— GESTAPÓ —
Eftirteiti hagyrðingamóta
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 33, 34, 35  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 8/10/06 23:12

Hér getum við látið gamminn geysa - og engar mótsreglur lengur í gildi. - notist aðeins eftir hagyrðingamót.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 8/10/06 23:13

Takk kærlega fyrir velhepnað mót.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 8/10/06 23:13

Kynningin var mikið máð
Minningin frá vetri
Stinningin var brött og bráð
Brynningin þó betri

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 8/10/06 23:14

vísnamóð við yrkjum óð
ekkert skulum spara
ausum góð úr okkar sjóð
enn má nokkuð hjara

þakka vil ég þennan leik
þrek var ekki sparað
vísum jusuð kát og keik
klókt var mörgu svarað

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 8/10/06 23:15

Mér finnst að það megi gera samanektir á hagyrðingamótunum eftir hvert mót...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/10/06 23:16

Gáfaður var gaurinn þá
gerði þráðinn nýja
eitthvað á hans hjarta lá
honum samt ég þakka má

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 8/10/06 23:20

Barbapabbi þökk sé þér
þrælgott kvöld
Allir þessir herrar hér
á hagyrðingaöld

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 8/10/06 23:28

(Í tilefni þess að flest er frá oss kom í hagyrðingamótinu tengdist af einhverjum dularfullum ástæðum drykkju og þynnku)

Eftir mótið allir hjer
um mig víst telja:
Edrú nær aldrei vjer
Alkóhól mun velja

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 9/10/06 00:25

Félagsskap ég forðum daga valdi.
fáa vini sá ég í þeim hóp.
Á Gestapó í gæsluvarðsins haldi
get ég fengið heimsins besta dóp.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 9/10/06 13:39


Blessi þig allar helgar kindur

Dýrt má rímað dópið hér
duga, þetta stuðla fer.
Línu hérna lesa ber
lóðrétt upp í höfuð sér

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 15/10/06 23:41

Hagyrðingamótið 15.okt.
.
Hér mun Riddarinn opinbera sinn einfalda smekk á ykkar gæðaframleiðslu. Þetta verður ekki auðvelt val því að mikið kom af góðu efni frá öllum.

.
.
Snilld Forsetans. Verk án titils.
.
Vjer kunnum betur að meta sumarið en þá staðreynd að vetur er að koma og langt í vorið:
.
Sumarhita sýti
sorta met ei vetrar
Síður röðull sjest
svellið Kára hrellir
Frostið blóðið frystir
fjöllin þekur mjöll
Vor um fjarlæg von
vetur hefur betur

.
.
Snilld Upprifins. Verk án titils.
.
Um daginn kom yfir mig löngun til fjallgöngu, slíkt er eins og allir vita ekkert vit svo ég leysti málið á eftirfarandi hátt
.
Upp á hólinn góða gekk,
(greinist þar varla halli.)
Ágæta þá útsýn fékk,
í átt að næsta fjalli.

.
.
Snilld Billa Bilaða.
.
Úttekt á valkostum
Nú líður að baráttu flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar. Það þarf að setja niður fyrir sig kosti þeirra hvers um sig áður en áróðurinn og áreytið streymir að manni.

Þó sjallaflokkur sífellt okkar símtöl heyri,
þeir græða stolinn geymdan eyri.

Framsóknar er framtíð sem að færir þokka,
þeir ganga inn í aðra flokka.

Samfylkingin sefur nú á sínu eyra,
og út í móa öll þau keyra.

Vinstri Grænum veitast, því er ver og miður,
tískufötin, tjara og fiður.

Frjálsa liðið finnst mér vera frekar dapurt,
hríslast um það háðið napurt.

.
.
Snilld Tinu St.Sebastian.
,
Uppskrift að biturð
.
Blandið saman blóði, tárum,
bætið úti lögg af svita,
gríðarmagni af gráum hárum,
gremju, eymd og rófubita

.
.
Snilld Offara.
.
Jú ég luma á einni góðri uppskrift.
.
Sykur ger og hveitihúð
hrært með vatn'í fötu
Geggjuð hefst þá gerjun prúð
glundrið eimað vel að hlúð.

.
.
Jamm og seiseijá....Uppröðun hér er handahófskend... Valið var einungis á milli verka hvers og eins....Frábært þakka ykkur fyrir mig.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 16/10/06 00:00

Jæja hvernig líst ykkur á vogarskálarnar ógurlegu...Allt til gamans gert að sjálfsögðu.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 16/10/06 00:04

Ég hefði vandað mig betur ef ég heefði vitað þetta.‹Glottir eins og fífl›
Takk kæri Riddari þetta var góð samantekt hjá þér og gott hagyrðingamót.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 16/10/06 00:15

Þakka fyrir það Offari minn. Vona að allir hafi haft af þessu gaman.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 16/10/06 00:22

Heiðglyrnir mælti:

Jæja hvernig líst ykkur á vogarskálarnar ógurlegu...Allt til gamans gert að sjálfsögðu.

Eig vorum vjer almennilega sáttir við dróttkvæði vort, það var samið í miklum flýti. Hvort eitthvað annað frá oss var eitthvað betra er síðan annað mál.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 16/10/06 00:27

Vladimir Fuckov mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Jæja hvernig líst ykkur á vogarskálarnar ógurlegu...Allt til gamans gert að sjálfsögðu.

Eig vorum vjer almennilega sáttir við dróttkvæði vort, það var samið í miklum flýti. Hvort eitthvað annað frá oss var eitthvað betra er síðan annað mál.

.
Kæri Forzeti það sem kom frá yður og ððrum var allt gott...Þetta einfaldlega féll best að smekk Riddarans.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/06 12:11

Þetta hefur verið fínasta hagyrðingamót... leiðinlegt að missa af því...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/10/06 17:16

Er búið að ákveða hver verður með næsta mót og hvenær það verður?

To live outside the law, you must be honest.
     1, 2, 3 ... 33, 34, 35  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: