— GESTAPÓ —
Klifað
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/10/06 16:19

Ég rakst á ansi skemmtilegt kvæði á rimur.is sem heitir klifuð stafhenda... mér þykir þetta vera lostæti fyrir kvæðakeðju... Yrkja skal Stafhendu, þar sem næsta lína á eftir byrjar á síðasta orði línunnar á undan...

heimskringla.net mælti:

Í stafhendu eru allar fjórar ljóðlínur, sem samanstanda af fjórum bragliðum, stýfðar og rímið er runhendurím þannig að fyrsta og önnur ljóðlína annars vegar og þriðja og fjórða ljóðlína hins vegar ríma saman. Stuðlasetning er hefðbundin. Stuðull verður að vera í þriðja braglið fyrstu og þriðju ljóðlínu og höfuðstafur verður að vera í fyrsta braglið annarar og fjórðu ljóðlínu.

Kæru / gestir / gangið / inn,
gleymið / ykkur / nú um / sinn.
Gestur / minn er / mannkyn / hér,
miða/salan / hafin / er.

Þórarinn Eldjárn

Stafhenda, sem er tiltölulega auðveld bragþraut, ætti ekki að vefjast fyrir mönnum.

Stafhenda er á engann hátt frábrugðin gagaraljóðum og samhendu hvað skipan bragliða varðar. Það mætti reyndar líta á þessa hætti sem þrjú mismunandi rímafbrigði við sama rímnahátt.

rimur.is mælti:

11. STAFHENDA

Stafhenda er einn af elztu rímnaháttum, vafalítið frá 14. öld. Fyrir kom, að ljóðlínurnar væru óstýfðar og þó stundum aðeins í öðrum helmingi, en stýfðar í hinum.

Gömul afbrigði eru framhent og frumstiklað. Á 16. og 17. öld var hátturinn oft skárímaður, en það hef ég ekki séð á yngri rímum. Stafhenda mishend er líklega frá 17. öld, og held ég, að Guðmundur Bergþórsson sé höfundurinn. Þetta var algengasta tilbrigðið síðan, og eru margar rímur með þeim hætti.

Árni Böðvarsson orti klifaða stafhendu og í Tíðavísum séra Jóns Hjaltalíns er sá háttur einnig.

Hér er dæmi af rimur.is:

Vann ég ást, þess minnast ,
ist varla ljómi ;
ég snót, og vona völd
völdu þig hið sama kvöld.

Við höfum það hefðbundið... byrja næstu vísu á síðasta orði síðustu vísu...

Kvöldsins húmið, eigi enn,
ennþá sól á himni brenn,
brennur þráin lagast lund,
lund'á fjörðum tekur sund.

Breytt smá... ekki lofar það góðu að vera með stuðlavillu í fyrsta innleggi.. hehe...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/10/06 22:13

(Þetta er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera.)

Freud var mikill gleðigaur.
Gaurinn ekki -blankur staur-
Stauraður var aulinn oft.
Oft þá leysti garnaloft.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/10/06 22:19

Loftið, jörðin, himnesk hrein,
hreindýr fjöll um ganga bein,
beinin gröfum undir ál,
álverið er fjandans bál.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/10/06 22:31

Loft er hér oft Þunnt og þurrt
þurr er andardráttur
Oft er hér loft blásið burt
burtu fer ég sáttur.

Sáttur fer ég burtu burt
blásið hér loft er oft
Andardráttur þurr er þurrt
þunnt og hér oft er loft.

Loft er hér oft Þunnt og þurrt
þurr er andardráttur
Oft er hér loft blásið burt
burtu fer og er ei kjurrt.

Of seinn. En eru þessi tilbrigði rétt?


[Mér skilst að allar línurnar eigi að vera þrír tvíliðir og stúfur, auk þess að fyrstu tvær ríma saman og seinni tvær ríma saman, þannig að þessar væru ekki gildar... Skabbi]

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/10/06 00:11

Bálið logar fuðrar funi
funinn tendrar elda bruni.
Bruninn svíður glóðinn glæðir
glæðir brennur hér um æðir.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 10/10/06 11:08

Æðir fram á blauta brún,
brúnaþung er ætíð hún.
Húnvetnsk gen í brjósti ber,
berbrjósta í sundlaug fer.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/10/06 11:32

Ferlegt ástand níðir nú
nútíminn hér snýst um trú
Trúin kann að flytja fjöll
fjöllin okkar geyma tröll.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/10/06 12:05

Tröllaukin er sagan sú,
súr og ekki heil er brú,
brún og loðin kræf sem kind,
kindarleg var beljan Lind.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/10/06 13:07

Lindin rennur fjalli frá
frábært er jú það að sjá
Sjálfsagt hægt að virkja vá
váin ber að dyrum þá.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/10/06 15:20

Þátíðin er fúl sem for,
fortíðin er eins og hor,
hortíðin mun nálgast nú
nútíðin er full af trú.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/10/06 15:36

Trúr er minni fögru frú
frú mín hugsar vel um bú
Búr er fullt af nasli nú
nú hún slátrar feitri kú.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/10/06 15:56

Kúasmalar öskra á,
ánar jafnt sem nautin fá,
fábreytt eru stígvél stór,
stórkostleg í þykkum flór.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/10/06 16:56

Flórin mokar fjósamaður (Þarftu vinur ekki að laga þessa línu? með vinsemd Hlebbi.)
maður sá er ætíð glaður.
Glaður mokar hauginn hraður
hraður bóndi nafntogaður.

[þetta er ekki Stafhenda... hoppa þarf yfir elskulegan Útvarpsstjórann... Skabbi]

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 13/10/06 11:32

Flóru okkar sökkt í sæ
særa landið drekkja bæ
Bæðum við um fífl og flón
flónin okkar byggðu lón.

Bölvuð flónska en læt samt vaða

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/06 12:50

Lónið vex og jafnast jörð,
jörð fer undir vatnamörð,
mörður gleypir fagra fold,
foldin hverfur, engin mold.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/10/06 20:08

Moldin nærir blómin blíð.
Blíðan tekur við af hríð.
Hríðarbyljir fela fold.
Foldin þakin er af mold.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 14/10/06 15:33

Moldarflag við mykjuhús
Húsvíkingur einn með lús
Lúsast áfram leiður hér
Hér leynist eitt álver

[Til að klifa nett, verður að stuðla rétt... Skabbi]

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/06 12:10

Moldarkofinn hýr og hlýr,
hlýrarbolur út nú snýr,
snýrðu nú í austur átt,
átta glös ég fékk í sátt.

To live outside the law, you must be honest.
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: