— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 418, 419, 420 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 17/1/15 00:05

Oft um helgar út á djamm
arka sveinn og meyja.
Dansa síðan jenka jamm
og jæja Heyja! Heyja!

Fer nú bráðum veðrið vonda
já vorið er að koma.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 17/1/15 22:37

Fer nú bráðum veðrið vonda
já vorið er að koma.
Sagði mér hún Ranka Ronda,
(raunar er hún voma).

Nagladekkin nýtast vel
ef napurt er í veðri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 18/1/15 12:43

Nagladekkin nýtast vel
ef napurt er í veðri
Ljómandi í blinda bel ( flámælska:)
brá mér í Hveragerði:
--------------------------------------
Í búðarráp ég flýtti för
fékk mér snarl í gogginn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 18/1/15 16:45

Í búðarráp ég flýtti för
fékk mér snarl í gogginn.
Flatbrauð, hangiflot og smjör,
feikn er ég nú rogginn.

Á Akureyri er Billi bil
en bráðum kemst í tölvu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/1/15 23:12

Á Akureyri er Billi bil
en bráðum kemst í tölvu.
Betra er að spá í spil
en spádóma hjá Völvu.

Vetur orðinn vondur hér
og virðist ekki lagast.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/1/15 23:21

Vetur orðinn vondur hér
og virðist ekki lagast.
Í tölvu ég þá fljótur fer
uns frost í hita agast.

Ætti ég að yrkja meir
um ástir fiðrildanna?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/1/15 23:43

Ætti ég að yrkja meir
um ástir fiðrildanna?
Ef við gætum gert það tveir
að góðum siðum manna.

Lifrur borða laufblöð græn
og lifna við með vængjum.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 20/1/15 21:59

Lifrur borða laufblöð græn
og lifna við með vængjum.
Eru saman ósköp væn
er þau biðja ljúfa bæn.

Víst má heyra vængjaslátt
er vorið okkur heilsar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 21/1/15 17:27


Víst má heyra vængjaslátt
er vorið okkur heillar.
Sumir fuglar missa mátt,
og falla í hafið úfið grátt.
--------------------------------------
Tær er lífsins svala lind
ljúf og svalar þorsta.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 26/1/15 13:48

Tær er svala lífsins lind,
ljúf og svalar þorsta.
Og speglar þögul þína mynd
af þekktum kvalalosta.

Það var uppi á Holtavörðuheiði
sem hretið gerði allra verst í gær

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/1/15 13:52

Það var uppi á Holtavörðuheiði
sem hretið gerði allra verst í gær.
Víst ég reikna að verði af sama meiði
veðurofsinn sem að dregur nær.

Ætli Baunabyssurnar
bjóði upp á veislu?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/1/15 17:12


Ætli baunabyssurnar
bjóði upp á veislu?
Já og Hölknár hryssurnar
hrista sig með reyslu.
----------------------------

Hefurðu séð glópa gull
glitra í fari þínu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/1/15 22:21

Hefurðu séð glópa gull
glitra í fari þínu.
Þannig er mitt orðabull,
það öllum veldur pínu.

Ætli nokkur eigi breik
í aðal snillingana?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/1/15 13:13

Ætli nokkur eigi breik
í aðal snjllingana?
Eða góða strumpa steik
stoltið,villingana.
-----------------------------------
Úr sé réttir með bakið breitt
Björn á Hranastöðum.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 27/1/15 13:16

Ætli nokkur eigi breik
í aðal snillingana?
Ætli standi konan keik
eða kæfi spilling hana?

Það var sem við manninn mælt
sem margir spáðu:

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/1/15 13:46

Úr sé réttir með bakið breitt
Björn á Hranastöðum.
Komst hann nú í krofið feitt
og kjamsar tönnum hröðum.

Það var sem við manninn mælt
sem margir spáðu:
Er þú fékkst þá ungu tælt,
ýmsir hváðu.

Íþróttir skal allar banna
utan fótboltans.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 27/1/15 19:01

Afbragðsbotn hér næst að ofan!

Íþróttir skal allar banna
utan fótboltans.
Því allar reynslusögur sanna
að sú er andskotans.

Það var líkt og lýsti sól
og lífið syngi kvæði

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 27/1/15 21:59

Það var líkt og lýsti sól
og lífið syngi kvæði.
Er ég sá þig uppi á hól,
við áttum stund í næði.

Ég vil núna jafna met
sem jörfar aldrey bæta.

        1, 2, 3 ... 418, 419, 420 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: