— GESTAPÓ —
Vísnagátur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... , 99, 100, 101  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 11/2/13 12:31

Þetta hlítur að vera rétt hjá þér Skabbi. Og till hamingu með 9,5

Í miðbæinn úr fellum fer, strætó
af færi löngu skotið er, veit ekki, kaski þristur í ballskák
súkkulaðið mettar malla, nammi þristur
möginn Sveins ég þekki Palla. D.C.3

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/2/13 15:06

Þið finnið þetta líka fljótt en ég má hundur heita ef þið þurfið ekki að gúgla eitthvað til að skýra út allar fjórar línurnar.

Pleisið er í París nokk.
Pyslan er söltuð í mör og reykt.
Norðmenn á Eiði iðka rokk.
Enn lifir karlinn þó holdið sé veikt.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 11/2/13 17:23

rétt hjá skabba. í annarri línunni var ég að hugsa um þriggja stiga skot í körfubolta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 11/2/13 20:08

Pleisið er í París nokk. Hóte Mallakoff í parís.
Pyslan er söltuð í mör og reykt. Mallakoff pilsa.
Norðmenn á Eiði iðka rokk. Malakoff Rock Festival.
Enn lifir karlinn þó holdið sé veikt. Loff Mallakoff.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 11/2/13 20:59

Malakoff er reyndar eitt af hverfum Parísar og hótelið hlýtur að taka nafn sitt af því. Eigi að síður þetta er vel gúglað hjá þér, Mjási, eða kannaðistu í alvörunni við þessa geðveiku rokkhátíð í Sogni?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 11/2/13 21:05

Gúgli fann hótelið og rokkhátíðina.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 13/2/13 13:43

Hringa sig um lönd og lóð
lífsbjörgina veita,
bæjarnafn og borg við flóð
bjargvættur til sveita.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/2/13 14:21

Hringa sig um lönd og lóð Garður, girðing.
lífsbjörgina veita, T.d. kartöflugarður.
bæjarnafn og borg við flóð T.d. Mikligarður, Kænugarður o. fl.
bjargvættur til sveita. Garður er granna sættir, og svosem víðar en til sveita.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 13/2/13 14:22

Garður.

Hringa sig um lönd og lóð Brimgarður, Húsagarður.
lífsbjörgina veita, Karteflugarður.
bæjarnafn og borg við flóð Garður í Eyjafjarðarsveit, Mikligarður.
bjargvættur til sveita. Flóðgarður, túngaður.

það má segja að Grísli fái viðbrögð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 13/2/13 14:57

Regína mælti:

Hringa sig um lönd og lóð Garður, girðing.
lífsbjörgina veita, T.d. kartöflugarður.
bæjarnafn og borg við flóð T.d. Mikligarður, Kænugarður o. fl.
bjargvættur til sveita. Garður er granna sættir, og svosem víðar en til sveita.

þetta er eiginlega komið - og þó - taktu eftir fyrsta orðinu í vísunni. Og skýringu við síðustu línuna vantar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/2/13 15:25

Er þá Mjási ekki bara með rest?
Túngarður í síðasta og .. tja, fjörugarður í fyrsta?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 13/2/13 15:27

Regína mælti:

Er þá Mjási ekki bara með rest?
Túngarður í síðasta og .. tja, fjörugarður í fyrsta?

Garður er ekki rétt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 13/2/13 15:28

Lækur?

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 13/2/13 15:31

Hringa sig um lönd og lóð - lækir hringa sig víða
lífsbjörgina veita,- oft má fá fisk úr lækjum
bæjarnafn og borg við flóð- Lækur er bæjarnafn. Borg við flóð?
bjargvættur til sveita. - Lækir eru bjargvættir til sveita fyrir vatnið.

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/2/13 16:06

Grislingur mælti:

Regína mælti:

Hringa sig um lönd og lóð Garður, girðing.
lífsbjörgina veita, T.d. kartöflugarður.
bæjarnafn og borg við flóð T.d. Mikligarður, Kænugarður o. fl.
bjargvættur til sveita. Garður er granna sættir, og svosem víðar en til sveita.

þetta er eiginlega komið - og þó - taktu eftir fyrsta orðinu í vísunni. Og skýringu við síðustu línuna vantar

Bíddu, hér segirðu að þetta sé eiginlega komið, en svo er „garður“ ekki rétt?

Hmmm, gerði?

Hringgerði, limgerði um lóðir,
gerði geta náttúrlega líka veitt lífsbjörg, utan um kartöflugarðana.
Gerði er bæjarnafn en borg við flóð veit ég ekki, kannski Kænugerði?
Bjargvættur til sveita, þar gæti það verði hringgerðið, eða bara trjágerði sem gefur betra veður í næsta nágrenni.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 13/2/13 17:46

Fyrsta línan gæti verið norðangarður og síðasta varnargarður. Þ.e. ef garður er rétt.

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 15/2/13 13:40

Grislingur mælti:

Regína mælti:

Hringa sig um lönd og lóð Garður, girðing.
lífsbjörgina veita, T.d. kartöflugarður.
bæjarnafn og borg við flóð T.d. Mikligarður, Kænugarður o. fl.
bjargvættur til sveita. Garður er granna sættir, og svosem víðar en til sveita.

þetta er eiginlega komið - og þó - taktu eftir fyrsta orðinu í vísunni. Og skýringu við síðustu línuna vantar

Kanski er ég að hræra of mikið í ykkur en svarið er ekki garður heldur garðar - tvær fyrstu línurnar ´biðja um ft. af garður en í 3. línu
á ég við íslenska nafnið á rússnesku borginni Novgorod sem stendur við ána Volkhov - og svo auðvitað ísl. bæjarnafn
í síðustu línunni á ég við björgunarsveitina Garðar á Húsavík

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 15/2/13 14:55

Flott lokalína hjá þér Grísli.
Var nánast búinn að mylja heilann yfir henni.

        1, 2, 3 ... , 99, 100, 101  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: