— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 91, 92, 93 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/12/07 22:23

Úr hópi eggja eitt ég vel
þó aldrei ég það kaupi.
Eggið besta úldið tel
með ákavítisstaupi.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 12/12/07 22:23

4. Hvernig viltu eggin þín

Steiki eggið öðru megin,
ekkert smjörið.
Linsoðnu er líka fegin,
lifnar fjörið.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/12/07 22:25

Ekki borða eggið hrátt
eigi vill það loðið.
Um það verður eflaust sátt
ef það rétt er soðið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 12/12/07 22:25

Billi bilaði mælti:

blóðugt mælti:

Útvarpsstjóri mælti:

blóðugt mælti:

Allt máttu gæskurinn gefa af þér
og gef mér að þú verðir alltaf með mér.

Fyrirgef blóðugt, ég frátekinn er
en formlega gef þér nú bróður minn hér.

Blessaður karlinn þú kýst ei að skilja
að karla' eins og þig engin leið er að vilja...

Ástina, blóðugt, nú ekki má dylja,
Úbbi, nú rómantísk ljóð skaltu þylja.

Blindur er Úbbi, hann gengi' ekki' að gilja
góurinn reyndi' of oft hendina' að fylja...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/12/07 22:28

blóðugt mælti:

Billi bilaði mælti:

blóðugt mælti:

Útvarpsstjóri mælti:

blóðugt mælti:

Allt máttu gæskurinn gefa af þér
og gef mér að þú verðir alltaf með mér.

Fyrirgef blóðugt, ég frátekinn er
en formlega gef þér nú bróður minn hér.

Blessaður karlinn þú kýst ei að skilja
að karla' eins og þig engin leið er að vilja...

Ástina, blóðugt, nú ekki má dylja,
Úbbi, nú rómantísk ljóð skaltu þylja.

Blindur er Úbbi, hann gengi' ekki' að gilja
góurinn reyndi' of oft hendina' að fylja...

Hann næði þó kannski með orðum að ylja
þitt eyra, um þig mun víst fjalla hans „Lilja“.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/12/07 22:29

Billi bilaði mælti:

blóðugt mælti:

Billi bilaði mælti:

blóðugt mælti:

Útvarpsstjóri mælti:

blóðugt mælti:

Allt máttu gæskurinn gefa af þér
og gef mér að þú verðir alltaf með mér.

Fyrirgef blóðugt, ég frátekinn er
en formlega gef þér nú bróður minn hér.

Blessaður karlinn þú kýst ei að skilja
að karla' eins og þig engin leið er að vilja...

Ástina, blóðugt, nú ekki má dylja,
Úbbi, nú rómantísk ljóð skaltu þylja.

Blindur er Úbbi, hann gengi' ekki' að gilja
góurinn reyndi' of oft hendina' að fylja...

Hann næði þó kannski með orðum að ylja
þitt eyra, um þig mun víst fjalla hans „Lilja“.

blóðugt vill efalaust mannorð mitt mylja
og með því hún ástina reynir að hylja.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/12/07 22:32

Ekki veit ég hvort þessi útúrdúr stenst reglur hagyrðingamóta, en þar sem ég stjórna er mér alveg sama.

Lýsið nú Gestapó í stuttu máli.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 12/12/07 22:33

Lýstu Gestapó í stuttu máli:

Þó sumum verði um og ó,
hve skáldin hafa dalað,
er gaman hér á Gestapó
að geta ort og talað.

Hér eru fjölmörg leirug ljóð
en líka snilldar fín og góð,
Hér eru strákar og falleg fljóð
sem föndra vísur í jötunmóð.

Ullargoðinn þakkar fyrir sig og hverfur af sviðinu
og gengur til hvílu. Góða nótt elskurnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/12/07 22:33

Upprifinn tók fram að lýsa ætti Gestapó í stuttu máli:

Í löngu máli lýsa má
Lútnum hjer í dag.
En Upprifinn vill ekki sjá
alltof langan brag.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/12/07 22:34

5. Lýstu Gestapó í stuttu máli

Ansi mikið ort ég hef
um þá sýndarheima.
Ýmsir, gegnum eldsins ref,
um þær lendur sveima.

PissuStopp: Jú, útúrdúrar í bundnu máli eru alveg sérlega skemmtilegur hluti þessara móta. ‹Ljómar upp›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/12/07 22:35

Gestapóið geðið bætir
gleður mína aumu sál.
Vini á hér margir mætir
margir þeirra vel við skál.
Sumt mig kætir sumt mig grætir
samt hér ritað vandað mál.
Ekki samt það alla kætir
einhver vill hér tendra bál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 12/12/07 22:36

Sein, sein, sein... ‹Glottir eins og fífl›

Harðsoðið sé ég í hillingum tærum
himneska eggið mitt góða.
Kassan af því burt ég klippi með skærum,
kætist og „snæði“ mig rjóða.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 12/12/07 22:36

5. Gestapó í stuttu máli

Gestapó eg get með nokkuð góðu móti
alveg lýst sem orðafljóti.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/12/07 22:40

Gestapóið gleði færir góðum mönnum.
Þangað flykkjast þeir í hrönnum.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/12/07 22:41

Úps... ég gleymdi þessu... hvar á ég að byrja?

1. Kynning á þér, eða lof um annan hagyrðing

Ég er mættur mastur reisi
og mögla saman fána.
Síðan fumlaust fram ég þeysi
og fíla mig sem kjána...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 12/12/07 22:41

Lýsið Gestapó

Aðeins hérna Andþór getur allan daginn,
hangið liðkað ljóðabraginn,
ljúfur en þó til í slaginn.

Hérna fékk hann heimskur drengur hjálp með ljóðin,
Seinna mun hún þakka þjóðin, ‹Glottir›
þeim er hérna bættu´ á lóðin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/12/07 22:41

Lengi er von á einum, velkominn Skabbi.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/12/07 22:43

Jæja, er þá ekki ráð að þeir sem vilja kasti fram leyniefnisvísum sínum:

Hvað stendur uppúr á árinu?

Svo megið þið náttúrulega yrkja um hvað sem er.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
        1, 2, 3 ... 91, 92, 93 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: