— GESTAPÓ —
Innflytjendahliðið
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3 ... 172, 173, 174  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 9/10/06 02:06

Nýliðum er hér með gert skylt af mér, hæstvirtum Don De Vito, hliðverði Innflytjendahliðsins og stríðsmangara Baggalútíska heimsveldisins, að koma hér í gegn áður en haldið er inní Baggalútíska heimsveldið. Hér verður ákveðið með stimpli hvort að nýliði sá er gengur inn um hliðið sé æskilegur fyrir Baggalútískt samfélag. Farið er eftir fyrirfram ákveðnum stöðlum sem kynntir eru hér að neðan.

Inntökuskilyrði fyrir nýbúa og innflytjendur í Baggalútíu:

1. Nýbúi þarf að kunna að skrifa og koma frá sér heilli setningu án þess að þar komi við sögu teljandi stafsetninga- og/eða málfræðivillur.
2. Nýbúi má ekki vera þroskaheftur, vangefinn eða félagslega óhæfur nema mér finnist hann fyndinn eða áhugaverður og hann standist skilyrði númer 1.
3. Nýbúi verður að bera virðingu fyrir sér eldri Gestapóum (nema þeir standist ekki skilyrði 1 og 2, en þá eru þeir væntanlega ekki mjög gamlir).
4. Nýbúi skal kunna að meta kóbalt, ákavíti, blút og síðast en ekki síst Hexíukakó.
5. Nýbúi verður að skilja að ef hann er án myndar er hann réttindalaus gagnvart eldri Gestapóum og þeir mega koma fram við hann eins og þeim sýnist.
6. Nýbúar skulu bera ómælda virðingu fyrir ritstjórn og elska hana af öllu sínu hjarta.
7. Einnig skulu nýbúar elska ríkisstjórn hins Baggalútíska heimsveldis og þá sér í lagi forseta þess, konung og keisara (en einnig mig þar sem ég er nú eftir allt saman maðurinn sem gefur dvalarleyfið).

Að lokum verða nýliðar svo að að sjálfsögðu að borga venjubundna tolla, skatta og stimpilgjöld.

Öll brot og hugsanleg mómæli gegn þessu jafngilda ævilangri dvöl meðal fiskanna í sjónum.
------------------------------------------

Einnig skal síðan hafa þetta til hliðsjónar:

Enter mælti:

Umgengni:
Notendur Gestapó skulu vera kurteisir, upplífgandi, hófsamir, smekkvísir, geðgóðir, umburðarlyndir og friðsamir.
Skrif skulu einkennast af sannleiksþrá, fræðilegri nákvæmni, vönduðu málfari og góðri stafsetningarkunnáttu.
Umræður skulu fara fram á íslensku, vandaðri.
Umræður skulu fara fram á friðsamlegum nótum.
Drengskapur skal viðhafður í öllum leikjum.
Klúryrði, meiðandi athugasemdir, dónaskapur, frekja og hvers kyns skrílsháttur verður ekki liðinn.
Reykingar eru leyfðar á Gestapó.
Áfengisneyslu skal stillt í hóf.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 9/10/06 08:54

Sem kakómálaráðherra verð ég að spyrja:
Er ekki alveg öruggt að eitt inngönguskilyrðið er að geta drukkið kakó?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/10/06 09:50

Ég drekk kakó 5 daga í viku.
Er það nóg?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 9/10/06 13:44

Þurfa nýliðar þá að gera grein fyrir sér hér, kynna sig og svoleiðis?
Mér finnst það ekki koma nógu skýrt fram í upphafsinnleggi.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 9/10/06 13:50

Dúddi mælti:

Farið er eftir fyrirfram ákveðnum stöðlum sem velflestum gestapóum ætti að vera orðið kunnugt um.

Nei. Útskýrðu.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/10/06 13:52

Mér var aldrei sagt frá því.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 9/10/06 16:57

Kvæði:

[color=red][size=18]Umgengni:[/size][/color]
Notendur Gestapó skulu vera kurteisir, upplífgandi, hófsamir, smekkvísir, geðgóðir, umburðarlyndir og friðsamir.
Skrif skulu einkennast af sannleiksþrá, fræðilegri nákvæmni, vönduðu málfari og góðri stafsetningarkunnáttu.
Umræður skulu fara fram á íslensku, vandaðri.
Umræður skulu fara fram á friðsamlegum nótum.
Drengskapur skal viðhafður í öllum leikjum.
Klúryrði, meiðandi athugasemdir, dónaskapur, frekja og hvers kyns skrílsháttur verður ekki liðinn.
Reykingar eru leyfðar á Gestapó.
Áfengisneyslu skal stillt í hóf.

Og síðan ber öllum nýliðum að elska mig og dá skilyrðislaust. Kakó er líka skylda og lágmarksþekking á gildum samfélagsins alger nauðsyn.

Þeir sem eru á móti undanförnu kvæði gefi sig fram svo að þeir geti búið með fiskunum.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/10/06 21:59

og ég þekki engan póa sem fer eftir þessumm reglum öllum

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hávarður 9/10/06 22:02

Er Kristján IX þá hjá fiskunum núna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 9/10/06 22:12

Jah.. hann hefur allavega ekki sést í einhverja daga.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 9/10/06 23:14

Dúddi mælti:

Áfengisneyslu skal stillt í hóf.

Á þetta að vera eitthvað spaug? ‹Klórar sér í höfðinu›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 9/10/06 23:29

Ég styð Dúdda. Það er með ólíkindum hverskonar lið er farið að vaða hér uppi og löngu kominn tími til að aga ungviðið.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 9/10/06 23:36

Rasspabbi mælti:

Dúddi mælti:

Áfengisneyslu skal stillt í hóf.

Á þetta að vera eitthvað spaug? ‹Klórar sér í höfðinu›

Þetta er auðvitað kaldhæðni af verstu gerð.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Siggi 10/10/06 00:10

Oki ég er í hliðinu fæ ég að koma inn[/s]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/10/06 03:08

Tigra mælti:

Rasspabbi mælti:

Dúddi mælti:

Áfengisneyslu skal stillt í hóf.

Á þetta að vera eitthvað spaug? ‹Klórar sér í höfðinu›

Þetta er auðvitað kaldhæðni af verstu gerð.

Hóf er náttúrulega afstætt hugtak.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/10/06 09:00

Ég hef alltaf verið hóflega drukkinn hér.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fræ 10/10/06 12:38

‹Gengur ákveðinn, en þó kvíðinn að hliðinu.›

Góðan dag, ég er Fræ og mig langaði að vita hvort þessi frjói jarðvegur sem Baggalútur er gæti séð sér fært að leifa mér að potast niður hér og sjá hvort ekki vaxi upp nothæfur Baggalýtingur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 10/10/06 12:43

‹Bendir á mælistiku› Stattu við hana, það þarf að mæla þig. ‹Réttir Fræinu síðan tæki til þess að mæla áfengismagn í blóði› Andaðu í þetta!

Farðu síðan inní klefann þarna! ‹Bendir á grámyglulegan og kuldalegan klefa, við dyrnar standa tveir þéttvaxnir dyraverðir›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
     1, 2, 3 ... 172, 173, 174  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: