— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/9/06 11:00

Á þessum þræði verða haldin stórkostleg hagyrðingamót. Stjórnandi fyrsta mótsins verður hinn sívinsæli Bölverkur, eða Bölli eins og dömurnar þekkja hann. Að loknu móti tilgreinir stjórnandi stjórnanda næsta móts. Menn geta ekki alltaf verið við skjáinn:

Það er ekki hægt að húka
heilan dag við tölvuskjá.
Maður þarf að míga, kúka,
matast, hvílast, sofa hjá.

Fyrsta hagyrðingamótið verður haldið hér í Baggalútíu mánudagskvöldið 4. september klukkan 22:00. Þeir sem vilja taka þátt í því mega engöngu senda inn skeyti með kveðskap eftir að stjórnandi hefur gefið orðið frjálst. Eingöngu stjórnandi má senda inn vísulaus skeyti. Innsendingar eftir mótsslit stjórnanda eru óheimilar.

Efni hagyrðingamóta skal birta með sólarhrings fyrirvara, en eitt efnið þó fyrst þegar þar að kemur.
Mótin skulu helst ekki að vara lengur en eina klst.
Yrkisefni skuli ekki vera fleiri en 3 - 4 utan kynningarvísna.

Stjórnandi skal opna mótið með vísu og slíta því með vísu. Að öðru leyti þarf hann ekki að yrkja. Efni þessarra vísna geti verið frjálslegt. Þannig sé tryggt að stjórnandi verði alltaf hagyrðingur.

-------------------------------
Stolist til að skrifa hér af Skabba skrumara:

Mótshaldarar hingað til:

Bölverkur: mánudaginn 4. september
Skabbi skrumari: mánudaginn 11. september
Z. Natan Ó. Jónatanz: mánudaginn 18. september
Barbapabbi: sunnudaginn 8. október
Heiðglyrnir: sunnudaginn 15. október
Offari: þriðjudaginn 24. október
Billi Bilaði: mánudaginn 30. október
Upprifinn: mánudaginn 13. nóvember
Tina St.Sebastian: mánudaginn 27. nóvember
Vladimir Fuckov: sunnudaginn 10. desember
Ívar Sívertsen: miðvikudaginn 27. desember
Herbjörn Hafralóns: sunnudaginn 21. janúar

...og næstur er:

Isak Dinesen: sunnudaginn 28. janúar

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 2/9/06 11:07

Þú ert æðislegur...............

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/9/06 11:10

Rétt hjá þér Nafni og nú hefur þú nokkur yrkisefni. En munið öll:

Hagyrðingamót í Baggalútíu

Mánudaginn 4. september kl. 22:00

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/9/06 15:05

Já reginn, þú mátt vera með. Gott væri að menn skrái sig, en ekki er það nauðsynlegt.

Hagyrðingamót í Baggalútíu

Mánudaginn 4. september kl. 22:00

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/9/06 15:08

Ég ætla að vera með. Þetta er reyndar fyrirtaks hugmynd. Það hefur einmitt verið hvað skemmtilegast hér þegar margir sæmilega hagyrtir menn eru staddir á svæðinu á sama tíma. Þetta ætti að tryggja það. Ég legg því til að þetta verði ekki gert of oft. Mætti vera með að minnsta kosti viku millibili.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/9/06 18:41

Ég held að svona einu sinni í mánuði væri hentugt, en hvaða tími dags, eða vikudagur hentar best, veit ég ekki. Gott væri að fá athugasemdir. Mótið krefs smá aga og ég held að gott sé að einhver stjórni framganginum, það er Bölverkur að minnsta kosti í fyrsta skiptið.

Hagyrðingamót í Baggalútíu

Mánudaginn 4. september kl. 22:00

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/9/06 02:41

hananú...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 3/9/06 17:49

Frábært!
Ég fresta þá fyrirhuguðum svefntíma fram á þriðjudag.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 07:47

Hagyrðingamót

Í kvöld, mánudaginn 4. september kl. 22:00

Yrkisefni sem eflaust koma upp eru:

1 kynning á sjálfum sér
2 Hvað gerðir þú um helgina?
3 nýliðin fótboltahelgi
4 þenslan
5 sílikonbrjóst

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/06 11:11

Nú þjáist ég af geðklofa hvort eintakið á ég að kynna? Græna tröllið sem fer hér offari eða ræfilinn sem pikkar á tölvuna?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 11:16

Þú ræður!

Hagyrðingamót

Í kvöld, mánudaginn 4. september kl. 22:00

Yrkisefni sem eflaust koma upp eru:

1 kynning á sjálfum sér
2 Hvað gerðir þú um helgina?
3 nýliðin fótboltahelgi
4 þenslan
5 sílikonbrjóst
6 frjálst val á efni

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/9/06 21:55

RIddarinn sem staddur er á Malorca fylgist spenntur með þessum stóráfanga í menningarlífi heimsveldisins...Væri einhver góðhjartaður tilbúinn að útskýra leikreglurnar fyrir Riddaranum.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/9/06 22:00

‹Hleypur sveittur inn á þráðinn›

Mættur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:00

1. Hagyrðingamótið
í Baggalútíu

Verið ekki grá og grett,
góðra vísna njótið.
Hér með, vinir, hef ég sett
hagyrðingamótið.

Má ég nú biðja þátttakendur að kynna sig með vísu?

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/9/06 22:03

kæru gestir, komið sæl
ég kynni Isak núna
læt ég fylgja ljóðavæl
um land og þjóð og kúna

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/9/06 22:05


Reið er darrinn dreymin sál
Dável lesin pjakkur
Hugarflug og heimsins mál
Hann sig lætur varða „SKÁL.

Er ekki alveg viss um að kunna þetta. sorry taugaveiklun

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 22:05

Gaman að fá stikluvik.

Stjórnandi má kannski kynna sig aðeins, örstutt:

Ei skal lengi lopann teygja,
ljúga engu og forðast hnoð.
Ég er bara, satt að segja,
sjálfs míns átrúnaðargoð.

Við gefum enn tíma til að kynna sig en þeir sem þegar hafa gert það mættu tjá sig um eitthvað hugleikið.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 4/9/06 22:10

Viðvaningur vísast er,
vísur mínar þunnar,
hlægilegt mitt kvæðakver
og kenningarnar grunnar.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
     1, 2, 3 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: