— GESTAPÓ —
Litaspá dagsins
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3 ... 85, 86, 87  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 1/9/06 09:01

Það er vissara að opna þennan daglega glaðning á nýjan leik ‹Ljómar upp og hengir auglýsingu á vegginn›

Fyrir þá (fáu) sem ekki þekkja litaspána þá er hún lítið kver sem hverjum og einum ber að hafa að leiðarljósi þann daginn. Sem fyrr mun ný spá birtast á hverjum virkum degi.

Þessi er fyrir daginn í dag:

Litaspá dagsins fyrir litamerki Baggalútíu.

Rauður
Góður dagur fyrir viðskiptin ef þú tekur ekki of mikla áhættu í fjármálunum.

Grænn
Störf þín í dag eiga eftir að verða þér til framdráttar á vinnustað. Góður dagur til að ná hagstæðum samningum.

Blár
Þú átt við tímabundið vandamál að stríða Leitaðu ráða hjá þér eldri og reyndari manni.

Gulur
Ábatasamur dagur ef þú sýnir aðgæslu í fjármálum. Þú ættir að gera sameiginlega fjárhagsáætlun með fjölskyldu þinni.

Brúnn
Vandamál sem kemur upp á heimili þínu gæti kostað deilu við maka þinn en samstarf ykkar beggja getur leyst þann vanda.

Liljubleikur
Einhver fjölskyldumeðlimur hefur komið sér í klípu með fljótfærni sinni en með ráðsnilld þinni getur þú greitt úr vanda hans.

Sterkgulur
Ef þú gætir þess að eyða ekki um efni fram getur þú komið fjárhagnum í viðunandi horf. Framtaksemi þín kemur þér til góða.

Grár
Einhver fjölskyldumeðlimur fer í taugarnar á þér með ósanngirni sinni. Sýndu umburðarlyndi, þú munt fá það launað síðar.

Hrifblár
Heilsufar þitt er ekki sem best í dag og skaltu því forðast alla líkamlega áreynslu. Hugboð sem þú hefur fengið mun reynast rétt.

Rjómahvítur
Þú munt ná hagstæðum samningum í dag ef þú treystir á eigin dómgreind en hlustar ekki of mikið á ráðleggingar vina þinna.

Ljósblár
Þú getur komið áætlunum þínum í framkvæmd ef þú ert ekki of fljótfær. Dagurinn verður ánægjulegur.

Litaspá þessi er ætluð til dægrastyttingar en eru ekki nákvæm vísindi

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 1/9/06 09:02

‹byrjar að lita›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 1/9/06 09:04

‹Róar sig niður og hleypur svo af stað›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 1/9/06 09:05

Er fæðingarorlofið vinnustaður? ‹Reynir að gera rúmliggjandi samning við konuna›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/9/06 03:03

Kom ekki spá í dag?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 3/9/06 12:56

Ívar Sívertsen mælti:

Kom ekki spá í dag?

Spáin kemur á hverjum virkum degi. Þessi dagur er eldrauður og óvirkur. ‹Slekkur aftur á deginum›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 4/9/06 10:29

Litaspá dagsins fyrir litamerki Baggalútíu.

Rauður
Leynilegt ástarævintýri sem þú átt í dag fer illa í þig. Svona leynimakk á ekki við þig.

Grænn
Þú átt í hugarstríði vegna erfiðrar ákvörðunar. Láttu vini þína ekki hafa áhrif á ákvörðun þína.

Blár
Vandamál einhvers fjölskyldumeðlims mun eiga hug þinn allan í dag. Reyndu að láta það ekki trufla þig við mikilvæga ákvörðun.

Gulur
Þú ert niðurbrotinn í dag vegna misheppnaðs ástarævintýris. Reyndu að hressa þig við, það eru fleiri fiskar í sjónum.

Brúnn
Þú átt í erfiðleikum með að láta endana ná saman en með aðeins meiri fyrirhyggju mun það ganga betur.

Liljubleikur
Rifrildi sem þú hefur lent í hefur niðurdrepandi áhrif á þig. Reyndu að ná sáttum, þetta er allt vegna misskilnings.

Sterkgulur
Reyndu að halda áætlun þinni við framkvæmd á erfiðu verki. Þá mun allt fara vel.

Grár
Góður dagur til hvers konar samningagerðar. Haltu þig heima í kvöld.

Hrifblár
Einhver vinur þinn á í tímabundnum fjárhagsörðugleikum. Aðstoðaðu hann ef þú mögulega getur.

Rjómahvítur
Þú ert alltof hlédrægur. Láttu ekki ákveðna persónu traðka á þér.

Ljósblár
Þú munt fá óvenjulegt tilboð í dag sem þú átt erfitt með að neita.

Litaspá þessi er ætluð til dægrastyttingar en eru ekki nákvæm vísindi

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 4/9/06 10:33

Hrifblár
Einhver vinur þinn á í tímabundnum fjárhagsörðugleikum. Aðstoðaðu hann ef þú mögulega getur.

‹Tekur upp veskið›

Hvað vantar þig mikið búbbinn minn ?

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

‹Lyftir eyrunum uppfyrir haus til merkis um..... æjjjjj›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/06 10:42

‹Tekur sjálfstæða ákvörðun›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/9/06 12:04

Ég held að ég setji frekar undirskriftina en heilann á pappírinn.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 4/9/06 18:14

Ástarævintýri? Huh...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 4/9/06 18:30

‹Fer á mótþróaskeiðið og neitar öllu›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/9/06 19:23

B. Ewing mælti:

Grænn
Þú átt í hugarstríði vegna erfiðrar ákvörðunar. Láttu vini þína ekki hafa áhrif á ákvörðun þína.

Eruð þjer þá að mæla með að vjer látum í staðinn óvini ríkisins hafa áhrif á ákvörðun vora ?
‹Hrökklast afturábak og hrasar við›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 4/9/06 20:21

blóðugt mælti:

Ástarævintýri? Huh...

Saklaus, þú getur ekki sannað neitt.

‹Starir þegjandi út í loftið›

‹Bendir á búbbann›
það var hann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 4/9/06 20:27

Hvæsi mælti:

blóðugt mælti:

Ástarævintýri? Huh...

Saklaus, þú getur ekki sannað neitt.

‹Starir þegjandi út í loftið›

‹Bendir á búbbann›
það var hann.

Hvað ertu nú að bulla?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 4/9/06 20:43

‹Glottir eins og fífl›
‹Setur hendurnar fyrir aftan bak og dinglar hægri löppinni›‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 4/9/06 21:12

‹Skilur hvorki upp né niður...›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/06 21:17

En til hliðar?

KauBfélagsstjórinn.
     1, 2, 3 ... 85, 86, 87  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: