— GESTAPÓ —
Hringhenduþráður
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 25, 26, 27 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Mitt er bruggið misheppnað
má á gruggi sjá það.
Víst hef tuggið velheppnað,
villtrar guggu ístað.

Ekki löngu áður en
ævigöngu lýkur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 29/1/10 22:18

Ekki löngu áður en
æfigöngu lýkur,
deyja í þröngum dáðir menn
dýrðarsöngur fýkur

Vinur orma verða má
víst er dorma í jörðu

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/1/10 02:18

Vinur orma verða má
víst er dorma í jörðu.
Er hún Norma etur þá
ég aftur storma svörðu.

Finnst nú ekki foringinn
flekklaus, bekkir tómir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 9/2/10 19:57

Finnst nú ekki foringinn
flekklaus, bekkir tómir.
Ertu svekktur auminginn,
engir rekkar frómir?

Íslands böl er ærið nú,
eintóm kvöl og pína.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/2/10 23:18

Íslands böl er ærið nú,
eintóm kvöl og pína.
Jafnvel öl og ágæt frú
ergja dvöl hér mína.

Þegar myrkur þekur hug
þarftu styrk að utan.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Þegar myrkur þekur hug
þarftu styrk að utan
tilað yrkja, efla dug,
& óðar- virkja -kutann.

---------------------------------
Orðaleppar æ & sí
andans teppa vegi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 19/2/10 23:56

Orðaleppar æ & sí 

andans teppa vegi
Andleg kreppa er sem því
oft mig hneppa megi

Oft gat Bakkus lánið léð
Lengi þakka honum

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/2/10 06:37

Oft gat Bakkus lánið léð
(ég) lengi þakka honum
marga krakka, minnkað féð,
og mjög að smakka á konum.

Uppi á dekki Ólafur
ýmsa hrekki stundar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Uppi´ á dekki Ólafur
ýmsa hrekki stundar.
Sá hinn þekki sjóhafur
sjaldan ekki dundar.

---------------------------------
Tæpast sjaldan tíðum oft
trauðla aldan hnígur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 10/3/10 23:47

Tæpast sjaldan tíðum oft
trauðla aldan hnígur
öldufaldar ýra loft
örvar kaldann rígur.

Sjórinn gleypir sinnulaust
sumum steypir niður.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/3/10 00:01

Sjórinn gleypir sinnulaust
sumum steypir niður.
Oft hann dreypir upp í naust
er um hann sveipast hviður.

Ég í tjaldi týnast vill
er trekkur kaldur næðir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 11/3/10 00:17

Ég í tjaldi týnast vill
er trekkur kaldur næðir.
Kára galdri gjalda ill-
gjöllóttar aldurs hæðir.

Seint á samtíð sérhvers tíma
sýnir framtíð skugga sinn.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 17/3/10 18:58

Oft á samtíð sérhvers tíma >>> Hér var ofstuðlað með hressandi hætti. Má sættast á þetta?
sýnir framtíð skugga sinn.
Norðuramtsins nauð og glíma:
Naumt að skammta tíma minn.

Forðum ljáinn leit ég slá,
leið um blá með hraði.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 18/3/10 00:32

Forðum ljáinn leit ég slá,
leið um blá með hraði.
Berin smáu bar þar frá
bærir þrá sá skaði.

Undir sæng ég sef í nótt
sé ei hæng á því.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/4/10 19:41

Undir sæng ég sef í nótt
sé ei hæng á því.
Eins og vængur vaggi rótt
værum Klængi Tý.

Klængur Týr er besta barn,
bráður, skýr og vænn.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/4/10 20:40

Klængur Týr er besta barn,
bráður, skýr og vænn.
En hann er rýr sem risjótt garn,
ragur, hýr og grænn.

---

Skýrslan vekur vonir manns,
verður sekur nokkur?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 11/4/10 21:04

Skýrslan vekur vonir manns,
verður sekur nokkur?
Broskall frekur, fjár án sans,
fúll þá rekur okkur.

Skáldið eitt gekk utan hrings,
og hann þreytti baugur.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 17/4/10 09:34

Skáldið eitt gekk utan hrings,

og hann þreytti baugur.
Engu breytti innan þings
óð þó skreytti draugur.

Hagyrðingar hefjum raust
hressir syngjum braginn

        1, 2, 3 ... 25, 26, 27 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: