— GESTAPÓ —
Spurningaleikur hvað-sem-ann-nú-heitir
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 103, 104, 105 ... 111, 112, 113  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/3/10 20:57

Neibb.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 26/3/10 20:57

Eyrarbakki?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/3/10 20:58

Öldungis ekki.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 26/3/10 21:02

Blönduós?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/3/10 21:03

Ónei.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 26/3/10 21:04

Húsavík?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/3/10 21:06

Neibb.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 26/3/10 22:48

Það eru firn mikil ef ekki tekst að ráða fram úr þessari spurningu. En fyrst gisk og brjóstvitshugdettur hafa allar reynst rangar, þá er bara eftir að notast við rökleiðslu.
Ef það er skoðað, hvað Íslendingar keyptu á þessum tíma; hvar rík héruð eða valdastöðvar voru staðsettar; og hvað Íslendingar höfðu að selja og hvar það var upprunnið - þá held ég að niðurstaðan sé sú að horfa fyrst og fremst á stór og fjölmenn búskaparhéruð með aðgang að fáum höfnum. Fyrst hvorki Gásir né Kolkuós eru rétt svör, þá er eðlilegt að horfa á hið glæsilega Árnesþing, með Skálholtsstól sumblandi í ríkidæmi sem þurfti að eyða, og alla góðbændurna sem óðu í vaðmáli.
Verandi sæmilega heima í átthagafræði Árnessýslu, þá held ég að ekki sé öðrum höfnum að dreifa á þessum tíma en Eyrum og Þorlákshöfn. Eyrarbakki er víst ekki svarið, og hvað varðar Þorlákshöfn þá held ég að flest almennilegt fólk þá hafi ekki nennt að ferðast niður allt Ölfusið til þess að versla. Enn síður út á Suðurnes, enda var Suðurstrandarvegur ekki enn kominn á vegaáætlun.
Nú má bregða augunum suður yfir heiðar, en hvorki Hafnarfjörður né Reykjavík reyndust rétt svör. Hafnir í Kollafirði held ég að séu fáar - nema Sundahöfn, en samvinnumenn voru þá ekki eins umsvifamiklir og þeir urðu síðar. Þá er bara eftir Hvalfjörður, en það er ekki tiltakanlega langt þaðan í góðsveitirnar. Miðað við að Botnsskáli var þá enn ekki kominn í gagnið, þá giska ég á að verslunarstaðurinn sem um er spurt, sé á Ferstiklu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 26/3/10 22:57

Hyggjuvit þitt er mikið, þar eð þú valdir réttan fjörð. Nákvæm staðsetning er þó ekki rétt hjá þér.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 26/3/10 23:00

Hlýtur þá að vera Þyrill.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Megas 26/3/10 23:53

Einar Herjólfsson kom með svartadauða (ekki búsið) í Laxárvog. Gæti það verið pleisið?

Jeg er Megas.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 27/3/10 11:43

Hann kom akkúrat með svartadauða á umspurðan stað, en hann heitir ekki Laxárvogur. Staðurinn gæti sjálfsagt talist standa við Laxárvog, en nefndist annað (og nefnist það sjálfsagt enn, þó enginn sé þar kaupstaðurinn).

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Megas 27/3/10 13:24

Þetta er nú smámunasemi í meira lagi en þá segi ég Búðarhöfn. Annars held ég alveg næstum örugglega að er þetta sé ekki rétt hjá þér og að svarið sé Hellissandur eins og ég sagði fyrir löngu. En ég segi samt Búðarhöfn til gleðja þig.

Jeg er Megas.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 27/3/10 16:51

Þetta ranga svar gladdi mig ekkert.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Megas 27/3/10 21:50

Þá hlýturðu að vera með Maríuhöfn í huga. Nú eða Hvalfjarðareyri. Hvaða heimildir styðstu annars við? Ég meina, það var Hellissandur. Já, og ég er Megas.

Jeg er Megas.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 27/3/10 21:55

Maríuhöfn telst rétt svar. Heimildir mínar eru meðal annars Landið þitt Ísland og Wikipedia. Hvoru tveggja ættu flestir að geta flett upp.

http://is.wikipedia.org/wiki/Mar%C3%ADuh%C3%B6fn_%C3%A1_H%C3%A1lsnesi

Hananú; rétturinn er yðar.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Megas 27/3/10 22:20

Ja hérna, fyrst það stendur í Wikipediu þá hlýtur það að vera satt ‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›.

Hvaða landsfræga skaðræðiskona var samkvæmt áreiðanlegum heimildum aflífuð og stoppuð upp á síðari hluta tuttugustu aldar og er, samkvæmt sömu áreiðanlegu heimildum, gestum og gangandi til sýnis á byggðasafni nokkru suðvestanlands?

Jeg er Megas.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 27/3/10 22:43

Þó að gátan sé nú leyst, þá langar mig að blanda mér aðeins í umræðuna, enda er ég farinn að tútna út af hyggjuviti.
Eftir nokkra fyrirgrenslun (v.a.m. eftir að ég hafði leiðst að Hvalfjarðar-ályktuninni) þá get ég ekki litið framhjá því að 14. öld markar einmitt upphafið að sk. fiskveiðaöld (1300 - 1550), sem tók við af landbúnaðaröld (frá landnámi).Tímabil þessi eru nefnd eftir helstu útflutningsafurð Íslendinga, sem var fyrst vaðmál, en skreið varð síðan mikilvægust á 14. öld. 14. öldin hefur líka verið kölluð norska öldin (15. öldin sú enska, og 16. sú þýska) m.a. eftir umsvifum norskra kaupmanna, sem stóðu í miklum skreiðarkaupum. Þá eðlilega urðu til fjölsætnar hafnir á stöðum nálægt góðum fiskimiðum, sérstaklega má nefna Snæfellsnes (Rif, Ólafsvík o.fl.) Hinsvegar finnst mér ólíklegt að Hellissandur hafi verið stærri kaupstaður og verslunarhöfn en Maríuhöfn í Hvalfirði; varla hafa landsmenn hlaupið frá prjónunum (kunnugir sjá hér staðreyndavillu) og farið að sýsla með skreið akkúrat við upphaf 14. aldar, þannig að Maríuhöfn hlýtur að hafa verið afar mikilvæg verlsunarhöfn á þessum tíma, með húsatimbur, messuvín o.þ.h. Auk þess er á heimasíðu Kjósarhrepps af nokkurri drýldni tíundað að aðföng Skálholtsstóls og utanferðir biskupanna sjálfra hafi farið í gegnum Maríuhöfn. Auk þess er hún mun betur sett í sveit en verstöðin Snæfellsnes. (Furðulegt að Maríuhöfn skuli ekki hafa endað sem höfuðborg, sveimérþá. Það væri þá skemmtileg tilviljun að hún er nafna höfuðstaðar Álandseyja.)
Annars þá er þessi staðhæfing um Maríuhöfn kommin frá dr. Birni Þorsteinssyni, sem var manna fróðastur, ef dæma má af ritstörfum hans, um verlsunarsögu Íslendinga á miðöldum. Þessvegna tel ég ekki ástæðu til að rengja sannindin í spurningunni.

        1, 2, 3 ... 103, 104, 105 ... 111, 112, 113  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: