— GESTAPÓ —
Hringhenduþráður
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 33, 34, 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 20/8/22 23:56

Stend við gluggann gægist út.
Glotti skuggalega
þegar duggan dregst um lút
með dass af ruggi og trega.

Dreg ég ekki dul á það
að dass af hrekkjum á ég.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 22/8/22 10:40

"Dreg ég ekki dul á það
dass af hrekkjum á ég.
Á þér klekkja", karlinn kvað"
"Og kvelja og hvekkja má ég."

Vandamálin verða mörg
Það veldur sálarkvíða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/8/22 09:32

Vandamálin verða mörg
Það veldur sálarkvíða.
Þá er skálin bragðgóð björg
þó bíti nálin víða.

Þegar netið niður fer
næst ey fet að kjaga.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 23/8/22 20:36

Þegar netið niður fer
næst ei fet að kjaga.
Að sitja á fleti frábært er
og feita ketið naga.

Orðaskæður ertu víst.
Það allar ræður þínar sýna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 23/8/22 23:07

Orðaskæður ertu víst.
Það allar ræður þínar sýna.
Það ótal skræður hafa hýst,
í heljarstæðum þær má rýna.

Allt sem gengur mér í mót
má ey lengur púkka undir.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 24/8/22 12:37

Allt sem gengur mér í mót
má ey lengur púkka undir.
Alka fengur æ er bót,
elsku drengur . Góðar stundir.

Ætla að flengast út á land.
með illu gengi mínu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/8/22 12:41

Ætla að flengjast út á land.
með illu gengi mínu.
Og þá drengi setja í sand
svo að þrengi pínu.

Furðulegan fékk hann kökk
er fann hann tregann nálgast.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 24/8/22 13:25

Furðulegan fékk hann kökk
er fann hann tregan nálgast.
Hann var vegan. Hart við hrökk:
Hafði Re(a]gan sálgast?

Rímorð fróður finnur þú
færð þú góðan vitnisburð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/8/22 09:05

Rímorð fróður finnur þú
færð þú góðan vitnisburð.
Orðasjóður ætti nú
út með blóði að koma um skurð.

Full er bytta af bleki hér
brátt mun glitta í pennann.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 25/8/22 23:31

Full er bytta af bleki hér.
brátt mun glitta í pennann.
Hérna kvitta. Þú ert þver.
Þreytir mitt geð sennan.

Svipir ljótir líða hjá.
Létt er fótatakið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/8/22 11:43

Svipir ljótir líða hjá.
Létt er fótatakið.
Ansi skjótir inn þeir ná
yfir grjót með lakið.

Eru pörupiltar hér
sem praktíkst snöru þurfa.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 26/8/22 19:15

Eru pörupiltar hér
sem praktíkst snöru þurfa.
Þá við spörum, spaugað er.
Spekisvörin kurfa.

Ó, mig langar upp á fjall
aftur ganga kátur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 26/8/22 22:47

Ó, mig langar upp á fjall
aftur ganga kátur.
En ég manga enn við hjall
og er að pranga slátur.

Drakk ég sull og drafa nú,
dáldið fullur er ég.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 27/8/22 20:37

Drakk ég sull og drafa nú
dáldið fullur er ég
Út ég drulla unga frú.
Af svo bullið sver ég.

Ertu hljóður hundur minn.
Hefur slóðin týnzt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 28/8/22 12:49

Ertu hljóður hundur minn.
Hefur slóðin týnst.
Nú harmaljóðið hér ég finn
sem hafði í glóðir klínst.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 29/8/22 13:57

Nú harmaljóðið hér ég finn,
sem hafði í glóðir klínzt.
Hringatróður héldu inn.
Hafði óður týnzt?

Núna bind eg bátinn minn
brölta á tindinn ætla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 29/8/22 23:25

Núna bind eg bátinn minn
brölta á tindinn ætla.
Haldi þind ég frelsun finn
og fagra mynd svo vætla...

... á striga sem ég strekkti á grind
og stöðugt lem með pensli.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 30/8/22 19:15

á striga sem ég strekki á grind
stöðugt lem með pensli.
Niður fremur fast hann bind
og fimur hem með benzli.

Ég á gnótt af gömlum blöðum
get ég sótt þau ef mér leiðist.

        1, 2, 3 ... 33, 34, 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: