— GESTAPÓ —
Skólastofan
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 39, 40, 41  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 1/9/06 22:10

Hér væri ráðlagt að leggja inn fyrirspurnir og kennslu hvað við kemur kveðskap.

Nú hefur nefnilega Limbrinn ykkar ákveðið að læra að kveða og í sannleika sagt þá bráðvantar mig 'löggilt' athvarf til að skvetta úr heimskubrunn mínum yfir ykkur og auk þess væri afar gott að hafa stað þar sem ég get krafist svara þegar ég þykist ekki skilja.

Tel ég vel við hæfi að ég byrji á að leitast eftir útskýringum á braghættinum 'limra'. Telji einhver sig fullfær um að þó ekki nema koma mér í gang í þeim málunum þá má hinn sami endilega leggja fram útskýringu hérna. (Og ekki myndi saka ef sá hinn sami myndi skrifa með Alltofstóru letri efst í innlegg sitt : 'Limra'.)

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Limra

Ekki get ég nú talist sérfróður um limrur. Ef ég fer með fleipur, bið ég mér fróðari aðila allravinsamlegast að leiðrétta hugsanlegar missagnir, ellegar bæta við ef eitthvað vantar. Uppá engilsaxnesku nefnist fyrirbærið Limerick, en það mun vera heiti á einhverjum írskum þéttbýliskjarna. Grundvallaratriðin hvað varðar bragfræði & uppbygginu eru eftirfarandi:

RÍM
Fimm ljóðlínur;
- línur 1,2 og 5 ríma hvervið aðra
- línur 3 & 4 ríma hvorvið aðra (Rímmynstur: AABBA)

HRYNJANDI
Í upprunalegri mynd samanstendur limra af s.k. þríliðum. A-línurnar innihalda þrjá slíka, en B-línurnar eru styttri & hafa tvo.
Sérhver þríliður er eitt áherzluþungt atkvæði ( _ ) plús tvö áherzlulétt ( - - )

Þetta er þó ekki alveg svona einfalt, því í orginal-limrunni byrjar hver lína á einu áherzlulausu atkvæði
(mig minnir að svoleiðis sé kallað öfugir þríliðir).

Grafískt gæti þetta litið út einhvurnveginn svona (bragliðir afmarkaðir með lóðréttum strikum) :

1) - | _ - - | _ - - | _ -
2) - | _ - - | _ - - | _ -
3) - | _ - - | _ -
4) - | _ - - | _ -
5) - | _ - - | _ - - | _ -

Réttast er þó að taka fram að til eru fjölmörg mismunandi afbrigði af þessu, bæði tvíliðuð & þríliðuð.

STUÐLASETNING
Þarsem limran er í vissum skilningi nýbúi í íslenzkri bragarflóru er ekki beinlínis hægt að gefa nákvæma uppskrift á stuðlasetningu . . .
Almenna reglan er þó vitanlega sú að stuðlar lenda ævinlega á áherzluþungum atkvæðum
(sjá nánari umfjöllun Isaks hér að neðan) .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 2/9/06 00:11

Limra 2

Við þetta er bara að bæta umræðu um stuðla:

Í limrum gilda margar hefðir um stuðla, a.m.k. þessar.

1) Fyrstu tvær línurnar eru með stuðla og höfuðstaf.

2)

a) Þriðja og fjórða eru svo hugsanlega með tvo stuðla og höfuðstaf *eða'
b) Næstu þrjár hver með sinn höfuðstaf (sem stuðla saman) 'eða'
c) Þriðja með stuðul og fjórða með höfuðstaf og fimmta sér um stuðlapar.

(Leiðréttið endilega ef þörf er á.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Og hvað í andskotanum er stuðlar og höfuðstafir ?

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hrani 2/9/06 00:37

Einhvernstaðar las ég það að í limruhefðinni engilsaxnesku væri limran alltaf tvíræð, ekki klámfengin og í fyrstu línunni væri alltaf kynnt til sögunnar einhver stúlka.
Sbr:
There was a young lady from Kent
She said that she knew what it ment
to be asked out to dine
on lobster and wine
she knew what it ment, and she went
(Gúgglað)

Íslendingar hafa frekar blandað inn í limruna stuðlum og höfuðstöfum frá ferskeytlunni íslensku og ekki skeytt um tvíræðni nema sem uppbót.

Það gerðist hér „Suður með sjó“
Siggi á Vatnsleysu dó
og ekkjan hans, Þóra,
var ekki að slóra
til útfarar veislu sig bjó.

(Sigurður Þórarinsson)

Limruformið getur verið mjög skemmtilegt þar sem áherslurímið er á tveimur stöðum.

Ef einhverjum langar að spreyta sig á limrugerð þá er ágætt að raula við þær lög sem allir kunna t.d.
Jarðarfaradagur (Það gerðist hér suður með sjó)
Sjómaður dáðadrengur (Hann var sjómaður dáðadrengur)
Saga úr sveitinni (Kveð ég um konu og mann (Megas))

Hott hott
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/9/06 07:40

Bragfræðisíður:

http://www.rimur.is
http://www.heimskringla.net/bragur

Og rímbankinn hefur verið endurbættur stórlega:

http://www.heimskringla.net/rim.php

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/9/06 02:43

Maður þyrfti að leggjast ofan í þetta fræðsluefni...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/9/06 15:43

Nú leiðist mér... er enginn sem vill tala um ofstuðlun, innrím eða stuðlaberg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 22/9/06 16:14

Jú Skabbi kennari, mig langar að vita hvort eftirfarandi ljóðlína er rétt stuðlasett (og ef ekki, þá af hverju):

Lesið hef ég Hávamál

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/06 16:19

Anna Panna mælti:

Jú Skabbi kennari, mig langar að vita hvort eftirfarandi ljóðlína er rétt stuðlasett (og ef ekki, þá af hverju):

Lesið hef ég Hávamál

Hárrétt... á ég ekki að segja þér afhverju... afþví að „Háva“ er fremst í þriðja braglið og hinn stuðullinn (hef) er fremstur í braglið...

Lesið/ hef ég/ Háva/mál

í ferskeytlum þá er mikilvægast að hafa stuðulinn fremst í þriðja braglið, eins og er hjá þér...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 22/9/06 16:27

Og er þessi vísa þá í samræmi við einhvers konar bragháttarreglur??

Lesið hef ég Hávamál,
Hobbitann og fleira.
Auðga með því mína sál
meðan aðrir virkja ál.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/9/06 16:37

Mér sýnist hún bara vera í fullu samræmi við allar slíkar reglur. Glæsilegt.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/06 20:54

Í fínu lagi sýnist mér... xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/06 12:31

Ég hef verið í bréfaskiptum við Loka (frábært skáld) í gegnum póststöðina okkar, þar sem við ræddum um Oddhendur... ég hef komist að sömu niðurstöðu og hann... segið svo að ekki sé hægt að kenna gömlum hundi að sitja...

Upp komu umræður um hvernig ætti að gera Oddhendu, sem dæmi um Oddhendu er hérna ein:

Ræsum görn í góðri törn,
gegnum örna núna,
skálarkvörn og klósett vörn
kálar örn og trúna.

Takið eftir innríminu og endaríminu sem fylgist að...
Síðar kom vísa í þessum stíl, ekki hringhent en í oddhentum stíl að því er virðist:

Saman kveðum sátt og með,
sendum fleiri vísur.
Út'er freðið, frost og streð,
því fæ mér soðnar ýsur.

Þá komu í ljós misvísandi leiðbeiningar á tveimur þekktum heimasíðum... Heimskringlunni og Ferskeytlunni, sem eru frábærar heimasíður um bragfræði...

Einnig rámaði mig í að hafa séð hlewagastiR og Sundlaug ræða þessi mál á þræði sem nú er horfinn og að niðurstaðan hafi verið að halda oddhenduþræðinum oddhentum og hringhentum og að það væri alls ekki skylda að hafa þær hringhentar, nema þá á þeim þræði... (oddhenduþráður)

Að auki hafði ég lesið þessar línur hjá honum Barbapabba:

Tilvitnun:

ODDHENT

Oddhent/fjörið/ekki/spörum
eflum/kvæða/grín.
Enn við/förum/upp að/börum
ef við/kjósum/vín.

Í oddhendum bragarháttum ríma s.s. saman 2. bragðliður og 4. bragliður fyrstu línu saman og við sambærilega liði í 3. línu.

og því tók ég því sem stóð á rimur.is (biblían - bragfræði og háttatal Sveinbjörns Beinteinssonar) sem dýrara afbrigði af oddhendu:

Kvæði:

45
Oddhent   

Maður tjáir þessi þá
þegnum knáu hallar:
„Listir fáar“, sagði sá,
„sýna má ég snjallar“

Loki benti mér á að samkvæmt háttatali Sveinbjarnar Beinteinssonar væri þetta frumstiklað:

Kvæði:

24
Frumstiklað/Stikla    

Gróskan ör að engu spör,
ýtum hygg ég fái
dágóð kjör, sem dýrlegt smjör
drypi af hverju strái.

Þetta vakti furðu hjá mér... og komst ég að þeirri rökréttu niðurstöðu að Loki hefði haft hárrétt fyrir sér... og til að gera ekki lítið úr þeim bragfræðisnillingum sem tala um Frumstiklur/Stiklu sem Oddhendur... þá skal það bætt við að samkvæmt Orðaskrá þá er búið að breyta eldri heitum og það sem hét áður aldýr oddhenda, heitir nú oddhent og það sem hét áður hálfdýr oddhenda, heitir nú frumstiklað eða fráhent.

Fráhent er svo annað skemmtilegt afbrigði sem við skulum kíkja á síðar...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 29/9/06 12:51

Hvað heitir þá þessi vísa?

Logar sálarsyndarbál
sjúkt er hjartað lúna.
varla ál hér myndarmál
mikið kvartað núna.

Mér finnst vont að binda þráðinn eingöngu við Oddhendur heldur hafa þennann möguleika líka en þá verð ég að breyta nafni þráðarins en hvað á hann að heita?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/9/06 12:53

Þannig að rimur.is er biblía númer 1, 2 og 3? (Hætta sumsagt að gúgla og treysta því sem þar kemur upp.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/06 13:14

Offari mælti:

Hvað heitir þá þessi vísa?

Logar sálarsyndarbál
sjúkt er hjartað lúna.
varla ál hér myndarmál
mikið kvartað núna.

Mér finnst vont að binda þráðinn eingöngu við Oddhendur heldur hafa þennann möguleika líka en þá verð ég að breyta nafni þráðarins en hvað á hann að heita?

Þetta er þá væntanlega frumstikluð, síðhent...

http://rimur.is/?i=4&o=135
http://rimur.is/?i=4&o=124

Sem þessi vísa hér er blanda af:
http://rimur.is/?i=4&o=126

Kvæði:

26
Frumstiklað, síðhent

Yndi hlúir sýnin sú;
sinnið öra hlýnar.
Þar að búa þráir nú
þegn, unz fjörið dvínar.

Ég veit ekki hvað þráðurinn ætti að heita til að blanda því saman... kannske Oddhent og Frumstiklað?

Umræða um bragarhætti er alltaf skemmtileg, en jú besta heimild sem maður finnur um hætti á netinu er að sjálfssögðu rimur.is...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 29/9/06 14:09

Skemtilegra væri að fá álit frá fleirum áður en ég breyti nafni og hvort menn vilja þessa breytingu á þráðnum.

KauBfélagsstjórinn.
     1, 2, 3 ... 39, 40, 41  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: