég skemmi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 18/3/10 09:24

‹Gizur fikrar sig um í myrkrinu og leitar ljósa til að skemma, en finnur engin›
‹Það skemmir í honum skapið›

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
        1, 2, 3 ... 31, 32, 33, 34  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: