— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 431, 432, 433 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 24/12/15 21:36

Andann dreg ég aftur nú
svo áfram lífið haldi.
Átt þú barn með frekri frú
sem fekk þig til með valdi?

Dónalegur oft ég er
en alltaf samt að grínast.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 25/12/15 11:02

Dónalegur oft ég er
en alltaf samt að grínast.
Þótt siðareglur sæmi mér
sumar vilja týnast.

Ofgnóttin er ógeðsleg
þótt öllum virðist sama

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/12/15 14:12

Ofgnóttin er ógeðsleg
þótt öllum virðist sama.
Kristileg er kirkjan treg
að komast hjá þeim ama.

Ég Spilverkstóna spila nú
með spekingslegum orðum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 25/12/15 15:24

Ég Spilverkstóna spila nú
með spekingslegum orðum,
hlusta svo að mitt heilabú
hrökkvi ekki úr skorðum

Hljóðmengunin streymir stíft
stuðlar að hlýnun jarðar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/12/15 17:20

Hljóðmengunin streymir stíft
stuðlar að hlýnun jarðar.
Ýmsum finnst það apókríft
og um það fáum varðar.

Jesús fékk í jólagjöf
jötu, hálm og búfé.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 28/12/15 15:14

Jesús fékk í jólagjöf
jötu, hálm og búfé
sem dugðu yfir dauða og gröf
þótt dauflegt þarna nú sé.

Halda kann ég hátíð vel
þótt harla rýr sé trúin

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/12/15 22:14

Halda kann ég hátíð vel
þótt harla rýr sé trúin.
Leik mér þá að legg og skel
með liðamótin fúin.

Eftir jólaátið hefst
áramótaveislan.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 10/1/16 18:44

Eftir jólaátið hefst
áramótaveislan.
Magafylli fátíð gefst
frægð mun hljóta neyslan.

Við rafmagn nú í samband set
sígarettu mína

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/1/16 19:16

Við rafmagn nú í samband set
sígarettu mína.
Af því mun þitt aukast fret,
ekki er ég að grína.

Lagabálka leiðist mér
að lesa fyrir háttinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 10/1/16 21:32

Lagabálka leiðist mér
að lesa fyrir háttinn
Svo Djöfulinn mig dreyma fer
og Disney sjónvarpsþáttinn.

Bjöggar eru betri en ríkið
banka að reka Ísalands,

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/1/16 23:15

Bjöggar eru betri en ríkið
banka að reka Ísalands,
samt enn við snyrtum af þeim líkið,
örlög heimsins mesta strands.

Enn er komin niðdimm nótt,
nær mun dagur rísa?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/1/16 17:59

Enn er komin niðdimm nótt,
nær mun dagur rísa?
Sætu börnin sofa rótt
og sól mun aftur lýsa.

Vetur kóngur virðist nú
vera nokkuð sterkur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 15/1/16 22:44

Vetur kóngur virðist nú
vera nokkuð sterkur.
Á því hef ég alla trú
að hann teljist merkur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 15/1/16 23:06

Á því hef ég enga trú,
né af því hljótist verkur,
að fyrripart sem feika nú
finnist nokkrum merkur.

Hálfnað verk sem hafið er
hagyrðingar klára

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/1/16 07:32

Hálfnað verk sem hafið er
hagyrðingar klára.
Í stuðlabankann strax ég fer
og Sturlaug finn þar Smára.

Eflaust botnar einhver hér
yrðingarnar þessar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 16/1/16 07:51

Eflaust botnar einhver hér
yrðingarnar þessar.
Aftur ég á fætur fer
fyrr en prestur messar.

Dagur ennþá dimmur er
í dvala sólin liggur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 1/2/16 17:35

Dagur ennþá dimmur er
í dvala sólin liggur.
Vetur reynist vondur mér,
von og gleði tyggur.

Það er af sem áður var,
ósköp fátt sem gleður

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 1/2/16 17:51

Það er af sem áður var,
ósköp fátt sem gleður
Best að vera þá og þar
þegar eitthvað skeður.

Vonir okkar vakna nú
er vorið fer að nálgast.

KauBfélagsstjórinn.
        1, 2, 3 ... 431, 432, 433 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: