— GESTAPÓ —
Skólastofan
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 39, 40, 41
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 27/2/11 19:03

Miklar þakkir. Þetta var farið að valda mér hausverk.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/2/11 20:47

Hefur einhver ort slétt og brugðið?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 27/2/11 22:22

Það væri ef til vill hægt að setja óvæntar fréttir í sléttubönd...‹Starir ákveðið út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/2/11 23:14

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›
‹Bíður í ofvæni eftir sjokkerandi sléttuböndum frá Húmba›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 15/7/12 17:54

Þetta eru sléttubönd sem eru hringhend

Sléttubanda ástaróð
eflaust vandað getur,
fléttu andans, lygaljóð,
lipur blandar Pétur.

Frækna Péturs viskan vís
veika setur hljóða
læknatetur kjöftugt kýs
kveðskapsletur bjóða.

Köllum getur hjúkrað hann
heilsu metur góða
öllum betur kvæði kann
karlinn Pétur ljóða.

í hina áttina

Ljóða Pétur karlinn kann
kvæði betur öllum
góða metur heilsu hann
hjúkrað getur köllum.

Bjóða letur kveðskaps kýs
kjöftugt tetur lækna
hljóða setur veika vís
viskan Péturs frækna

Pétur blandar lipur ljóð,
lyga andans fléttu,
getur vandað eflaust óð
ástarbanda sléttu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/8/12 11:27

Kæri Steinríkur, með þessum áframhaldi afköstum færð þú senn aðgang að leynisvæðinu Gimlé.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Obélix 14/8/12 08:04

Fléttubönd eru einnig mjög áhugavert fyrirbæri og eru þannig að allir nema fyrstu bragliðir ljóðlína í fyrri hendingu ríma við samsvarandi bragliði í seinni hendingu. Þessi bjó ég til fyrir all nokkru.

Gumum níðið gefur ótt
gætni skortir Pétur,
læknar tíðum, sefar sótt
síhent ort hann getur

Fær nú hnjót og fléttubönd
fávís smiður ljóða,
rími móti réttir hönd
rífur niður góða.

Hjartað tifað hefur eitt
helming tæknialdar,
steralyfin gefur greitt
gæsku læknis tjaldar.

Nú væri gott að fá sér villigölt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/3/13 22:24

Dr. M! Komdu hérna rétt í bili og hættu að skemma aðra þræði. Geturðu til dæmis útskýrt fyrir mér hvað stuðlar eru, fyrst þú segist vita það?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 16/3/13 22:31

Regína, værirðu nokkuð til í að senda greyið í Innflytjendahliðið þegar hann hefir lokið sér af hérna? Við þurfum að ljúka nokkrum formsatriðum þar við tækifæri.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/3/13 22:35

Hann er kannski að lesa sér til, en ef ekki þá er hérna fróðleikur um stuðla: http://rimur.is/?page_id=132

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Merkwürdigliebe 16/3/13 22:40

Höfuðstaðir, var að margnota stafi, en stuðlar, var að margnota hljóð, eftir því sem mér var kennt í grunnskóla.

En þess ber þó að geta, að ómenntaður maður kenndi mér slíkt, svo ég lofa engu um áreiðanleika þess.

Dæmi.

Leggur lók í leigða láfu
Labbakútur leikur sér
Gaurinn er þó gæddur gáfu.
Gúmmí girti göndul sér.

Séu reglurnar rangar, bið ég vin minn sem ég samdi þá vísu um innilega afsökunnar, þrátt fyrir hans lesti.

Þá vísu samdi ég að vísu á nautnaeyju, sem er víst vestan við mallorca í miðjarðarhafi, svo ég var líkast til allt annað en allsgáður þegar sú var samin.

Guð refsi danmörku.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/3/13 22:49

Í ferskeytlu eru fjórar línur, tvær og tvær saman.

Í fyrri línunni eru tveir stuðlar, þ.e. tvö orð sem byrja á sama staf, eða tvö orð sem byrja á sérhljóða.

T.d. Standa eiga stuðlar rétt.
Enn er hérna kveðið kátt.
Mér er þetta mátulegt.

Til að flækja málin aðeins er mjög flókin regla um fjarlægð á milli stuðlanna og næstu línu, en ef þú hefur stuðul alltaf í þriðju kveðu (fimmta atkvæði, eða þriðja orðinu ef öll orðin eru tveggja atkvæða nema það síðasta) þá kemur það rétt út.

Aukaregla um stuðla: Orð sem byrja á st, sk, sp (og sm, sn, og sl) stuðla saman. Þetta kallast gnýstuðlar.

Svo byrjar næsta lína á höfuðstaf, þ.e. fyrsta áhersluatkvæði næstu línu byrjar á sama staf og stuðlarnir (eða sérhljóða eða gnýhljóðin) í línunni á undan.

Ef þú skoðar kveðskaparþræðina þá sérðu að við förum rækilega eftir þessum ævafornu bragreglum. Við erum líka stolt af því að kunna að nota þær, og þú ert velkominn í þann hóp.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/3/13 22:52

Dr. Merkwürdigliebe mælti:

Höfuðstaðir, var að margnota stafi, en stuðlar, var að margnota hljóð, eftir því sem mér var kennt í grunnskóla.

En þess ber þó að geta, að ómenntaður maður kenndi mér slíkt, svo ég lofa engu um áreiðanleika þess.

Dæmi.

Leggur lók í leigða láfu
Labbakútur leikur sér
Gaurinn er þó gæddur gáfu.
Gúmmí girti göndul sér.

Séu reglurnar rangar, bið ég vin minn sem ég samdi þá vísu um innilega afsökunnar, þrátt fyrir hans lesti.

Sko, þetta er ofstuðlun, og ekki smart.

Það eru bara tveir stuðlar í 1.og 3. línu (og á réttum stað), og bara einn höfuðstafur í 2. og 4. línu í rétt gerðri vísu.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Merkwürdigliebe 16/3/13 23:00

Biðst innilega forláts, nú vil ég vitna í raunheima, og lærði ég minn kveðskap í Lada bifreið, sem var án útvarps, en þar sem ég var fimm vetra voru kröfurnar frekar litlar, enda ekkert útvarp í bifreiðinni, svo kveðskapurinn réð í langferðum.

Hefði föðurinn haft sömu kröfur og þið, hefðu ferðirnar eflaust verið verri í efnum, þótt betri í anda.

Biðst ég ómerkingar á fyrrum innleggjum mínum. Biðst ég forláts, og lofa ég, að muna aldrei horfa upp á eigin afsprengi, kennt móðurmál af prjófkjörsföllnum allaballa, sem ég þurfti að þola. Slík var reynslan, útá landsbyggðinni, þegar allir mestir menntamenn þjóðarinnar yfirgáfu okkar smáþorp, til kennslu í höfuðborginni.

Guð refsi danmörku.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/3/13 23:02

Ljómandi! ‹Ljómar upp›
Nú getur þú farið í innflytjendahliðið, hann Kargur á eitthvað vantalað við þig þar.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/3/13 23:03

Ég meina, leitt að allir hagyrðingarnir fóru burt, ljómandi að þú ert búinn að sjá ljósið.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Merkwürdigliebe 16/3/13 23:03

Vonandi getur það beðið til morguns. Nú hef ég þegar teygt og frammúrfarið áttundu umgengisreglu eins og um getur, enda eini frjádagurinn minn í hverri vinnuviku.

Nú verð ég að skreppa á ölstofuna.

Guð refsi danmörku.
        1, 2, 3 ... 39, 40, 41
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: