— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 423, 424, 425 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/3/15 12:52

Finnur var frjótaækna mestur
og fagnað á kverjum bæ
Kátur og glaðlegur gestur
góm'ann þegar til hanns ég næ:
---------------------------------------------
Gamansamuri poka prestur
prílar uppí stólinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 28/3/15 19:41

Gamansamur pokaprestur
prílar uppí stólinn
og blindfullur við bænalestur
berar á sér tólin.

Kannist þið við klerka þá
er kjamsa á sorg og harmi?

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 30/3/15 13:28

Kannist þið við klerka þá
sem kjamsa á sorg og harmi?
Minnsta kosti þursa þrjá,
sem þrugla með kinda jarmi.
------------------------------------
Undir bláum himins boga
byrtist áðaan fögur sýn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/4/15 01:41

Undir himna bláum boga
byrtist áðan fögur sýn.
Undir niðri eldar loga
enginn lengur hér á vín.

Eflum krafta okkar hér
yrkjum ljóð og vísur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/4/15 09:11

Eflum krafta okkar hér
yrkjum ljóð og vísur.
En ekki sigla upp á sker
né aðrar fara í krísur.

Ertu kominn enn á ný?
Ætlarðu nú að dvelja?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/4/15 14:32

Ertu kominn enn á ný?
Ætlarðu nú að dvelja?
Víkina við Breiðdal bý
og býst ei við að selja.

Held ég muni stoppa stutt
ef stuðið verður lítið.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/4/15 14:52

Held ég muni stoppa stutt
ef stuðið verður lítið.
En ég mjöðinn alltaf Sutt-
ungs nú drekk í bítið.

Hér er stuð og hér er fjör,
hér er alltaf gaman.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/4/15 14:59

Hér er stuð og hér er fjör,
hér er alltaf gaman.
Ég vill bætt og betri kjör
og bumbu mér á framan.

Líðnum mun ei leiðast hér
á Lútnum okkar góða.

KauBfélagsstjórinn.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 11/4/15 10:46

Líðnum mun ei leiðast hér
á Lútnum okkar góða.
Listaskáld, sem loflegt er,
leirinn mjúkan bjóða.

Landnámshænur heilla flesta.
Hróður Íslands bera víða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/4/15 12:42

Landnámshænur heilla flesta.
Hróður Íslands bera víða.
Litlar sprænur leiðra gesta
látlaust niður hlíðar skríða.

Allt er fullt af útlendingum
uppi á vorum háu fjöllum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 13/4/15 13:34

Alllt er fullt af útlendingium
uppá vorum háu fjöllum.
Af kerlingum og körlum slingum
sem koma við hjá Jóni á völlum
----------------------------------------
Þessi vísa er bansett bull
brageyra mitt segir.

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 13/4/15 17:33

Þessi vísa er bölvað bull
brageyra mitt segir.
En vísan er af vizku full
og vandamál mín eygir.

Íslenzka "Haið?"um heimsbyggð alla
hróður þjóðar og landsins ber.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 16/4/15 13:22


Íslenska Háið? um heimsbyggð alla
hróður þjóðar og landsins ber.
Og líka karlar með skrítinn skalla
skálmandi um allar götur hér.

-----------------------------------------------
Krummi stoltur uppá staur
starir fránum augum.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 21/5/15 12:06

Krummi stoltur uppá staur
starir fránum augum
á sultarlegan sveitagaur
úr Sælingsdal, frá Laugum.

Nýverið þá fór á flug
ferleg magapína

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/5/15 12:25

Nýverið þá fór á flug
ferleg magapína.
Þingmanns reyndi þol og dug
en þó var allt í fína.

Enginn laug hér upp á draug
sem upp úr haug var kveðinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 23/5/15 19:43

Enginn laug hér upp á draug
sem upp úr haug var kveðinn.
Um bæinn flaug með biturt spaug:
bóndann saug gaddfeðinn.

Það var sem við manninn mælt
en mátt' ei seinna vera

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/5/15 20:15

Það var sem við manninn mælt
en mátt' ei seinna vera
að við hér fengjum vínið kælt
og væna flís að skera.

Lyggur yfir lundin grá,
leiðinn dregur vagninn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 1/6/15 13:25

Lyggur yfir lundin grá
leiðin dregur vagninn.
Hroðalega Bjarna brá
er byrtist honum þokan grá.
--------------------------------
Horfir yfir hópinn sinn
hnugginn bóndakona:

lappi
        1, 2, 3 ... 423, 424, 425 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: