— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 335, 336, 337 ... 459, 460, 461  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 26/4/11 23:25

Glóðarsteikin hunangs holl
hraustra manna réttur
Af henni ég tek minn toll
til að verða mettur.

Vér skulum ríða til Reykjavíkur
og ritsímann flæma af landi brott..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/4/11 23:36

Við skulum ríða til Reykjavíkur
og ritsíman flæma af landi brott
Sendum heldur tíu tíkur
og tröllapussu með ógnar glott.
_-----------------------------------------
Þraut víst Gísla gangurinn
garmurinn var haltur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/4/11 00:01

Þraut víst Gísla gangurinn
garmurinn var haltur.
Reyndar skaust hann rangur inn
rétt áðan, mjög valtur.

Útrunnið er allt mitt geð,
ætti því að henda.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/4/11 00:16


Útrunnið er allt mitt geð
ætti því að henda
Þvílík mæða stannslaust streð
stoltur mun ég lenda.
-----------------------------------
Ofankoma rok og regn,
róðrar falla niður.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 27/4/11 00:48

Ofankoma rok og regn,
róðrar falla niður.
Ógurleg sú ógnarfregn,
ógeðslegt - því miður.

Hægðu á þér, horfðu um öxl
hendur leggðu á mjöðm

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 27/4/11 10:49

Hægðu á þér, horfðu um öxl
hendur leggðu á mjöðm.
Bíttu saman brotnum jöxl-
um. Bjóddu opinn faðm.

Það er ljótt að leggja þraut
á lítilmótlegt skáld.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/4/11 21:31


Það er ljótt að leggja þraut
á litilmótlegt skáld.
Sérlega að nefnan naut
Nostrademus,bjáld.
-------------------------------------
Út á túni gargar gæs,
galar hani á priki.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/4/11 23:35

Út á túni gargar gæs,
galar hani á priki.
Þeirra samlíf þykir næs,
þau nú safna spiki.

Ótal fundir ergja mig,
og ákvarðanir stórar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/4/11 12:10


Ótal fundir ergja mig
og ákvarðanir stórar.
ráðherrarnir þríst'áþig
og þyngnefndirnar fjórar.
_---------------------------------------
Eftir kverju bíður Björg
brókarlaus á hesti?

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 28/4/11 15:24

Eftir hverju bíður Björg
buxnalaus á hesti?
Hún síðu pilsi sveiflar örg.
Sárt því vantar nesti!

Ég hef heimsku mína menntað
margræð svör því gef ég þér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/4/11 15:39

Ég hef heimsku mína mentað
margræð svör því gef ég þér.
Ég hef ritað párað prentað
pínulítið því er ver:
-----------------------------------+
Áðan sá ég glerja glám
gapandi upp í vindinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 28/4/11 18:28

Áðan sá ég glerja glám
gapandi upp í vindinn,
báðum augum berja klám,
býsna gróf var myndin.

Illa er mér vetur við,
vorið stendur á sér.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/4/11 21:53


Iilla er mér vetur við
vorið stendur á sér.
Vorfuglunum leggjum lið
lagsi eru frá þér.
---------------------------------
Nú er kominn tími til
að taka smá í nefið.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/4/11 14:18

Nú er kominn tími til
að taka smá í nefið.
Ef þú reynir á það spil
aðeins breytist stefið.

Vormenn Íslands vona nú
að veturinn sé liðinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 29/4/11 15:09


Vormenn Íslands vona nú
að veturinn sé liðin.
Góðir bændur heima hlú,
og halda vilja friðin.
--------------------------------
Tímarnir breitast og börnin með
brátt kemur vorið í haga.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 29/4/11 18:21

Tímarnir breytast og börnin með
brátt kemur vorið í haga.
Sem í aldanna rás hefur ótal sinn skeð
– eldgömul hörmungasaga.

Víst sagði Kata við kóngspeðið: „Skák.“
Hún kom mér að óvörum þarna.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 29/4/11 20:05

Víst sagði Kata við kóngspeðið skák.
Hún kom mér að óvörum þarna.
Tilbiður drósin þann stórætta strák
stoltur er horngrýtið atarna.
-------------------------------------------------------------
Logsins er komið kvöld
kveiki á sjonvarpinu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/4/11 21:24

Logsins er komið kvöld
kveiki á sjonvarpinu.
Ég gleymdi að borga gjöld,
grýni því svart í mínu.

Ef þú borgar inn á skuld
aurinn sá er glataður.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 335, 336, 337 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: