— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 28, 29, 30 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/5/10 16:00

Mér var vit af verstu sort
veitt sem barni drafandi.
Vísu hef ég ekki ort
sem eftir mér er hafandi.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/5/10 16:46

Hafandi gengið í himininn inn
held ég að dvöl þar óbærileg verði.
Þar er þó ágætt að þramma um sinn,
þefa af blómum og liggja undir gerði.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 14/5/10 19:02

Vitleysingur víst ég telst
Vafasamur peyji
Blessun sú hin besta telst
bara ef ég þeigi

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Sælir veri þeir sem vilja hlýða:

Nú er ég búinn að vera í Austurvegi í nokkra tíma, langan tíma í Ósló og þeirri dvöl kýs ég að lýsa svona:::

Hér laglegar meyjar má líta
og langar mig margar að nýta
mín miðsvæðishosa
og grönin á gosa
nú löng eru líkt og sem spýta

Kv, úr austurvegi

sr. Kristófer Kvistagat X

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/5/10 23:30

Póli-tik í lóðaríið leggst
og lokkar til sín hvern sem með vill spila,
en kjós-endur nú greina það sem gleggst
að genablöndun engu muni skila.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 1/6/10 14:20

Vísa dagsins verður góð
vetrar doði rokinn
Alltaf þegar yrki ljóð
æra mín er fokin.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 11/6/10 21:10

Z. Natan er nú inni,
ætli hann semji vísu í dag?
Upp að rifja okkar kynni
óðar kemur skapi í lag.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 14/6/10 00:43

Horfa núna á HM ber
heljar fjör hjá okkur
"Kætumst meðan kostur er,
knárra sveina flokkur."

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/8/10 09:58

Okkar líf í andardráttum ei er mælt.
Heldur er í öðru pælt,
andann hvort við grípum sælt.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugfreður 22/8/10 14:15

Eitthvað hérna eigi vér
á því höfum lag.
Yrkja lítið örstutt kver
eitt á bara dag.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/9/10 13:35

Ferðalagi fer ég úr,
flugið er á morgun.
Leggst í hótels lokadúr
og laumast út frá borgun.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 13/10/10 22:13

Raggi Bjarna rotar hest
og Rambo hnífinn skekur
Hakkar sundur helgann prest
og heljar ótta vekur

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 14/10/10 14:17


Sumri hallar fagurt haust
hlítt á landi okkar.
Lítill fugl úr skoru skaust,
skúraveðrið lokkar.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 4/11/10 10:36

Brátt mun kulda- búast -her,
binda frostahlekkjunum
götur mínar, og ég er
enn á sumardekkjunum.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 4/11/10 23:59

Nú gerast veðrin válynd oft
vekur furð'og kvíða,
Úr afturenda lekur loft
og líður umm sveitir víða.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/11/10 17:35

,

Úti vindur kaldur kvín
kólgu á fjöllin setur.
Kominir eu í fötin fín
Friðrik,Jón og Pétur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Arne Treholt 13/11/10 04:44

Jeppa mínum ótt ég ek
inn í snjóa fjöllin.
Drifin í ég röskur rek
rjúka boðaföllin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/1/11 00:04


Sjáðu hvernig bálið brennur,
blikar ey við sólarlag,
Í morgunsárið röðull rennur
roða slær á nýjan dag.

lappi
        1, 2, 3 ... 28, 29, 30 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: