— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/9/06 10:04

Hér geta menn sett inn vísu dagsins, rétt stuðlaða og rímaða. Ekki er ætlast til að neinn setji fleiri en eina vísu á dag á þráðinn.

Best að byrja, þótt hálflasinn sé:

Elsku guð minn, allt mitt traust
á þig set svo batni.
Ekki get ég endalaust
ælt og skitið vatni.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 2/9/06 11:05

Gleðst ég yfir góðum degi
geyfla mig og brosi
Býð ég svo að Bölverk megi
batna af drullulosi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/9/06 02:42

Lítið núna langar mig
loðna bringu að sleikja
komdu nú og klæddu þig
og kannski út að reykja

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/9/06 16:35

Keypti ég mér klæði ný,
kápu, buxur, vesti.
Þvalan, reistan reður í
rennilásnum festi.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Marglyttur í Mjóafirði
mikinn usla gjörðu.
Laxinn er nú lítils virði
lífvana í jörðu.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ljúfa norðurlandið mitt,
langar til að dreyma.
Eyjafjörður yndið þitt,
aldrei þér mun gleyma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/9/06 13:14

eyjafjörðinn óðir menn
einir róma
maður finnst þar ekki enn
einn til sóma

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Dóttir mín var að byrja í skóla.

Sællegt fljóð með svangan hug,
sýpur úr Mímis brunni.
Vizku gefur veitir dug,
vegur námsins kunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Staða kirkjunar í dag. ( Frá mínu sjónarmiði)

Heilög ritning hefur mizt,
hald á prestum sínum.
Blóta Mammon, berja krist,
og bergja á góðum vínum.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
risi 10/9/06 08:40

..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/9/06 12:14

Góðann daginn gott hjá mér
gætum vel að þessu,
á fætur strags og flíttu þér
farðu svo í messu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 11/9/06 00:14

Þunnur liggur þrjóturinn,
þreyttur eftir svallið.
Iðrast þess nú enn um sinn,
aftur að hafa fallið.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Vetrar himin

Laufin, grösin, falla, fölna
fagrar stjörnur glitra.
Ljós í norðri lýsa, sölna,
lífleg dansa, titra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/9/06 01:49

einn um blútinn burðast má
beygður þreyttur leiður
vini hérna enga á
öllu fólki reiður

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Þessi varð til á leið austur á klaustur.

Hrjóstrug foldin fögur sýn,
og fjallatindar háir.
Dalir grónir djásnin fín,
drauma himnar bláir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 17/9/06 13:40

Guði sé lof og drottni dýrð
að datt ég loksins í’ða.
Þó eflaust kasti á það rýrð;
ég ekkert fékk að ríða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 18/9/06 00:01

Sá hér á Baggalúti að Magni tapaði!

Það er fyrir skildi skarð,
skríllinn burtu þrammar,
Magni ljóst og leynt nú varð
landi’ og þjóð til skammar.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 18/9/06 14:45

Hreyfingin er holl og góð
herðist þá minn kviður,
hamast ég af miklum móð
en mest þó upp og niður.

     1, 2, 3 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: