— GESTAPÓ —
Skólastofan
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 38, 39, 40, 41  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
17/7/09 16:32

hlewagastiR mælti:

Regína fremur skemmtilega tilraun á afhendingarkeðjunni:

Kvæði:

Unni ég í endurminningunni strákum.
Skeiða nú á skáldafákum.

Hér er augljóslega hugmyndin að þriðji stuðulinn í frumlínu sé U:

| Unni | ég í | endur | minning- | -unni | strákum

Hér storkar Regína þeirri reglu að stuðlar geti ekki staðið inni í ósamsettu orði, jafnvel þótt nýr bragliður hefist inni í orði. Þetta er eina undantekningin frá því að hvaða bragliður sem er geti borið stuðul ef rétt er parað.

Þetta er hin skemmtilegasta ögrun en ég tel að dæmið fái ekki staðist. Hér hafi íslenskar stafsetningareglur um skiptingu orða milla lína ruglað drottningunga í rímlistinni. Þessar stafsetningareglur ganga því miður í berhögg við framburð okkar og hrynjandi tungunnar. Ef tvö samhljóð standa saman inni í orði eru atkvæðaskila á milli þeirra: dren-gur, stúl-ka, hop-pa [hoh-pa] o.s.frv. (Undantekningar eru þegar k,p,t eða s fara á undan j,r eða v: ti-tra, vö-kva, e-sja).

Þetta má sannreyna með því að draga seiminn í hverju aktvæði. Þá tegir maður lokahljóð fyrra atkvæðis á langinn en fyrsta hljóð næsta akvæðist verður venjulegt: drennnnnnnn-gur, stúlllllll-ka, hohhhhhhhhhh-pa.

Því er skipist orðið minningunni þannig: min-nin-gun-ni. Hér er ég ekki að tala um reguverk sem málfærðingar hafa fundið upp heldur lýsingu þeirra á því hvernig venjulegir málnotendur bera fram orð og brjóta þau upp í atkvæði.

Það er því niðurstaða mín að vilji menn láta þriðja atkvæði orðsins minningunni bera stuðul þá verðið sá stuðull að vera g.

Í þessu skyni má benda á vísurorð sem ég held vera verk Ragnars Inga Aðalsteinssonar: Jökuldælingurinn góði.
(Ég hef áður vitnað í þetta vísuorð hér á þráðunum en laug þá Jökuldælinginn inn í Reykjadal. Það skiptir bragfræðina reyndar engu máli en hrepparíginn miklu).

Nú hef ég leyft mér þá ósvinnu að snupra hávelborna drottningu mína og er það miður. Því er rétt að hafa þann fyrirvara á að ég yrki miklu oftar gallaðar vísur heldur en hún en maður afar fljótfær.

Mér fannst þessi tilraun Regínu reyndar svolítið skemmtileg, þar sem maður var knúinn til annars framburðar en eðlilegs - þ.e. að leggja sérstaka áherslu á u-ið í minning - unni. Þar með var maður knúinn til að endurtaka orðmyndina "unni", sem ljóðlínan hófst á. Kannski var nákvæmlega þetta ætlun Regínu og þ.a.l. snilldarlega gert.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 17/7/09 18:01

Góður punktur, Pó. Þegar tilraunir eru á annað borð gerðar verður að reyna

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 17/7/09 18:02

Góður punktur, Pó. Þegar tilraunir eru á annað borð gerðar verður að reyna hitt og annað. Ég næ fyrir mitt leyti reyndar illa að skynja stuðul þarna en hér kann hvurjum að sýnast sitt.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 17/7/09 18:50

Takk fyrir ábendingarnar. Þetta var djarft, ég veit það. Nokkurn vegin eins djarft og ég get ort.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 20/7/09 21:36

Kvæði:

Unni ég í endurminningunni strákum.
Skeiða nú á skáldafákum.

Þetta er náttúrlega frábært þegar þess er gætt hve alrímið kemur skemmtilega út.

En annars þá langaði mig að spyrja áhugans vegna hvort það sé nokkuð í rauninni hægt að komast til botns í einhverjum djúp-framburði í íslenzku. Yrði það ekki að vera einhverskonar gáfuleg kenning frekar en mæling á ofurhægu tali, sem gæti sagt okkur eitthvað um skiptingu hljóða milli atkvæða? (Að tala hægt, til þess að mæla framburð, er - ef svo má segja - skölun. Og það er alltaf hætta á því við skölun, að stigsmunur breytinst í eðlismun.)
Nú hef ég heyrt að það gangi í gegnum rússnesku (eða þá að minnsta kosti í formáli hennar) atkvæðagerðin [samhljóð]-[sérhljóð]. Þannig er atkvæðaskiptingin ma-tí-go-ry mjög eðlileg, en t.d. am-ít-og-yr væri óhugsandi. Þetta heyrði ég sem útskýringu á eðli stafsins Ъ, en hann táknar „ósérhæft“ sérhljóð á eftir samhljóða í enda orðs. (Þannig að ef við ætluðum að skrifa matígor í staðinn fyrir matígory, þá yrði það matígorЪ.)
Er einhver svipaður fídus (- þeir sletta roðunum sem kunna þau.) í íslensku?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 21/7/09 09:54

Blöndungur mælti:

En annars þá langaði mig að spyrja áhugans vegna hvort það sé nokkuð í rauninni hægt að komast til botns í einhverjum djúp-framburði í íslenzku.

Ég hygg svo ekki vera. Menn hafa fært fram afar góð rók fyrir því að til séu baklægar gerðir beygingarmynda sem liggi til grundvallar í orðasafninu í heila okkar. Þá er vel þekkt sú kenning að allar setningar sem við mælum ættu sér svokalla djúpgerð í heila okkar sem síðan undirgengist ýmiss konar færslur og breytingar á leið sinni til endanlegrar setningar. Málfræðingar skiptast mjög í tvö horn um afstöðu til þess hvort djúpgerðarin sé til.

Hljóðkerfisfræði er hins vegar ekki svona „djúp“. REglur sem þar eru settar fram eru yfirleitt auðsannanlegar og því mun síður umdeildar. Dæmi um það er að þegar sérhljóð fer á undan -gi tvíhljóðast það: vegur [e] ->vegi [ei]. Hljóðkerfisfræðin lifir auk þess nánu samlífi við frænku sína, hljóðfræðina, sem er klár raunvísindagrein, undirgrein eðlisfræði.

Blöndungur mælti:

Yrði það ekki að vera einhverskonar gáfuleg kenning frekar en mæling á ofurhægu tali, sem gæti sagt okkur eitthvað um skiptingu hljóða milli atkvæða? (Að tala hægt, til þess að mæla framburð, er - ef svo má segja - skölun. Og það er alltaf hætta á því við skölun, að stigsmunur breytinst í eðlismun.)

Víst tók ég sem dæmi hvernig finna má atkvæðaskil með því að draga seiminn. Það er þó alls ekki á grundvelli þess sem fræðimenn sýna fram á hvar atkvæði skiptast. Þetta er bara þumalputtaregla. Skipting orða í atkvæði er ekki uppfinning málfræðinga og hún byggist ekki á óeðlilegu tali.

Blöndungur mælti:

Nú hef ég heyrt að það gangi í gegnum rússnesku (eða þá að minnsta kosti í formáli hennar) atkvæðagerðin [samhljóð]-[sérhljóð]. Þannig er atkvæðaskiptingin ma-tí-go-ry mjög eðlileg, en t.d. am-ít-og-yr væri óhugsandi. Þetta heyrði ég sem útskýringu á eðli stafsins Ъ, en hann táknar „ósérhæft“ sérhljóð á eftir samhljóða í enda orðs. (Þannig að ef við ætluðum að skrifa matígor í staðinn fyrir matígory, þá yrði það matígorЪ.)

Stafurinn Ъ, er yfirleitt kallaður mjúka merkið.

Er einhver svipaður fídus (- þeir sletta roðunum sem kunna þau.) í íslensku?[/quote] Í rússnesku nútímamáli hefur hann ekkert beint hljóðgildi heldur breytir hann framburði stafsins á undan (líkt og komma yfir staf hjá okkur, nema hvað mjúka merkið breytir framburði samhljóða). Í kirkjuslavnesku (töluð á miðöldum, móðir slavneskra mála) hefur Ъ átt sér hljóðgildi, líklega einhvers konar 'j' enda veldur mjúka merkið oftar en ekki því að undanfarandi samhljóð er borið fram nær framgóm en ella hefði verið.

Þetta er áhugaverð umræða en ég er hræddur um að hún styði í engu við vangaveltur um atkvæðaskil.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 31/7/09 14:27

Pó spurði hvort vísa sem hann lagði inn á kvæðaþráðinn væri e.t.v. ofstuðluð. Eins og ég skynja í henni hryjandina er hún svona:

| Síðan þú | fórst hef ég | ælt út um | allt og | skitið |
| úrgangi' í | blautu | formi og | misst allt | vitið. |
Með | skítinn í | buxunum | er ég víst | alveg að | deyja,
| ætli ég | flýi' ekki | bara til | Vestmanna | eyja.

Sem sagt: 3+3+3+2+2 í fyrriparti en 3+3+3+3+2 í botni.

Reyndar hefði ég þá viljað breyta 'blautu' í 'rennblautu' svo að takurinn slái betur.

Stuðlakandídatar eru feitletraðir. Botninn stuðlar á sérhljóðum og síðasti bragliðurinn hefst á sérhljóði.
Hér kemur ýmislegt til afsökunar:
- Þrír bragliðir skilja að höfuðstaf og lokabraglið - slík fjarlægð er of mikil þegar stuðla á eitthvað saman (og þótt minni væri)
- Lokabragliður er ekki sjálfstætt orð heldur síðari hluti samsetts orðs (þetta er reyndar léleg afsökun)

Þrátt fyrir þetta myndi ég reyna að forðast svona. Ég hef haldið því fram (sem þó er aldeilis ekki óumdeilt) að meint aukastuðlapör megi þola ef þau myndu ekki geta staðið að stuðlun. Hins vegar þykir mér lakara þegar sjálfur aðalstuðulinn dúkkar svona upp aftur þó að hann láti svona lítið kræla á sér.

Svo að ég fokki aðeins í vísunni, Pó, þá sting ég upp á:

Með | skítinn í | haldinu| hér um bil | er ég að | deyja,
og | held að ég | drulli mér | bara til | Vestmanna | eyja.

Mig minnir að það megi vera svona langt á milli síðari stuðuls og höfuðstafs í fimmliðakveðkap, er þó ekki alveg viss. Vafalaust má þó fixa þetta heldur skár.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 31/7/09 14:52

Það er svar frá Z. Natan við samskonar fyrirspurn frá mér á langllokulanglínuþræðinum.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
1/8/09 15:20

hlewagastiR mælti:

Pó spurði hvort vísa sem hann lagði inn á kvæðaþráðinn væri e.t.v. ofstuðluð. Eins og ég skynja í henni hryjandina er hún svona:

| Síðan þú | fórst hef ég | ælt út um | allt og | skitið |
| úrgangi' í | blautu | formi og | misst allt | vitið. |
Með | skítinn í | buxunum | er ég víst | alveg að | deyja,
| ætli ég | flýi' ekki | bara til | Vestmanna | eyja.

Sem sagt: 3+3+3+2+2 í fyrriparti en 3+3+3+3+2 í botni.

Reyndar hefði ég þá viljað breyta 'blautu' í 'rennblautu' svo að takurinn slái betur.

Stuðlakandídatar eru feitletraðir. Botninn stuðlar á sérhljóðum og síðasti bragliðurinn hefst á sérhljóði.
Hér kemur ýmislegt til afsökunar:
- Þrír bragliðir skilja að höfuðstaf og lokabraglið - slík fjarlægð er of mikil þegar stuðla á eitthvað saman (og þótt minni væri)
- Lokabragliður er ekki sjálfstætt orð heldur síðari hluti samsetts orðs (þetta er reyndar léleg afsökun)

Þrátt fyrir þetta myndi ég reyna að forðast svona. Ég hef haldið því fram (sem þó er aldeilis ekki óumdeilt) að meint aukastuðlapör megi þola ef þau myndu ekki geta staðið að stuðlun. Hins vegar þykir mér lakara þegar sjálfur aðalstuðulinn dúkkar svona upp aftur þó að hann láti svona lítið kræla á sér.

Svo að ég fokki aðeins í vísunni, Pó, þá sting ég upp á:

Með | skítinn í | haldinu| hér um bil | er ég að | deyja,
og | held að ég | drulli mér | bara til | Vestmanna | eyja.

Mig minnir að það megi vera svona langt á milli síðari stuðuls og höfuðstafs í fimmliðakveðkap, er þó ekki alveg viss. Vafalaust má þó fixa þetta heldur skár.

Uppástungan er góð - stuðlar mega standa í 2. og 3. kveðu í fimmliðakveðskap.

Sammála því að svona lagað beri að forðast. Mætti e.t.v. kallast „væg“ ofstuðlun.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 25/11/09 13:55

Mætti segja að fyrri stuðull í lágkveðu sé ekkert mál? (samanber: hengiflug glaðlega minni lyftir lundinni)
En seinni stuðull í lágkveðu sé forboðin baka? (samanber: Hafsjónum á má víst veiða)
Þó persónulega þyki mér bæði ljótt er þetta tæknileg spurning.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
25/11/09 16:02

Kífinn mælti:

Mætti segja að fyrri stuðull í lágkveðu sé ekkert mál? (samanber: hengiflug glaðlega minni lyftir lundinni)
En seinni stuðull í lágkveðu sé forboðin baka? (samanber: Hafsjónum á má víst veiða)
Þó persónulega þyki mér bæði ljótt er þetta tæknileg spurning.

Hvort heldur fyrri eða seinni stuðull geta vel staðið í lágkveðu, svo lengi sem hinn er í hákveðu.

Dæmi um fyrri stuðul í lágkveðu: Hún er draumadísin mín.
Dæmi um seinni stuðul í lágkveðu: Stúlkan mín er draumadís.

Reyndar eru bæði dæmin sem þú nefndir afspyrnuljót, en það er önnur saga.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 25/11/09 16:07

Já, þakka þér fyrir þessa áréttingu.
Dæmin voru að vísu höfð ljót að ásettu ráði, og þykir mér ankannalegt að þau séu lögleg, hvort heldur sem er.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
25/11/09 16:35

Það sem lýtir þessi dæmi er mikið ósamræmi í atkvæðafjölda bragliða. Fyrra dæmið verður svosem talið sleppa, þar sem ýmist eru tvö eða þrjú atkvæði í bragliðum. Seinna dæmið þarf hins vegar að lesa þannig að þriðji bragliður verði eitt atkvæði svo stuðlunin gangi upp. Bragliður getur aldrei verið eitt atkvæði og því er seinna dæmið ekki bara ljótt heldur líka rangt.

Það mætti hins vegar rétta með breyttri orðaröð: Víst má á | hafsjónum | veiða.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 25/11/09 19:50

Bragliður inni í línu getur verið eitt atkvæði, en það er bara ekki þannig í neinum af rímnaháttunum. Ég man eftir einni ágætri vísu, ég man því miður ekki höfundinn, en hann samdi hana á hagyrðingamóti.

Kvæða | menn | kveða | enn
kátt | spé
Virðist | mér | vinsælt | hér
W | C

En þetta var nú bara útúrdúr.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
26/11/09 01:18

Góð ábending og góð vísa.

Að auki var alhæfing mín að ofan auðvitað kolröng, enda bragliðir í enda línu bæði oft og tíðum eitt atkvæði.

‹Étur ofan í sig›

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 28/11/09 14:26

Þynnist sálin, veski og vasi
varla er það vinahót.

Sat á haka rót: sig ræskti.
Sötrið kæfir hennar óm.
Klárist drykkur, keyptur næsti.
Kliður magnast; lífið hjóm.

Heiðvirtur Úbbi lét í það skína að ég færi með stuðlaklúður hér, værirðu til í að útlista það nánar fyrir einfeldningnum mér?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 28/11/09 14:49

Mann og annan muntu ala Aukastuðlar
mætan bæði og þræsinn.
Einn mun hjala annar tala
ævi beggja ærið svæsin. aukastuðull

Einn mun klóra, annar tóra,
endasteypast, lenda á drumb,
baldinn, bellinn, bjóra þjóra,
bergja beisku, byrgja þumb. Alltof margir stuðlar

Gagn er þér að geyma klær
þó gjarnan brýna og fægja.
Réttvíst aga, reynast kær
ráða heilt og vá frá bægja.

Líta máttu lúkum nær
löstur ætíð er að rægja. Aukastuðlar
Tíminn buri togar fjær
takið á þeim mátt þá hægja.

Í þularstólnum þegnar sitja:
þokkar, tími, gjörðir, hnátur.
Dauði þeirra mun dag einn vitja

...Ég skil
duldar leystar lífsins gátur. Aukastuðlar‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 28/11/09 14:51

Sat á - haka - rót: sig - ræskti.

Hér eru stuðlarnir r í "rót" og "ræskti". S-ið í "sig" er inni í miðri kveðu og getur ekki stuðlað.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
        1, 2, 3 ... 38, 39, 40, 41  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: