— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 433, 434, 435 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/3/16 13:47

Engan þarf hún eigin mann
er hún þangað mætir.
Eflaust marga klæki kann
er karlmanns leysið bætir.
---------------------------------------
Pípan er mesta þarfa þing
þegar viltu smókinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/3/16 15:21

Pípan er mesta þarfa þing
þegar viltu smókinn.
Í hana set ég arfa og lyng...
á Einar tvo svo hrókinn.

Út í sjó ég aftur geng
og eflaust þar mig hengi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 29/3/16 16:32

Út í sjó ég aftur geng
og eflaust þar mig hengi.
En áður, því ég er í spreng,
ætla að míga. Lengi.

Um banakringlu bandið vatt
og bjóst til þess að stökkva

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 31/3/16 13:47

Um banakringlu bandið vatt
og bjóst til þess að stökva.
En fallið virtist býsna bratt
og böndin sundur hrökkva,
---------------------------------------
Ef ríkisstjórnin fellur frá
Framsókn mun um kenna.

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 31/3/16 20:21

Ef ríkisstjórnin fellur frá
Framsókn mun um kenna
þeim sem lygum sjúkum sá
um Sigmund; og kjaft glenna.

Kastaðu ekki kúk úr skríl
í kyrran hyl.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/4/16 14:07

Kastaðu ekki kúk úr skríl
í kyrran hyl.
Áðan sá ég fullan fíl
finna til.
--------------------------------
Sigmund þarf að tukta iil
tæpt er stjórnarfarið.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/4/16 15:20

Sigmund þarf að tukta til
tæpt er stjórnarfarið.
Aflandsfé ég ekki skil
ó, hve lekt er karið.

Leynigestur læðist inn
og laumast til að spyrja:

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/4/16 17:37


Leynigestur læðist inn
og laumast til að spyrja.
Það var aumi andskotinn
asnar landsins ,kyrja.
----------------------------------
Vorið gefur okkur von
og væntumþykju.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/4/16 18:23

Vorið gefur okkur von
og væntumþykju.
Getur mister Gunnlaugsson
gert eitthvað úr mykju?

Ólætin við austurvöll
ekkert vilja minka.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/4/16 18:44

Ólætin við austurvöll
ekkert vilja minka.
Heyrnarlaus, þaú hróp og köll
heyrir engin Svínka.

Ef þú gerir eitthvað rangt,
ekki viðurkenna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/4/16 18:52

Ef þú gerir eitthvað rangt,
ekki viðurkenna.
Nema þegar nefið langt
neitar því að stemma,

Vinstri skríllinn vælir enn
og varpar frá sér eggjum.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/4/16 18:56

Vinstri skríllinn vælir enn
og varpar frá sér eggjum.
Rauður ég af reiði brenn,
refsum þessum seggjum.

Friða ætti fjármagnið
sem falið er í skjólum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 16/4/16 13:32

Friða ætti fjármagnið
sem fokiðð er í skjólin.
Eins með gamla n,gagnið
og grösugan bæjarhólin.
..................................................
Bjart er yfir borginni
og bæjirnir alt í kring.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/4/16 17:47

Bjart er yfir borginni
og bæjirnir alt í kring.
Syndin hvarf með sorginni,
er settu þær upp hring.

Úti er súld og séra Kúld
sýnist búlduleitur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/4/16 14:12

[b][i]

Úti er súld og séa Kúld
sýnist búlduleitur..
Hellist regn og drýpur dúld,
djöfull er karlinn feitur.
--------------------------------------
Vænkast hagur vetur frá
vorsins tími kemur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/4/16 15:43

Vænkast hagur vetur frá
vorsins tími kemur.
Fara lítil lömb á stjá,
við lágfótu þeim semur.

Týnum lítil lambaspörð
og látumst vera í berjamó.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 22/4/16 16:39



Týnum lítil lambaspörð
og látumst vera í berjamó.
Sum eru grá og heldur hörð
Helgi í dollu um þau bjó.
------------------------------------
Botninn suður í Borgarfjörð,
Bakka sveinar létu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/4/16 21:12

Botninn suður í Borgarfjörð,
Bakka sveinar létu.
Um hann stóðu vottar vörð,
sem vopn þeir höfðu zetu.

Í Hlíðarfjalli Andrés Önd
ekki lætur sjá sig.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 433, 434, 435 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: