— GESTAPÓ —
Vísnagátur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 99, 100, 101
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 15/2/13 16:22

Auðvitað! Flott gáta!

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 14/3/13 22:45

Hengja saman hitt og þetta.
Hlýjar strokur veita oft.
Inn þá láta ímsir detta.
Oftast snúast þó um loft.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 14/3/13 23:00

Gola?
Lína 2 og 4 passar, en...

Blástur?

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 14/3/13 23:04

Gettu betur Grýta mín
gola var það ekki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 14/3/13 23:20

Gettu betur Grýta mín
gola var það ekki.
Vandasöm er vísa þín
vísdóminn ég ekki þekki.

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 14/3/13 23:41

Gaman að þessu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 17/3/13 19:09

Mjási mælti:

Hengja saman hitt og þetta.
Hlýjar strokur veita oft.
Inn þá láta ímsir detta.
Oftast snúast þó um loft.

Koma svo!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/3/13 22:15

Hengja saman hitt og þetta. Þingmenn hengja saman ýmsa flokka þegar þeir flokkaflakka.
Hlýjar strokur veita oft. Kosningaloforð þingmanna geta verið ansi hlýjar strokur á 4ra ára fresti.
Inn þá láta ímsir detta. Ýmsir kjósa sömu þingmenn aftur og aftur þrátt fyrir kosningaloforðaefndaskort.
Oftast snúast þó um loft. Þingmenn. Það þarf ekki að útskýra þetta.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 17/3/13 22:37

Hátt sveif ör um hugar gátt
hæfði þó ei markið.
Giska Billi betur mátt
bætt'í heila snarkið.

Sem sagt ekki þingmenn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 17/3/13 22:48

Mjási mælti:

Hengja saman hitt og þetta.
Hlýjar strokur veita oft.
Inn þá láta ímsir detta.
Oftast snúast þó um loft.

Bönd?
Bara svona gisk, sippubönd snúast um loft.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 18/3/13 00:49

Bolti?

Hengja saman hitt og þetta. - skrúfbolti
Hlýjar strokur veita oft. - straubolti
Inn þá láta ímsir detta. - skora mark
Oftast snúast þó um loft. - inn í bolta (tuðru) er loft

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/3/13 08:46

Mér finnst Grýtu svar passa betur en mitt. (Ég held samt enn að svarið sé þingmenn.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 18/3/13 12:39

Gríta kláraði málið 100%
(Svörin eiga raunar að vera í fleirtölu.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 19/3/13 11:20

Jibbbýýýý! ‹Ljómar upp›

Það var einmitt að orðið væri karlkynsnafnorð í fleirtölu, sem kom mér á sporið. Í þriðju línu, einhverjir þeir sem eru látnir detta inn.

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
        1, 2, 3 ... 99, 100, 101
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: