— GESTAPÓ —
Vísnagátur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4 ... 99, 100, 101  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 22/9/06 21:04

Nei, þetta er miklu minna í sniðum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 22/9/06 21:11

Tvinni?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 22/9/06 21:33

Heyrðu, þú ert svo nálægt að það hálfa væri nóg.
Reyndu nú aftur og farðu ekki langt.
Rófan hangir úr því sem spurt er um:)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 22/9/06 21:39

Nál..‹Ljómar upp›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 22/9/06 21:54

:) Jabb, nál var það heillin.
Tvinninn styttist við hvert nálaspor.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 23/9/06 18:02

Spurt er; Hver er ég?

Þegar ég puða sérhvert sinn,
sjást ei lappir stíga á jörð.
En þegar hvíldar þörf ég finn,
þá munu fætur snerta svörð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 23/9/06 18:03

Fugl? Eða er það kannski ekki alveg svo létt?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/9/06 18:05

Ég hélt að hann væri hjólreiðamaður.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 23/9/06 18:18

Nei hvorki fugl né hjólreiðamaður (þegar betur að er gáð er það alls ekki vitlaus tilgáta,
og gæti allt eins verið þetta, en er það ekki.)
(Þetta er gömul gáta sem ég setti í vísuform.)
Þetta er dauður hlutur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/9/06 18:26

Brýni, þessi fótstignu (hvað hétu þau eiginlega)?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 23/9/06 18:44

Nei ekki er það brýni. Smá hint;
þetta var mikið notað við byggingar hér í denn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 23/9/06 19:18

hjólbörur?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 23/9/06 19:58

Já já. Hjólbörur, það er rétt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 23/9/06 21:53

Daman sú er körlum kunn,
karlinn ekki síður.
Hluturinn fer minn í munn
má nú giska lýður.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 23/9/06 22:01

Hnífapör?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 23/9/06 22:03

Kvöldið kappi. Nei, ekki eru það hnífapör.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 24/9/06 10:26

Er þetta pípa?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 25/9/06 21:08

Salt og pipar ?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
        1, 2, 3, 4 ... 99, 100, 101  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: