— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 425, 426, 427 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/7/15 00:11

Er ég bjó í Breiðuvík
börnin oft ég píndi.
Skellti hurðum, skar út brík
og skuggamyndir sýndi.

Ég er bestur, ég er frár,
ég er skálkur frera.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 29/7/15 14:35

Ég er bestur,ég er frár
ég er skálkur frera.
Þrauta píndur kerru klár
kann ekkert til mera .
---------------------------------
Í augnakvörmum titra tár,
taugar yfir spentar

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 29/7/15 16:25

Í augnakvörmum titra tár,
taugar yfir spentar,
opinmynntur, öskugrár
(eins og stundum hentar).

Túrisma ég tel til slyss
og tímabært að ljúka.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/7/15 17:50

Túrisma ég tel til slyss
og tímabært að ljúka.
Gagnslaust þeirra gula piss
og glottið, er þeir kúka.

Fari þeir sem fyrst til Sviss
fjármuni að strjúka.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 30/7/15 13:37

Fari þeir sem fyrst til Sviss
fjármuni að strjúka,
Alveg varð ég hreina hiss'
úr hausnun fór að rjúka.
--------------------------------------------

Hún var skondinn Ligga lá
litla kisan gráa.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/7/15 15:18

Hún var skondinn Ligga lá
litla kisan gráa.
Upp hún sleikti á við þrjá
eðalsmjörið þráa.

Veistu hver sig vandi á
að villast heim á kvöldin?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/8/15 16:05

Veistu hver sig vandi á
að villast heim á kvöldin?
Reyndist erfið raunin þá
að rata heim í tjöldin.

Sumarið er súrt og blautt.
sit ég bara heima

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/8/15 16:36

Sumarið er súrt og blautt,
sit ég bara heima.
Allt er nú sem orðið dautt,
og ærnar virðast breima.

Allir komust heilir heim
sem hentust út í sjoppu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/8/15 16:51

Allir komust heilir heim
sem hentust út í sjoppu.
Bússur reyndust best á þeim
sem blotna ei á loppu.

Kaffitár og kökusneið
karlinn núna snæðir.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/8/15 00:27

Kaffitár og kökusneið
karlinn núna snæðir.
Eflaust fer það alla leið,
og svo magann glæðir.

Jónas heldur jafnan frí
um jól í hvalsins maga.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/8/15 00:53

Jónas heldur jafnan frí
um jól í hvalsins maga.
Best að far'á fyllerí
í fríi þessa daga.

Framsókn boðar betri kjör
en bætir veðrið ekki.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/8/15 01:13

Framsókn boðar betri kjör
en bætir veðrið ekki.
Enn samt telst hún alveg snör
og einatt stundar hrekki.

Loforðanna lygavef
líkar þeim að spinna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/8/15 10:14

Loforðanna lygavef
líkar þeim að spinna.
Eitthvað minni aura hef
en alltaf meiri vinna.

Tekjuskifting skrítin er
og skuldir ekkert lækka

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/8/15 10:32

Tekjuskifting skrítin er
og skuldir ekkert lækka.
Úr landi brátt flýr læknaher,
þá lífsstandard mun hækka.

Upp að lokum Ísland rís
þá allir héðan fara.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/8/15 17:52

Upp að lokum Ísland rís
þá allir héðan fara.
Ég held þú sért á hálum ís
að halda þetta bara.

Auðlindirnar eru nú.
eignuð fáum mönnum.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/8/15 17:56

Auðlindirnar eru nú.
eignuð fáum mönnum.
Það er alveg út úr kú,
ef við náið könnum.

Ef við myndum aðeins bara
okkar herrum þjóna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/8/15 19:49

Ef við myndum aðeins bara
okkar herrum þjóna.
þegar spurt er svalt að svara
að svart sé gott að bóna.

Asnalegan afturpart
yrkir maður stundum.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/8/15 22:40

Asnalegan afturpart
yrkir maður stundum.
En þessi hérna skín sem skart
á skærum þokkasprundum.

Held ég nú að horfin sé
hugsun, önd og kraftur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 425, 426, 427 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: